Foreldrar Önnu Bjarkar búnir að kaupa miða á úrslitaleikinn Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 17. júlí 2017 13:45 Hjónin Margrét og Haukur ásamt börnum sínum Kristófer Geir, Helgu Margréti og Braga Páli. Kristófer Geir er klæddur í treyju Önnu Bjarkar frá leiknum gegn Þjóðverjum á EM fyrir fjórum árum. Vísir/Vilhelm Hjónin Margrét Geirsdóttir og Haukur Bragason eru svo sannarlega klár í slaginn fyrir EM 2017 og börn þeirra þrjú sömuleiðis. Fimm manna fjölskyldan var öll komin í íslensku landsliðstreyjurnar þegar hún flaug utan til Amsterdam í morgun en þau eiga sinn uppáhaldsleikmann í liðinu. „Við erum Team Kristjánsdóttir,“ segir Margrét, föðursystir Önnu Bjarkar, í samtali við Vísi. Sjúkraþjálfarinn og miðvörðurinn Anna Björk er þeirra kona. Margrét segir stuðningssveit Önnu Bjarkar telja 15-20 manns. Mörg, þar á meðal foreldrarnir komu til Hollands í gær, og svo voru þau fimm komin í dag. „Á meðan riðlakeppnin er í gangi verðum við í nokkrum sumarhúsum við Aalst, um klukkutíma suður af Amsterdam,“ segir Margrét. En hvað með framhaldið? „Ég verð áfram. Við gerum ráð fyrir að þær komist áfram.“ Foreldrar Önnu Bjarkar eru enn bjartsýnni. „Þau eru búin að kaupa sér miða á úrslitaleikinn,“ segir Margrét en stuðningurinn er öllu meiri en þegar Anna Björk var í hópnum á EM í Svíþjóð fyrir fjórum árum. Þá hafi ekki margir komist út til að fylgja henni en nú sé tíðin önnur.Að neðan má sjá þegar íþróttadeild fékk að skyggnast á bak við tjöldin hjá stelpunum okkar með Dagnýju Brynjarsdóttur. Veðrið á Íslandi í sumar hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir. Margrét fann strax ylinn á flugvellinum í dag þar sem hún beið eftir töskunum. Veðrið er öllu betra hér í Hollandi en á klakanum. „Maður finnur strax hitann og það léttist á manni brúnin.“ Margrét segir fjölskylduna aldrei hafa verið í vafa um að fara út þegar liðið tryggði sér sæti á EM. Búið sé að fjárfesta í búningum fyrir alla og svo skiptast systkinin á að klæðast búningi Önnu Bjarkar frá EM 2013. „Við verðum hérna úti í þrjár vikur en tökum svo úrslitaleikinn heima. Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Hjónin Margrét Geirsdóttir og Haukur Bragason eru svo sannarlega klár í slaginn fyrir EM 2017 og börn þeirra þrjú sömuleiðis. Fimm manna fjölskyldan var öll komin í íslensku landsliðstreyjurnar þegar hún flaug utan til Amsterdam í morgun en þau eiga sinn uppáhaldsleikmann í liðinu. „Við erum Team Kristjánsdóttir,“ segir Margrét, föðursystir Önnu Bjarkar, í samtali við Vísi. Sjúkraþjálfarinn og miðvörðurinn Anna Björk er þeirra kona. Margrét segir stuðningssveit Önnu Bjarkar telja 15-20 manns. Mörg, þar á meðal foreldrarnir komu til Hollands í gær, og svo voru þau fimm komin í dag. „Á meðan riðlakeppnin er í gangi verðum við í nokkrum sumarhúsum við Aalst, um klukkutíma suður af Amsterdam,“ segir Margrét. En hvað með framhaldið? „Ég verð áfram. Við gerum ráð fyrir að þær komist áfram.“ Foreldrar Önnu Bjarkar eru enn bjartsýnni. „Þau eru búin að kaupa sér miða á úrslitaleikinn,“ segir Margrét en stuðningurinn er öllu meiri en þegar Anna Björk var í hópnum á EM í Svíþjóð fyrir fjórum árum. Þá hafi ekki margir komist út til að fylgja henni en nú sé tíðin önnur.Að neðan má sjá þegar íþróttadeild fékk að skyggnast á bak við tjöldin hjá stelpunum okkar með Dagnýju Brynjarsdóttur. Veðrið á Íslandi í sumar hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir. Margrét fann strax ylinn á flugvellinum í dag þar sem hún beið eftir töskunum. Veðrið er öllu betra hér í Hollandi en á klakanum. „Maður finnur strax hitann og það léttist á manni brúnin.“ Margrét segir fjölskylduna aldrei hafa verið í vafa um að fara út þegar liðið tryggði sér sæti á EM. Búið sé að fjárfesta í búningum fyrir alla og svo skiptast systkinin á að klæðast búningi Önnu Bjarkar frá EM 2013. „Við verðum hérna úti í þrjár vikur en tökum svo úrslitaleikinn heima. Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira