Freyr: Hefði getað sprungið í andlitið á okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2017 19:00 Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, segir að það hefði ekki verið hægt að semja handritið að því sem hefur gengið á í íslenska landsliðinu undanfarna árið. Freyr tilkynnti í dag 23 manna landsliðshóp sinn fyrir EM í Hollandi en í honum voru til að mynda Harpa Þorsteinsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra María Jessen sem hafa lítið getað spilað í vor. Landsliðsþjálfarinn sagði að það hefði verið erfitt að finna út úr því hvernig hópurinn ætti að vera samsettur og hverjar ættu að fá síðustu sætin. „Við vitum hvaða fimmtán leikmenn eru líklegastir til að spila flestar mínútur á mótinu. En hin hlutverkin eru svo ofboðslega mikilvæg. Við þurftum heiðarleig svör frá reynslumiklum leikmönnum sem eru að fá minni hlutverk nú en þær hafa fengið á síðustu stórmótum,“ sagði Freyr. „Ef ég hefði ekki rætt við þær núna en samt tekið þær með á mótið, þá hefði það getað sprungið í andlitið á okkur.“ Það hefur ýmislegt gengið á undanfarna mánuði. Dóra María Lárusdóttir og systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur eru allar með slitið krossband í hné og verða ekki með á EM. Freyr þurfti að hugsa stöðuna upp á nýtt og viðurkennir að það hafi um tíma verið erfitt. En hann telur sig nú vera með réttu uppskriftina. Leikur liðsins gegn Brasilíu í síðustu viku hafi gefið góð fyrirheit. „Ég er núna ofboðslega spenntur og fullur tilhlökkunar á allan hátt til að takast á við þetta Evrópumót með þessum hætti sem við sýndum gegn Brasilíu.“ „Undankeppnin er búin. Það var góður taktur í liðinu þá og margir fallegir leikir sem verða aldrei teknir af okkur. En nú er nýtt upphaf og við erum að fara að takast á við þetta stóra verkefni með þessum hópi sem er fullur af orku.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30 Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46 Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, segir að það hefði ekki verið hægt að semja handritið að því sem hefur gengið á í íslenska landsliðinu undanfarna árið. Freyr tilkynnti í dag 23 manna landsliðshóp sinn fyrir EM í Hollandi en í honum voru til að mynda Harpa Þorsteinsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra María Jessen sem hafa lítið getað spilað í vor. Landsliðsþjálfarinn sagði að það hefði verið erfitt að finna út úr því hvernig hópurinn ætti að vera samsettur og hverjar ættu að fá síðustu sætin. „Við vitum hvaða fimmtán leikmenn eru líklegastir til að spila flestar mínútur á mótinu. En hin hlutverkin eru svo ofboðslega mikilvæg. Við þurftum heiðarleig svör frá reynslumiklum leikmönnum sem eru að fá minni hlutverk nú en þær hafa fengið á síðustu stórmótum,“ sagði Freyr. „Ef ég hefði ekki rætt við þær núna en samt tekið þær með á mótið, þá hefði það getað sprungið í andlitið á okkur.“ Það hefur ýmislegt gengið á undanfarna mánuði. Dóra María Lárusdóttir og systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur eru allar með slitið krossband í hné og verða ekki með á EM. Freyr þurfti að hugsa stöðuna upp á nýtt og viðurkennir að það hafi um tíma verið erfitt. En hann telur sig nú vera með réttu uppskriftina. Leikur liðsins gegn Brasilíu í síðustu viku hafi gefið góð fyrirheit. „Ég er núna ofboðslega spenntur og fullur tilhlökkunar á allan hátt til að takast á við þetta Evrópumót með þessum hætti sem við sýndum gegn Brasilíu.“ „Undankeppnin er búin. Það var góður taktur í liðinu þá og margir fallegir leikir sem verða aldrei teknir af okkur. En nú er nýtt upphaf og við erum að fara að takast á við þetta stóra verkefni með þessum hópi sem er fullur af orku.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30 Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46 Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Sjá meira
Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00
EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45
EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30
Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46
Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11