Íslensku stuðningsmennirnir hafa verið duglegir að taka Víkingaklappið í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins á EM í Hollandi.
Hollenska sjónvarpsfólkið er líka vel með á nótunum en Hollendingarnir eru búnir að finna Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, í miðjum íslenska stuðningsmannahópnum.
Í hvert skipti sem íslensku stuðningsmennirnir byrja að „húha“ í stúkunni þá eru myndavélarnar búnar að finna Guðna Th.
Guðni Th. lætur ekki sitt eftir liggja og hefur tekið vel undir í Víkingaklappinu með löndum sínum. Heiðursstúkan, þar sem finna má nokkra háttsetta Íslendinga, er líka með í fjörinu.
Það hefur verið frábært fyrir íslensku stelpurnar að fá svona flottan stuðning í þessum erfiða leik á móti einu besta fótboltaliði heims.
Frönsku stelpurnar fá hinsvegar lítinn stuðning og það er enginn spurning hvor þjóðin er að vinna á áhorfendapöllunum.
Guðni Th. og heiðursstúkan tóku vel undir í Víkingaklappinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn
