Fjögurra ára fangelsi fyrir tvær nauðganir og kynferðislega áreitni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. júní 2017 11:45 Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 13. febrúar vegna málsins. Vísir/Stefán Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir tvær nauðganir og kynferðislega áreitni. Brotin voru öll framin á Hóteli á Suðurlandi í febrúar í kjölfar árshátíðar. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 13. febrúar vegna málsins. Manninum var gefin að sök nauðgun, með því að hafa farið inn í herbergi nr. 311 á hóteli þar sem kona lá sofandi í rúmi, strokið læri hennar, fært nærbuxur hennar til hliðar og haft samræði við hana gegn hennar vilja, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Konan ýtti ákærða ofan af sér um leið og hún vaknaði og varð þess vör að ákærði var að hafa samræði við sig og í kjölfarið yfirgaf ákærði herbergið. Önnur kona kærði manninn fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa í kjölfarið á fyrsta atvikinu farið inn í herbergi nr. 203, þar sem konan lá sofandi í rúmi ásamt fleirum, strokið bæði læri hennar að innanverðu og innan klæða, og rass utan klæða. Í kjölfarið vaknaði konan og ásamt vitni sem vísaði ákærða út úr herberginu. Í kjölfarið á þessu fór maðurinn inn í herbergi nr. 207, þar sem þriðja konan lá sofandi í rúmi, klæddi hana úr nærbuxum og stakk fingrum inn í leggöng hennar gegn hennar vilja, notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Maðurinn hætti um leið og hann varð var við að konan væri vöknuð og fór þá inn á salerni herbergisins þar sem lögregla handtók ákærða skömmu síðar.Bar fyrir sig ljótan misskilning Við handtöku var maðurinn með kvenmannsnærbuxur í brjóstvasa sínum sem voru í eigu þriðju konunnar. Þegar maðurinn var spurður hvort hann hefði brotið gegn fyrstu konunni sagðist hann ekki hafa áttað sig á því að hún hefði upplifað að hann hefði brotið gegn sér fyrr en hún hefði sagt honum að hætta og þá hafi hann gert það. Um annað brotið sagðist hann hafa verið að leita að tóbaki í rúmi konunnar en að hann hefði ekki snert hana. Um þriðja brotið sagði hann að um ljótan misskilning væri að ræða og að honum hefði verið boðið til konunnar. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ásetningur mannsins til brotanna hafi verið einbeittur, en hann hélt brotum sínum áfram þrátt fyrir að hafa verið hent út af tveimur hótelherbergjum og hætti ekki fyrr en komið var að honum. Allir brotaþolar hafi verið sofandi þegar hann kom að þeim og að það hafi verið honum ljóst. Framburður mannsins þótti ekki að öllu leyti skýr, en framburður kvennanna þriggja þótti hins vegar stöðugur og skýr. Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Honum var auk þess gert að greiða tveimur kvennanna 1.500.000 krónur í miskabætur og þriðju konunni 800.000 krónur. Þá þarf hann að greiða allan kostnað af málsvörn sinni og réttargæslu kvennanna. Dómsmál Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir tvær nauðganir og kynferðislega áreitni. Brotin voru öll framin á Hóteli á Suðurlandi í febrúar í kjölfar árshátíðar. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 13. febrúar vegna málsins. Manninum var gefin að sök nauðgun, með því að hafa farið inn í herbergi nr. 311 á hóteli þar sem kona lá sofandi í rúmi, strokið læri hennar, fært nærbuxur hennar til hliðar og haft samræði við hana gegn hennar vilja, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Konan ýtti ákærða ofan af sér um leið og hún vaknaði og varð þess vör að ákærði var að hafa samræði við sig og í kjölfarið yfirgaf ákærði herbergið. Önnur kona kærði manninn fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa í kjölfarið á fyrsta atvikinu farið inn í herbergi nr. 203, þar sem konan lá sofandi í rúmi ásamt fleirum, strokið bæði læri hennar að innanverðu og innan klæða, og rass utan klæða. Í kjölfarið vaknaði konan og ásamt vitni sem vísaði ákærða út úr herberginu. Í kjölfarið á þessu fór maðurinn inn í herbergi nr. 207, þar sem þriðja konan lá sofandi í rúmi, klæddi hana úr nærbuxum og stakk fingrum inn í leggöng hennar gegn hennar vilja, notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Maðurinn hætti um leið og hann varð var við að konan væri vöknuð og fór þá inn á salerni herbergisins þar sem lögregla handtók ákærða skömmu síðar.Bar fyrir sig ljótan misskilning Við handtöku var maðurinn með kvenmannsnærbuxur í brjóstvasa sínum sem voru í eigu þriðju konunnar. Þegar maðurinn var spurður hvort hann hefði brotið gegn fyrstu konunni sagðist hann ekki hafa áttað sig á því að hún hefði upplifað að hann hefði brotið gegn sér fyrr en hún hefði sagt honum að hætta og þá hafi hann gert það. Um annað brotið sagðist hann hafa verið að leita að tóbaki í rúmi konunnar en að hann hefði ekki snert hana. Um þriðja brotið sagði hann að um ljótan misskilning væri að ræða og að honum hefði verið boðið til konunnar. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ásetningur mannsins til brotanna hafi verið einbeittur, en hann hélt brotum sínum áfram þrátt fyrir að hafa verið hent út af tveimur hótelherbergjum og hætti ekki fyrr en komið var að honum. Allir brotaþolar hafi verið sofandi þegar hann kom að þeim og að það hafi verið honum ljóst. Framburður mannsins þótti ekki að öllu leyti skýr, en framburður kvennanna þriggja þótti hins vegar stöðugur og skýr. Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Honum var auk þess gert að greiða tveimur kvennanna 1.500.000 krónur í miskabætur og þriðju konunni 800.000 krónur. Þá þarf hann að greiða allan kostnað af málsvörn sinni og réttargæslu kvennanna.
Dómsmál Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Sjá meira
Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46
Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53
Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15