Norsku stelpurnar máttu ekki skiptast á treyjum eins og strákarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2017 12:30 Hin íslensk ættaða María Þórisdóttir eftir leik norska liðsins á EM. Hún sést hér í teyjunni sem hún þurfti að nota aftur og aftur á EM. Vísir/Getty Norska kvennalandsliðið er á heimleið frá Evrópumótinu í Hollandi eins og það íslenska. Noregur og Ísland náðu hvorugt í stig á EM í ár og norska tókst ekki einu sinni að skora mark. Norðmenn eru óvanir slíku gengi enda höfðu norsku stelpurnar komist í undanúrslit á fjórum Evrópumótum í röð. Norska knattspyrnusambandið hefur fengið hluta af gagnrýninni og þá einkum hvað varðar umgjörðina í kringum liðið. Norska landsliðskonan Emilie Haavi, sem spilar með Boston Breakers í Bandaríkjunum, var til dæmis mjög ósátt með misræmi á milli karla- og kvennalandsliðsins í Noregi. Norska ríkissjónvarpið fjallar um þetta á vef sínum, nrk.no. Norsku stelpurnar máttu nefnilega ekki skiptast á treyjum við mótherja sína eftir leiki liðsins á Evrópumótinu. Hollensku stelpurnar komu til þeirra norsku eftir fyrsta leik mótsins og vildu skiptast á treyjum. „Ég varð að segja: Fyrirgefðu en við megum það ekki,“ sagði Emilie Haavi í viðtalið við NRK. Hollensku treyjurnar voru merktar fánum Noregs og Hollands sem og dagsetningu leiksins. Þær voru bara fyrir þennan leik. Það var engin slík merking á norsku treyjunum því þær átti liðið að nota áfram. Í síðasta leik norska karlalandsliðsins í undankeppni HM þá var treyjan merkt leiknum og leikmenn norska liðsins máttu skiptast á treyjum eftir leikinn. Engum datt í hug að banna strákunum að skiptast á treyjum. Forráðamenn norska sambandsins afsökuðu sig með því að það væri lítið eftir að treyjum hjá sambandinu þar sem að norsku liðin eigi að fá nýjar treyjur á næsta ári. „Þetta er einfalt. Það ætti að vera enginn munur á fjöldi búningasetta hjá okkur og hjá strákunum. Þetta gæti ekki verið einfaldara,“ sagði Haavi. „Við höfum rætt þetta og þeir sem eru í kringum í liðið vilja að við fáum búning fyrir hvern leik. Það hefur hinsvegar ekki verið raunin,“ sagði Haavi. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Norska kvennalandsliðið er á heimleið frá Evrópumótinu í Hollandi eins og það íslenska. Noregur og Ísland náðu hvorugt í stig á EM í ár og norska tókst ekki einu sinni að skora mark. Norðmenn eru óvanir slíku gengi enda höfðu norsku stelpurnar komist í undanúrslit á fjórum Evrópumótum í röð. Norska knattspyrnusambandið hefur fengið hluta af gagnrýninni og þá einkum hvað varðar umgjörðina í kringum liðið. Norska landsliðskonan Emilie Haavi, sem spilar með Boston Breakers í Bandaríkjunum, var til dæmis mjög ósátt með misræmi á milli karla- og kvennalandsliðsins í Noregi. Norska ríkissjónvarpið fjallar um þetta á vef sínum, nrk.no. Norsku stelpurnar máttu nefnilega ekki skiptast á treyjum við mótherja sína eftir leiki liðsins á Evrópumótinu. Hollensku stelpurnar komu til þeirra norsku eftir fyrsta leik mótsins og vildu skiptast á treyjum. „Ég varð að segja: Fyrirgefðu en við megum það ekki,“ sagði Emilie Haavi í viðtalið við NRK. Hollensku treyjurnar voru merktar fánum Noregs og Hollands sem og dagsetningu leiksins. Þær voru bara fyrir þennan leik. Það var engin slík merking á norsku treyjunum því þær átti liðið að nota áfram. Í síðasta leik norska karlalandsliðsins í undankeppni HM þá var treyjan merkt leiknum og leikmenn norska liðsins máttu skiptast á treyjum eftir leikinn. Engum datt í hug að banna strákunum að skiptast á treyjum. Forráðamenn norska sambandsins afsökuðu sig með því að það væri lítið eftir að treyjum hjá sambandinu þar sem að norsku liðin eigi að fá nýjar treyjur á næsta ári. „Þetta er einfalt. Það ætti að vera enginn munur á fjöldi búningasetta hjá okkur og hjá strákunum. Þetta gæti ekki verið einfaldara,“ sagði Haavi. „Við höfum rætt þetta og þeir sem eru í kringum í liðið vilja að við fáum búning fyrir hvern leik. Það hefur hinsvegar ekki verið raunin,“ sagði Haavi.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira