Bryndís Rún Hansen komst ekki áfram í undanúrslit í 50 m flugsundi á HM í Búdapest og hefur lokið þátttöku á mótinu.
Bryndís Rún synti á 27,15 sekúndum og var um hálfri sekúndu frá Íslandsmeti sínu, 26,68 sekúndum, sem hún setti á EM í London í fyrra er hún komst í undanúrslit í greininni.
Bryndís keppti einnig í 100 m flugsundi og 100 m skriðsundi á mótinu sem lýkur um helgina.
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir keppir í 50 m skriðsundi á morgun og Hrafnhildur Lúthersdóttir í 50 m bringusundi.
