Kókaínsmyglari í haldi þar til dómur fellur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. júlí 2017 19:36 Maðurinn neitaði að hafa staðið að innflutningnum. Vísir/GVA Brasilískur maður, sem í síðustu viku var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning, þarf að sæta gæsluvarðhaldi þar til Hæstiréttur kveður upp dóm í máli hans. Úrskurður þess efnis var staðfestur í Hæstarétti í dag.Fíkniefnin í snyrtivörubrúsum Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæplega tveimur lítrum af fljótandi kókaíni, sem var af 69 prósent styrkleika í mars síðastliðnum. Hann er sagður hafa flutt fíkniefnin hingað til lands með flugi frá Amsterdam í Hollandi, en fíkniefnin fundust í fjórum brúsum undir snyrtivörur. Sjálfur sagði maðurinn að í brúsunum væri sjampó, sápa og munnskol, en þegar hann var spurður nánar út í innihaldið kannaðist hann ekki við brúsana og vissi ekki hver hefði sett þá í farangur hans. Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa ætlað að ferðast á Íslandi. Hann hefði aldrei séð snjó og ætlað að reyna að fara á snjóbretti. Þá sagðist hann vera atvinnuljósmyndari og ætlað að mynda norðurljósin.Ólíklegt að hann sé menntaður ljósmyndari Lögregla rannsakaði farsímanotkun mannsins en engin samskipti reyndust á milli hans og annarra símanúmera hér á landi. Maðurinn kvaðst heimila lögreglu að rannsaka gögn á netfangi sínu, en aðgangsorð sem hann gaf upp reyndist ekki rétt og því var ekki unnt að opna netfangið. Minniskort úr myndavél mannsins var einnig skoðað, en það sem vakti athygli rannsakanda var að ljósmyndirnar á kortinu bentu til þess að maðurinn hefði litla sem enga menntun eða reynslu á sviði ljósmyndunar. Dómnum þótti framburður mannsins ótrúverðugur og sakfelldi hann. Maðurinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar og mótmælti því sömuleiðis að þurfa að sæta haldi á meðan mál hans var til meðferðar. Hæstiréttur hafnaði kröfu hans og verður manninum gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar, en eigi lengur en til 10. október næstkomandi. Tengdar fréttir Þrjú og hálft ár fyrir innflutning á kókaíni Brasilískur ríkisborgari með óvenju sterkt kókaín í farangri sínum. 20. júlí 2017 15:08 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Brasilískur maður, sem í síðustu viku var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning, þarf að sæta gæsluvarðhaldi þar til Hæstiréttur kveður upp dóm í máli hans. Úrskurður þess efnis var staðfestur í Hæstarétti í dag.Fíkniefnin í snyrtivörubrúsum Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæplega tveimur lítrum af fljótandi kókaíni, sem var af 69 prósent styrkleika í mars síðastliðnum. Hann er sagður hafa flutt fíkniefnin hingað til lands með flugi frá Amsterdam í Hollandi, en fíkniefnin fundust í fjórum brúsum undir snyrtivörur. Sjálfur sagði maðurinn að í brúsunum væri sjampó, sápa og munnskol, en þegar hann var spurður nánar út í innihaldið kannaðist hann ekki við brúsana og vissi ekki hver hefði sett þá í farangur hans. Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa ætlað að ferðast á Íslandi. Hann hefði aldrei séð snjó og ætlað að reyna að fara á snjóbretti. Þá sagðist hann vera atvinnuljósmyndari og ætlað að mynda norðurljósin.Ólíklegt að hann sé menntaður ljósmyndari Lögregla rannsakaði farsímanotkun mannsins en engin samskipti reyndust á milli hans og annarra símanúmera hér á landi. Maðurinn kvaðst heimila lögreglu að rannsaka gögn á netfangi sínu, en aðgangsorð sem hann gaf upp reyndist ekki rétt og því var ekki unnt að opna netfangið. Minniskort úr myndavél mannsins var einnig skoðað, en það sem vakti athygli rannsakanda var að ljósmyndirnar á kortinu bentu til þess að maðurinn hefði litla sem enga menntun eða reynslu á sviði ljósmyndunar. Dómnum þótti framburður mannsins ótrúverðugur og sakfelldi hann. Maðurinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar og mótmælti því sömuleiðis að þurfa að sæta haldi á meðan mál hans var til meðferðar. Hæstiréttur hafnaði kröfu hans og verður manninum gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar, en eigi lengur en til 10. október næstkomandi.
Tengdar fréttir Þrjú og hálft ár fyrir innflutning á kókaíni Brasilískur ríkisborgari með óvenju sterkt kókaín í farangri sínum. 20. júlí 2017 15:08 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Þrjú og hálft ár fyrir innflutning á kókaíni Brasilískur ríkisborgari með óvenju sterkt kókaín í farangri sínum. 20. júlí 2017 15:08