May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2017 21:03 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í Brussel í dag. Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara. Þetta sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, en hún gerði grein fyrir tillögum sínum vegna úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í dag. BBC greinir frá. May var stödd á ráðstefnu Leiðtogaráðs Evrópusambandsins í Brussel í dag og gerði þar grein fyrir stefnu Bretlands vegna stöðu innflytjenda Evrópusambandsríkja í Bretlandi. May sagði að ný staða Evrópusambands-innflytjenda myndi veita þeim réttindi til áframhaldandi viðveru í Bretlandi. Þá verður þeim enn fremur veittur aðgangur að heilbrigðis- og menntunarþjónustu eftir að Bretland segir sig að fullu úr Evrópusambandinu.Samningurinn verði að vera sanngjarn fyrir báða aðila Forsætisráðherrann ítrekaði þó að samningurinn yrði ekki einhliða. Hún sagði þessi réttindi innflytjenda innan Evrópusambandsins aðeins tryggð ef breskir ríkisborgarar fengju sömu réttindi í Evrópusambandsríkjum. „Staða Bretlands stendur fyrir sanngjarnt og alvarlegt tilboð, tilboð sem á að veita fólki, sem hefur komið sér fyrir í Bretlandi, eins mikinn stöðugleika og hægt er.“ Þeir sem hafa flust eða munu flytjast til Bretlands á tveggja ára útgöngutímabilinu, þ.e. frá því að Bretland hóf formlega útgöngu úr Evrópusambandinu í mars 2017 og þangað til útgöngunni verður formlega lokið í mars 2019, munu fá ákveðið „aðlögunartímabil“ til að ganga tryggilega frá innflytjendastöðu sinni. Bæði Bretland og Evrópusambandið hafa sagst vilja komast að samkomulagi um stöðu um 3,2 milljóna ríkisborgara Evrópusambandsríkja sem búa í Bretlandi og um 900 þúsund breskra ríkisborgara sem búa utan Bretlands. Ekkert hefur þó enn verið staðfest í þeim efnum. Brexit Tengdar fréttir Brexit efst á baugi í stefnuræðu drottningar Frumvarp sem gerir samevrópsk lög að breskum er á meðal átta frumvarpa sem tengjast Brexit sem Elísabet drottning tilkynnti um í stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar Bretlands. 21. júní 2017 13:31 Brexit-viðræður kortlagðar í Brussel Breska samninganefndin hefur fallist á að geyma umræður um frjáls viðskipti þangað til búið er að finna lausn á kostnaði við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en slitaviðræður Bretlands við Evrópusambandið hófust í dag í Brussel. Utanríkisráðherra Íslands segir mikilvægt að Íslendingar gæti hagsmuna sinna í kjölfar samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 19. júní 2017 20:33 Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu, segir að Bretar verði að gera sér grein fyrir því að þeir muni ekki njóta sömu fríðinda í ESB haldi þeir áfram að vera innan sambandsins. 14. júní 2017 20:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara. Þetta sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, en hún gerði grein fyrir tillögum sínum vegna úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í dag. BBC greinir frá. May var stödd á ráðstefnu Leiðtogaráðs Evrópusambandsins í Brussel í dag og gerði þar grein fyrir stefnu Bretlands vegna stöðu innflytjenda Evrópusambandsríkja í Bretlandi. May sagði að ný staða Evrópusambands-innflytjenda myndi veita þeim réttindi til áframhaldandi viðveru í Bretlandi. Þá verður þeim enn fremur veittur aðgangur að heilbrigðis- og menntunarþjónustu eftir að Bretland segir sig að fullu úr Evrópusambandinu.Samningurinn verði að vera sanngjarn fyrir báða aðila Forsætisráðherrann ítrekaði þó að samningurinn yrði ekki einhliða. Hún sagði þessi réttindi innflytjenda innan Evrópusambandsins aðeins tryggð ef breskir ríkisborgarar fengju sömu réttindi í Evrópusambandsríkjum. „Staða Bretlands stendur fyrir sanngjarnt og alvarlegt tilboð, tilboð sem á að veita fólki, sem hefur komið sér fyrir í Bretlandi, eins mikinn stöðugleika og hægt er.“ Þeir sem hafa flust eða munu flytjast til Bretlands á tveggja ára útgöngutímabilinu, þ.e. frá því að Bretland hóf formlega útgöngu úr Evrópusambandinu í mars 2017 og þangað til útgöngunni verður formlega lokið í mars 2019, munu fá ákveðið „aðlögunartímabil“ til að ganga tryggilega frá innflytjendastöðu sinni. Bæði Bretland og Evrópusambandið hafa sagst vilja komast að samkomulagi um stöðu um 3,2 milljóna ríkisborgara Evrópusambandsríkja sem búa í Bretlandi og um 900 þúsund breskra ríkisborgara sem búa utan Bretlands. Ekkert hefur þó enn verið staðfest í þeim efnum.
Brexit Tengdar fréttir Brexit efst á baugi í stefnuræðu drottningar Frumvarp sem gerir samevrópsk lög að breskum er á meðal átta frumvarpa sem tengjast Brexit sem Elísabet drottning tilkynnti um í stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar Bretlands. 21. júní 2017 13:31 Brexit-viðræður kortlagðar í Brussel Breska samninganefndin hefur fallist á að geyma umræður um frjáls viðskipti þangað til búið er að finna lausn á kostnaði við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en slitaviðræður Bretlands við Evrópusambandið hófust í dag í Brussel. Utanríkisráðherra Íslands segir mikilvægt að Íslendingar gæti hagsmuna sinna í kjölfar samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 19. júní 2017 20:33 Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu, segir að Bretar verði að gera sér grein fyrir því að þeir muni ekki njóta sömu fríðinda í ESB haldi þeir áfram að vera innan sambandsins. 14. júní 2017 20:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Brexit efst á baugi í stefnuræðu drottningar Frumvarp sem gerir samevrópsk lög að breskum er á meðal átta frumvarpa sem tengjast Brexit sem Elísabet drottning tilkynnti um í stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar Bretlands. 21. júní 2017 13:31
Brexit-viðræður kortlagðar í Brussel Breska samninganefndin hefur fallist á að geyma umræður um frjáls viðskipti þangað til búið er að finna lausn á kostnaði við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en slitaviðræður Bretlands við Evrópusambandið hófust í dag í Brussel. Utanríkisráðherra Íslands segir mikilvægt að Íslendingar gæti hagsmuna sinna í kjölfar samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 19. júní 2017 20:33
Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu, segir að Bretar verði að gera sér grein fyrir því að þeir muni ekki njóta sömu fríðinda í ESB haldi þeir áfram að vera innan sambandsins. 14. júní 2017 20:00