Tveir lögregluþjónar eru látnir og einn er særður, eftir að árásarmenn hófu skothríð á lögregluþjóna nærri helgasta stað Jerúsalem, Musterishæðinni. Öryggissveitir skutu árásarmennina þrjá til bana eftir stuttan skotbardaga.
Lögreglan hefur lokað hæðinni og er það í fyrsta sinn í mörg ár, samkvæmt frétt BBC.
Skot- og hnífaárásum hefur farið fjölgandi frá árinu 2015. 42 Ísraelar hafa látið lífið í slíkum árásum á tveimur árum. Á sama tíma hafa rúmlega 240 Palestínumenn látið lífið á tímabilinu, en yfirvöld Ísrael segja þá flesta vera árásarmenn.
Ísraelar segja leiðtoga Palestínumanna kynnda undir árásir sem þessar, en leiðtogar Palestínu segja áratuga löngu hernámi vera um að kenna.
Uppfært 9:10
Fréttin var uppfærð eftir að andlát tveggja lögregluþjóna varð opinbert.
Erlent