Mamma vildi ekki að ég spilaði íshokkí Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júlí 2017 06:00 Cloe Lacasse í leik með ÍBV. Vísir „Ég get ekki kvartað þessa dagana. Sjálfstraustið er mikið þar sem ég er að skora og svo er liðið að vinna leiki,“ segir Cloé Lacasse, framherji ÍBV í Pepsi-deild kvenna, glaðbeitt en þessi 24 ára gamli kanadíski leikmaður hefur verið óstöðvandi síðustu vikur. Lacasse, sem er að spila sitt þriðja tímabil með Eyjaliðinu, er markahæst í deildinni með ellefu mörk en hlé verður nú gert á deildinni fram yfir EM í Hollandi. ÍBV er þess utan búið að vinna fimm leiki í röð. „Þetta er allt að smella hjá okkur í nýja leikkerfinu. Það hentar liðinu mjög vel. Það eru líka margir að skora þannig það er erfitt að verjast okkur. Við þekkjum betur inn á okkar styrkleika og veikleika og það hjálpar okkur að ná markmiðum okkar sem eru að vinna titilinn,“ segir Cloé sem er búin að skora 31 mark í 46 deildarleikjum fyrir ÍBV.Mamma vildi „tana“ Clóe er frá bænum Sudbury í Ontario í Kanada þar sem búa ríflega 150.000 manns. Aðspurð hvort þar sé rík fótboltamenning hlær Cloé og er fljót til svars: „Nei, það er íshokkíbær.“ Auðvitað. En ekki hvað? Fá lönd elska íshokkí meira en Kanada en það er þjóðarsportið þar í landi. Hvernig endaði Cloé, frá þessum mikla hokkíbæ, þá í fótbolta? „Mamma vildi ekki að ég færi í íshokkí því hún sagðist ekki vilja hanga inni í köldum höllum til að horfa á mig spila. Hún vildi vera úti á sumrin og vinna í „taninu“ og þess vegna fór ég í fótbolta,“ segir Cloé og hlær. Eyjakonur þakka sólbrúnu móður hennar mikið fyrir þessa ákvörðun enda var það líka augljóst frekar snemma að Cloé kynni sitthvað fyrir sér í sportinu. „Ég var fljótlega komin í sterkt lið í bænum mínum sem er með ansi góð lið og þegar ég fór að fá meiri athygli komst í ég lið í Toronto. Ég komst svo í háskóla í Iowa sem var alveg frábært. Þar æfðum við við bestu aðstæður og maður fékk allt sem maður vildi,“ segir Cloé sem var stigahæsti (mörk plús stoðsendingar) leikmaður skólans síns öll fjögur árin sem hún spilaði þar.Evrópa frekar en Ameríka Cloé stóð sig svo vel í háskólaboltanum að hún fékk boð um að halda áfram að spila vestanhafs sem atvinnumaður. Hún kaus frekar að fara til Íslands að spila. „Ég fékk boð frá Bandaríkjunum og líka liðum frá öðrum löndum í Evrópu en mér fannst þetta henta mér. Ég vildi alltaf komast eitthvað burt og nýta fótboltann til að upplifa eitthvað annað og meira,“ segir Cloé sem nýtur lífsins í Vestmannaeyjum. „Það er alveg æðislegt að vera hérna og fólkið er svo gott. Eyjan og þetta land í heildina er ótrúlega fallegt allt saman,“ segir hún en er ekkert erfitt fyrir einhvern sem hefur búið í Kanada og Bandaríkjunum að aðlagast lífinu í Eyjum? „Það getur alveg verið erfitt að sumu leyti en þetta er bara minni Reykjavík. Í Reykjavík er endalaust af kaffihúsum en við erum með fjögur. Það er bara allt aðeins minna í sniðum. Það er erfiðara að fela sig ef maður vill ekki hitta neinn því hér þekkja allir alla.“Slógust í fyrra – vinkonur í dag Cloé er ekki þekkt fyrir mikinn æsing á vellinum en upp úr sauð hjá henni og Rut Kristjánsdóttur, leikmanni Fylkis, í Árbænum á síðustu leiktíð. Þær stöllurnar bókstaflega slógust á miðjum vellinum. Það vakti því óneitanlega athygli þegar Rut var fengin til Eyja fyrir sumarið. „Ég vissi að einhver myndi spyrja um þetta á endanum,“ segir Cloé og hlær dátt. „Mér var ekkert sagt af þessu fyrr en ég mætti aftur til Íslands og var að fara að spila æfingaleik. Þá var mér sagt að mér gæti aðeins brugðið þegar ég kæmi inn í klefann því þar var Rut. Ég vissi því bara af því að hún væri komin í ÍBV rétt áður en ég labbaði inn í klefann,“ segir hún en þær voru fljótar að klára málið og eru vinkonur í dag. „Ég heilsaði Rut en hún var eitthvað sein til svars til að byrja með. Síðan ræddum við þetta og í dag erum við bestu vinkonur og hlæjum reglulega að þessu öllu saman,“ segir Cloé Lacasse. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
„Ég get ekki kvartað þessa dagana. Sjálfstraustið er mikið þar sem ég er að skora og svo er liðið að vinna leiki,“ segir Cloé Lacasse, framherji ÍBV í Pepsi-deild kvenna, glaðbeitt en þessi 24 ára gamli kanadíski leikmaður hefur verið óstöðvandi síðustu vikur. Lacasse, sem er að spila sitt þriðja tímabil með Eyjaliðinu, er markahæst í deildinni með ellefu mörk en hlé verður nú gert á deildinni fram yfir EM í Hollandi. ÍBV er þess utan búið að vinna fimm leiki í röð. „Þetta er allt að smella hjá okkur í nýja leikkerfinu. Það hentar liðinu mjög vel. Það eru líka margir að skora þannig það er erfitt að verjast okkur. Við þekkjum betur inn á okkar styrkleika og veikleika og það hjálpar okkur að ná markmiðum okkar sem eru að vinna titilinn,“ segir Cloé sem er búin að skora 31 mark í 46 deildarleikjum fyrir ÍBV.Mamma vildi „tana“ Clóe er frá bænum Sudbury í Ontario í Kanada þar sem búa ríflega 150.000 manns. Aðspurð hvort þar sé rík fótboltamenning hlær Cloé og er fljót til svars: „Nei, það er íshokkíbær.“ Auðvitað. En ekki hvað? Fá lönd elska íshokkí meira en Kanada en það er þjóðarsportið þar í landi. Hvernig endaði Cloé, frá þessum mikla hokkíbæ, þá í fótbolta? „Mamma vildi ekki að ég færi í íshokkí því hún sagðist ekki vilja hanga inni í köldum höllum til að horfa á mig spila. Hún vildi vera úti á sumrin og vinna í „taninu“ og þess vegna fór ég í fótbolta,“ segir Cloé og hlær. Eyjakonur þakka sólbrúnu móður hennar mikið fyrir þessa ákvörðun enda var það líka augljóst frekar snemma að Cloé kynni sitthvað fyrir sér í sportinu. „Ég var fljótlega komin í sterkt lið í bænum mínum sem er með ansi góð lið og þegar ég fór að fá meiri athygli komst í ég lið í Toronto. Ég komst svo í háskóla í Iowa sem var alveg frábært. Þar æfðum við við bestu aðstæður og maður fékk allt sem maður vildi,“ segir Cloé sem var stigahæsti (mörk plús stoðsendingar) leikmaður skólans síns öll fjögur árin sem hún spilaði þar.Evrópa frekar en Ameríka Cloé stóð sig svo vel í háskólaboltanum að hún fékk boð um að halda áfram að spila vestanhafs sem atvinnumaður. Hún kaus frekar að fara til Íslands að spila. „Ég fékk boð frá Bandaríkjunum og líka liðum frá öðrum löndum í Evrópu en mér fannst þetta henta mér. Ég vildi alltaf komast eitthvað burt og nýta fótboltann til að upplifa eitthvað annað og meira,“ segir Cloé sem nýtur lífsins í Vestmannaeyjum. „Það er alveg æðislegt að vera hérna og fólkið er svo gott. Eyjan og þetta land í heildina er ótrúlega fallegt allt saman,“ segir hún en er ekkert erfitt fyrir einhvern sem hefur búið í Kanada og Bandaríkjunum að aðlagast lífinu í Eyjum? „Það getur alveg verið erfitt að sumu leyti en þetta er bara minni Reykjavík. Í Reykjavík er endalaust af kaffihúsum en við erum með fjögur. Það er bara allt aðeins minna í sniðum. Það er erfiðara að fela sig ef maður vill ekki hitta neinn því hér þekkja allir alla.“Slógust í fyrra – vinkonur í dag Cloé er ekki þekkt fyrir mikinn æsing á vellinum en upp úr sauð hjá henni og Rut Kristjánsdóttur, leikmanni Fylkis, í Árbænum á síðustu leiktíð. Þær stöllurnar bókstaflega slógust á miðjum vellinum. Það vakti því óneitanlega athygli þegar Rut var fengin til Eyja fyrir sumarið. „Ég vissi að einhver myndi spyrja um þetta á endanum,“ segir Cloé og hlær dátt. „Mér var ekkert sagt af þessu fyrr en ég mætti aftur til Íslands og var að fara að spila æfingaleik. Þá var mér sagt að mér gæti aðeins brugðið þegar ég kæmi inn í klefann því þar var Rut. Ég vissi því bara af því að hún væri komin í ÍBV rétt áður en ég labbaði inn í klefann,“ segir hún en þær voru fljótar að klára málið og eru vinkonur í dag. „Ég heilsaði Rut en hún var eitthvað sein til svars til að byrja með. Síðan ræddum við þetta og í dag erum við bestu vinkonur og hlæjum reglulega að þessu öllu saman,“ segir Cloé Lacasse.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira