Freyr: Finn til með leikmönnunum sem lögðu allt í þetta 18. júlí 2017 22:00 Freyr ásamt leikmönnum þakkar fyrir stuðninginn að leikslokum. Vísir/Getty „Fyrst og fremst er ég ótrúlega stoltur, bæði af stelpunum mínum og teyminu hvernig leikurinn var lagður upp og spilaðist svo. Það er efst í huga en það eru aðrar tilfinningar gagnvart dómgæslunni,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, í samtali við Tómas Þór Þórðarson, blaðamann Vísis í Hollandi, eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld. „Ef þú ætlar að dæma víti á svona hluti þá skaltu gjöra svo vel að dæma tuttugu víti í leik. Það er ömurlegt þegar dómarar taka svona stórar ákvarðanir sem hafa áhrif á úrslit leiksins og ég finn til með leikmönnunum sem lögðu allt í þetta.“ Freyr hrósaði baráttuandanum. „Við settum okkur það sem markmið að skilja allt eftir út á vellinum og gera fólkið heima stolt og það gerðum við fannst mér. Frammistaðan í varnarleiknum var nánast gallalaus og sóknarlega fengum við þessi nokkru færi sem við ætluðum að fá sem er auðvitað svekkjandi að nýta ekki betur.“Sjá einnig:Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Jafntefli hefðu verið frábær úrslit fyrir Ísland. „Við vissum að stig yrði frábær uppskera gegn þessu frábæra liði en við lokuðum vel á þær. Við leyfðum þeim að taka langskot þar sem við erum með frábæran markmann, tölfræðilega er það að vinna með okkur. Eina sem ég get sett út á varnarlega er að við hefðum mátt pressa oft betur ofar á vellinum,“ sagði Freyr og bætti við: „Sóknarleikurinn gat verið betri og mun vera betri gegn Sviss á laugardaginn.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50 Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins var skiljanlega ósáttur eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld en ódýr vítaspyrna dæmd undir lok leiksins réði úrslitum. 18. júlí 2017 21:00 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira
„Fyrst og fremst er ég ótrúlega stoltur, bæði af stelpunum mínum og teyminu hvernig leikurinn var lagður upp og spilaðist svo. Það er efst í huga en það eru aðrar tilfinningar gagnvart dómgæslunni,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, í samtali við Tómas Þór Þórðarson, blaðamann Vísis í Hollandi, eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld. „Ef þú ætlar að dæma víti á svona hluti þá skaltu gjöra svo vel að dæma tuttugu víti í leik. Það er ömurlegt þegar dómarar taka svona stórar ákvarðanir sem hafa áhrif á úrslit leiksins og ég finn til með leikmönnunum sem lögðu allt í þetta.“ Freyr hrósaði baráttuandanum. „Við settum okkur það sem markmið að skilja allt eftir út á vellinum og gera fólkið heima stolt og það gerðum við fannst mér. Frammistaðan í varnarleiknum var nánast gallalaus og sóknarlega fengum við þessi nokkru færi sem við ætluðum að fá sem er auðvitað svekkjandi að nýta ekki betur.“Sjá einnig:Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Jafntefli hefðu verið frábær úrslit fyrir Ísland. „Við vissum að stig yrði frábær uppskera gegn þessu frábæra liði en við lokuðum vel á þær. Við leyfðum þeim að taka langskot þar sem við erum með frábæran markmann, tölfræðilega er það að vinna með okkur. Eina sem ég get sett út á varnarlega er að við hefðum mátt pressa oft betur ofar á vellinum,“ sagði Freyr og bætti við: „Sóknarleikurinn gat verið betri og mun vera betri gegn Sviss á laugardaginn.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50 Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins var skiljanlega ósáttur eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld en ódýr vítaspyrna dæmd undir lok leiksins réði úrslitum. 18. júlí 2017 21:00 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira
Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50
Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins var skiljanlega ósáttur eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld en ódýr vítaspyrna dæmd undir lok leiksins réði úrslitum. 18. júlí 2017 21:00
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45