Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. júlí 2017 19:30 Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. Vísbendingar eru um að fíkniefnaheimurinn sé að fara harðnandi, og óttast er að sterkari fíkniefni séu á leið til landsins. Mun minna er um svokallað læknaráp, það er þegar fólk gengur á milli lækna til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum, eftir að nýr lyfjagagnagrunnur var tekinn upp árið 2016. Framboð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur þar af leiðandi minnkað og götuverð hækkað. Svo dæmi sé tekið hefur Contalgin, ávanabindandi verkjalyf, fengist á svörtum markaði á um það bil fjögur þúsund krónur síðastliðinn áratug, samkvæmt tölum frá SÁÁ. Í dag gengur það kaupum og sölum á allt að tíu þúsund krónur. Dæmi eru um allt að hundrað prósenta hækkun á ýmsum morfínskyldum lyfjum.Heróín mögulega á leið til landsinsSvala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, segist finna mjög fyrir breytingum í fíkniefnaheiminum. Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins þar sem fólk með fíknivanda getur leitað sér aðstoðar. Frú Ragnheiður fær hátt í þrjú hundruð heimsóknir á mánuði. „Við höfum fengið ábendingar um að heróín sé mögulega á leiðinni til landsins. Við höfum miklar áhyggjur af því. Þegar þetta gerist, af því að heróín er götuefni, að þá vitum við aldrei hvað er í efninu nákvæmlega. Upprunalega er þetta ópíódi og svo er búið að bæta alls konar efnum í þetta á leiðinni til þess að reyna að drýgja efnið, þannig að notandinn veit ekki nákvæmlega styrkleika né innihaldið. Og það veldur okkur svolítið miklum kvíða.“Vændi færst í aukanaHún segir að samhliða þessari hækkun hafi fólk leitað annarra leiða til þess að verða sér úti um fjármagn. Til að mynda hafi vændi færst í aukana. „Þetta hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir veikasta hópinn okkar. Þetta hefur þær afleiðingar að þau þurfa að hafa miklu meira fyrir því að redda sér efnunum og það er oftast gert á slæman hátt. Það er rosalega mikið vændi í gangi. Það er verið að misnota konurnar, það er þjófnaður, það eru innbrot, þannig að fólk þarf að hafa miklu meira fyrir því að redda sér fjármagninu.“ Landlæknisembættið segir að erfitt sé að bregðast við þessari þróun. „Það er erfitt fyrir okkur að eiga við markaðinn og verðið á lyfjunum, en þetta leiðir að sjálfu sér að verðið hækkar og það kann að vera áhyggjuefnið fyrir ýmsa. En það er stefna embættisins að draga úr neyslu þessara lyfja,“ segir Haraldur Briem, settur sóttvarnalæknir. „Auðvitað er allt gert til þess að reyna að minnka þessa notkun og það eru meðferðaraðilar til. Frú Ragnheiður er að sinna góðu starfi, þannig að ýmislegt er nú gert, en að öðru leyti er þetta afskaplega erfitt mál,“ bætir hann við. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. Vísbendingar eru um að fíkniefnaheimurinn sé að fara harðnandi, og óttast er að sterkari fíkniefni séu á leið til landsins. Mun minna er um svokallað læknaráp, það er þegar fólk gengur á milli lækna til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum, eftir að nýr lyfjagagnagrunnur var tekinn upp árið 2016. Framboð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur þar af leiðandi minnkað og götuverð hækkað. Svo dæmi sé tekið hefur Contalgin, ávanabindandi verkjalyf, fengist á svörtum markaði á um það bil fjögur þúsund krónur síðastliðinn áratug, samkvæmt tölum frá SÁÁ. Í dag gengur það kaupum og sölum á allt að tíu þúsund krónur. Dæmi eru um allt að hundrað prósenta hækkun á ýmsum morfínskyldum lyfjum.Heróín mögulega á leið til landsinsSvala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, segist finna mjög fyrir breytingum í fíkniefnaheiminum. Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins þar sem fólk með fíknivanda getur leitað sér aðstoðar. Frú Ragnheiður fær hátt í þrjú hundruð heimsóknir á mánuði. „Við höfum fengið ábendingar um að heróín sé mögulega á leiðinni til landsins. Við höfum miklar áhyggjur af því. Þegar þetta gerist, af því að heróín er götuefni, að þá vitum við aldrei hvað er í efninu nákvæmlega. Upprunalega er þetta ópíódi og svo er búið að bæta alls konar efnum í þetta á leiðinni til þess að reyna að drýgja efnið, þannig að notandinn veit ekki nákvæmlega styrkleika né innihaldið. Og það veldur okkur svolítið miklum kvíða.“Vændi færst í aukanaHún segir að samhliða þessari hækkun hafi fólk leitað annarra leiða til þess að verða sér úti um fjármagn. Til að mynda hafi vændi færst í aukana. „Þetta hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir veikasta hópinn okkar. Þetta hefur þær afleiðingar að þau þurfa að hafa miklu meira fyrir því að redda sér efnunum og það er oftast gert á slæman hátt. Það er rosalega mikið vændi í gangi. Það er verið að misnota konurnar, það er þjófnaður, það eru innbrot, þannig að fólk þarf að hafa miklu meira fyrir því að redda sér fjármagninu.“ Landlæknisembættið segir að erfitt sé að bregðast við þessari þróun. „Það er erfitt fyrir okkur að eiga við markaðinn og verðið á lyfjunum, en þetta leiðir að sjálfu sér að verðið hækkar og það kann að vera áhyggjuefnið fyrir ýmsa. En það er stefna embættisins að draga úr neyslu þessara lyfja,“ segir Haraldur Briem, settur sóttvarnalæknir. „Auðvitað er allt gert til þess að reyna að minnka þessa notkun og það eru meðferðaraðilar til. Frú Ragnheiður er að sinna góðu starfi, þannig að ýmislegt er nú gert, en að öðru leyti er þetta afskaplega erfitt mál,“ bætir hann við.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira