Hundruð nýrra fjarreikistjarna bætast í hópinn Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2017 10:32 Nær allar stjörnur sem Kepler hefur skoðað voru með reikistjörnur í kringum sig. mynd/NASA/JPL-Caltech Yfir tvö hundruð nýjar fjarreikistjörnur hafa nú bæst á lista þeirra þúsunda sem Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið með nýrri greiningu á gögnum frá fyrstu árum leiðangurs hans. Þar á meðal eru tíu reikistjörnur þar sem fljótandi vatn gæti mögulega verið til staðar. Kepler-geimsjónauki bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hefur leitað að fjarreikistjörnum frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Vísindamenn í Kepler-teyminu hafa nú farið yfir athuganir sjónaukans frá fyrstu fjórum árum leiðangursins og fundið hundruð nýrra mögulegra fjarreikistjarna. Í heildina hefur Kepler nú fundið 4.034 mögulegar fjarreikistjörnur. Búið er að staðfesta 2.335 þeirra. Af þeim fimmtíu fjarreikistjörnum sem eru svipaðar jörðinni að stærð í lífbelti móðurstjarna sinna, hafa fleiri en þrjátíu verið staðfestar samkvæmt frétt á vef NASA.Tveir flokkar fjarreikistjarna ráðandi Þó að fréttir funda fjarreikistjarna sem gætu líkst jörðinni veki jafnan eftirtekt ber þó að geta þess að Kepler getur ekki greint hvort að fjarreikistjarna hafi lofthjúp eða fljótandi vatn á yfirborðinu. Stjörnufræðingar nota gögn frá Kepler og sjónaukum á jörðu niðri til að áætla stærð reikistjarnanna og hugsanlega efnasamsetningu. Þannig fá þeir grófa hugmynd um hvort reikistjörnurnar séu úr bergi eða gasi. Niðurstöður þeirra fram að þessu eru að minni fjarreikistjörnur skiptast í tvo flokka. Annars vegar eru bergreikistjörnur sem geta verið allt að 75% stærri en jörðin og hins vegar svonefndir smáir Neptúnusar, gasreikistjörnur sem eru ekki með fast yfirborð og eru tvisvar til þrisvar sinnum stærri en jörðin samkvæmt frétt Washington Post. Nær engar plánetur á milli þessara tveggja fundust. Þær stærri virðast hefja lífið sem bergreikistjörnur en draga síðan að sér vetni og helíum og breytast þá í útblásna smávaxnar útgáfur af gasrisum. Enga reikistjörnu af þeirri tegund er að finna í sólkerfinu okkar.Skoðaði 0,025% næturhiminsinsBenjamin Fulton, doktorsnemi við Háskólann á Havaí sem fór fyrir hópnum sem reiknaði út stærðir fjarreikistjarnanna líkir athuguninni við líffræðinga sem flokka dýr eftir tegundum. „Að finna tvo mismunandi flokka fjarreikistjarna er eins og að uppgötva að spendýr og eðlur séu mimsmunandi greinar sama fjölskyldutrés,“ segir Fulton. Ógrynni reikistjarna er að finna í alheiminum en nær allar stjörnurnar sem vísindamennirnir beindu Kepler að voru með fylgihnetti sem féllu í annan fyrrgreindra flokka. Fyrstu fjögur árin skoðaði sjónaukinn um 200.000 stjörnur í stjörnumerkinu Svaninum. Það er aðeins 0,025% af næturhimninum. Markmið Kepler er að leiða í ljós hversu margar reikistjörnur á stærð við jörðina er að finna í alheiminum. Vísindi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Yfir tvö hundruð nýjar fjarreikistjörnur hafa nú bæst á lista þeirra þúsunda sem Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið með nýrri greiningu á gögnum frá fyrstu árum leiðangurs hans. Þar á meðal eru tíu reikistjörnur þar sem fljótandi vatn gæti mögulega verið til staðar. Kepler-geimsjónauki bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hefur leitað að fjarreikistjörnum frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Vísindamenn í Kepler-teyminu hafa nú farið yfir athuganir sjónaukans frá fyrstu fjórum árum leiðangursins og fundið hundruð nýrra mögulegra fjarreikistjarna. Í heildina hefur Kepler nú fundið 4.034 mögulegar fjarreikistjörnur. Búið er að staðfesta 2.335 þeirra. Af þeim fimmtíu fjarreikistjörnum sem eru svipaðar jörðinni að stærð í lífbelti móðurstjarna sinna, hafa fleiri en þrjátíu verið staðfestar samkvæmt frétt á vef NASA.Tveir flokkar fjarreikistjarna ráðandi Þó að fréttir funda fjarreikistjarna sem gætu líkst jörðinni veki jafnan eftirtekt ber þó að geta þess að Kepler getur ekki greint hvort að fjarreikistjarna hafi lofthjúp eða fljótandi vatn á yfirborðinu. Stjörnufræðingar nota gögn frá Kepler og sjónaukum á jörðu niðri til að áætla stærð reikistjarnanna og hugsanlega efnasamsetningu. Þannig fá þeir grófa hugmynd um hvort reikistjörnurnar séu úr bergi eða gasi. Niðurstöður þeirra fram að þessu eru að minni fjarreikistjörnur skiptast í tvo flokka. Annars vegar eru bergreikistjörnur sem geta verið allt að 75% stærri en jörðin og hins vegar svonefndir smáir Neptúnusar, gasreikistjörnur sem eru ekki með fast yfirborð og eru tvisvar til þrisvar sinnum stærri en jörðin samkvæmt frétt Washington Post. Nær engar plánetur á milli þessara tveggja fundust. Þær stærri virðast hefja lífið sem bergreikistjörnur en draga síðan að sér vetni og helíum og breytast þá í útblásna smávaxnar útgáfur af gasrisum. Enga reikistjörnu af þeirri tegund er að finna í sólkerfinu okkar.Skoðaði 0,025% næturhiminsinsBenjamin Fulton, doktorsnemi við Háskólann á Havaí sem fór fyrir hópnum sem reiknaði út stærðir fjarreikistjarnanna líkir athuguninni við líffræðinga sem flokka dýr eftir tegundum. „Að finna tvo mismunandi flokka fjarreikistjarna er eins og að uppgötva að spendýr og eðlur séu mimsmunandi greinar sama fjölskyldutrés,“ segir Fulton. Ógrynni reikistjarna er að finna í alheiminum en nær allar stjörnurnar sem vísindamennirnir beindu Kepler að voru með fylgihnetti sem féllu í annan fyrrgreindra flokka. Fyrstu fjögur árin skoðaði sjónaukinn um 200.000 stjörnur í stjörnumerkinu Svaninum. Það er aðeins 0,025% af næturhimninum. Markmið Kepler er að leiða í ljós hversu margar reikistjörnur á stærð við jörðina er að finna í alheiminum.
Vísindi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira