Hollendingar hafa ekki áður eignast Evrópumeistara í kvennafótboltanum og þetta er jafnframt fyrsta meistaralið Hollendinga síðan að Ruud Gullit og Marco Van Basten fóru á kostum með Hollandi á EM karla 1988.
Hollensku stelpurnar unnu alla sex leiki sína á Evrópumótinu og skoruðu í þeim þrettán mörk. Þær unnu 4-2 sigur á Dönum í úrslitaleiknum en slógu England út úr undanúrslitunum og Svía út í átta liða úrslitum.
Það hefur því mikið breyst á þeim fjórum árum sem eru liðin síðan að íslenska liðið skildi það hollenska eftir í riðlakeppninni á EM í Svíþjóð 2013.
Hollenska knattspyrnusambandið tók saman myndbönd sem sýndu vel þessar frábæru móttökur sem stelpurnar fengu og það er óhætt að segja að Hollendingar séu stoltir af knattspyrnukonum sínum í dag.
Þær sigldu fyrst um á síkjunum í Amsterdam og svo var sigurhátíð þar færri komust að en vildu. Appelsínuguli liturinn var að sjálfsögðu mjög áberandi.
Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá deginum.
| Aftermovie huldiging @oranjevrouwen
Geniet nog een keer na van het fantastische feest dat een dag geleden in Utrecht plaatsvond. #OnsEKpic.twitter.com/K1OftiQn7f
— OnsOranje (@OnsOranje) August 8, 2017
Wat was de huldiging van de @oranjevrouwen prachtig gisteren... #huldiging#OnsEK
Later vandaag meer beelden! pic.twitter.com/JzWn7Fh8JG
— OnsOranje (@OnsOranje) August 8, 2017