„Lélegasta“ lið íslenska riðilsins fagnaði sigri í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2017 17:53 Nina Burger fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty Austurríki átti að vera veikasta liðið í íslenska riðlinum á EM kvenna í fótbolta í Hollandi en þær afsönnuðu það strax í fyrsta leik. Austurríki vann 1-0 sigur á Sviss í fyrsta leiknum í C-riðli í dag en sigurmarkið kom snemma leiks. Svisslendingar voru manni færri síðasta hálftíma leiksins en tapið er mikið áfall fyrir svissnesku stelpurnar sem mæta Íslandi næst. Austurísku stelpurnar voru þarna að spila sinn fyrsta leik á stórmóti frá upphafi en þetta var einnig fyrsti leikur Sviss á EM þótt þær svissnesku hafi komist áður á HM. Nina Burger, fyrirliði og markahæsti leikmaður austurríska landsliðsins, var ekki lengi að komast á blað á sínum fyrsta stórmóti. Burger skoraði með laglegu skoti á 15. mínútu eftir flotta skyndisókn og frábæra stoðsendingu frá Söruh Zadrazil. Austurríska liðið var þá nýbúið að endurheimta Lisu Makas inn á völlinn en hún hafði fengið höfuðhögg í upphafi leiks. Makas kom aftur inn með umbúðir á hausnum og skömmu síðar náð austurríska liðið þessari frábæru sókn sem skilaði markinu. Nina Burger kom líka mikið við sögu á 60. mínútu þegar hin svissneska Rahel Kiwic fékk að líta rauða spjaldið fyrir að toga Burger niður þegar hún var að sleppa í gegn. Sarah Puntigam átti ágætt skot úr aukaspyrnunni sem var dæmd en Gaëlle Thalmann varði vel í markinu. Svissneska liðið fann síðan engar leiðir framhjá þéttri vörn Austurríkis það sem eftir lifði leiks og þær austurrísku fögnuðu gríðarlega í leikslok. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Austurríki átti að vera veikasta liðið í íslenska riðlinum á EM kvenna í fótbolta í Hollandi en þær afsönnuðu það strax í fyrsta leik. Austurríki vann 1-0 sigur á Sviss í fyrsta leiknum í C-riðli í dag en sigurmarkið kom snemma leiks. Svisslendingar voru manni færri síðasta hálftíma leiksins en tapið er mikið áfall fyrir svissnesku stelpurnar sem mæta Íslandi næst. Austurísku stelpurnar voru þarna að spila sinn fyrsta leik á stórmóti frá upphafi en þetta var einnig fyrsti leikur Sviss á EM þótt þær svissnesku hafi komist áður á HM. Nina Burger, fyrirliði og markahæsti leikmaður austurríska landsliðsins, var ekki lengi að komast á blað á sínum fyrsta stórmóti. Burger skoraði með laglegu skoti á 15. mínútu eftir flotta skyndisókn og frábæra stoðsendingu frá Söruh Zadrazil. Austurríska liðið var þá nýbúið að endurheimta Lisu Makas inn á völlinn en hún hafði fengið höfuðhögg í upphafi leiks. Makas kom aftur inn með umbúðir á hausnum og skömmu síðar náð austurríska liðið þessari frábæru sókn sem skilaði markinu. Nina Burger kom líka mikið við sögu á 60. mínútu þegar hin svissneska Rahel Kiwic fékk að líta rauða spjaldið fyrir að toga Burger niður þegar hún var að sleppa í gegn. Sarah Puntigam átti ágætt skot úr aukaspyrnunni sem var dæmd en Gaëlle Thalmann varði vel í markinu. Svissneska liðið fann síðan engar leiðir framhjá þéttri vörn Austurríkis það sem eftir lifði leiks og þær austurrísku fögnuðu gríðarlega í leikslok.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira