Maður í bílsætisbúningi ók „sjálfkeyrandi“ bíl Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2017 15:37 Ökumaðurinn hélt neðarlega á stýrinu og var dulbúinn sem bílsæti. Skjáskot/Twitter/Adam Tuss Bíll sem virtist vera algerlega sjálfkeyrandi vakti töluverða athygli í borginni Arlington í Virginíuríki í Bandaríkjunum um helgina. Maðkur var þó í mysunni því maður sem var dulbúinn sem bílsæti reyndist vera við stýrið. Yfirvöld í Virginíu höfðu nýlega gefið út leyfi til tilrauna með sjálfkeyrandi bíla. Þeir eru þó enn á frumstigi og eru tilraunirnar bundnar við takmörkuð svæði. Því brá mörgum í brún þegar þeir sáu bíl aka um stræti Arlington án ökumanns. Kröfur hafa verið gerðar um að manneskja sé í sjálfkeyrandi bílum til að grípa í taumana ef eitthvað fer úrskeiðis.Í myndbandi The Guardian hér fyrir neðan má sjá bílinn „sjálfkeyrandi“ á ferð um Arlington.Fréttamaður NBC í Washington-borg elti bílinn uppi. Þegar hann náði í skottið á honum og reyndi að taka myndir innan úr honum brá honum í brún þegar hann sá mennskan ökumann undir stýri dulbúinn sem bílsæti. Í ljós kom að maðurinn var á vegum Tækniháskólans í Virginíu. Talsmenn skólans sögðu að maðurinn hafi verið að safna gögnum um sjálfkeyrandi bíla. The Guardian segir líklegt að hann hafi verið að kanna viðbrögð ökumanna við sjálfkeyrandi bíl á götunum.Í tísti fréttamanns NBC Washington hér fyrir neðan má sjá ökumanninn dulbúinn sem bílsæti.This is one of the strangest things I've ever seen @nbcwashington @ARLnowDOTcom pic.twitter.com/8ipKEnkeiq— Adam Tuss (@AdamTuss) August 7, 2017 Tækni Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Bíll sem virtist vera algerlega sjálfkeyrandi vakti töluverða athygli í borginni Arlington í Virginíuríki í Bandaríkjunum um helgina. Maðkur var þó í mysunni því maður sem var dulbúinn sem bílsæti reyndist vera við stýrið. Yfirvöld í Virginíu höfðu nýlega gefið út leyfi til tilrauna með sjálfkeyrandi bíla. Þeir eru þó enn á frumstigi og eru tilraunirnar bundnar við takmörkuð svæði. Því brá mörgum í brún þegar þeir sáu bíl aka um stræti Arlington án ökumanns. Kröfur hafa verið gerðar um að manneskja sé í sjálfkeyrandi bílum til að grípa í taumana ef eitthvað fer úrskeiðis.Í myndbandi The Guardian hér fyrir neðan má sjá bílinn „sjálfkeyrandi“ á ferð um Arlington.Fréttamaður NBC í Washington-borg elti bílinn uppi. Þegar hann náði í skottið á honum og reyndi að taka myndir innan úr honum brá honum í brún þegar hann sá mennskan ökumann undir stýri dulbúinn sem bílsæti. Í ljós kom að maðurinn var á vegum Tækniháskólans í Virginíu. Talsmenn skólans sögðu að maðurinn hafi verið að safna gögnum um sjálfkeyrandi bíla. The Guardian segir líklegt að hann hafi verið að kanna viðbrögð ökumanna við sjálfkeyrandi bíl á götunum.Í tísti fréttamanns NBC Washington hér fyrir neðan má sjá ökumanninn dulbúinn sem bílsæti.This is one of the strangest things I've ever seen @nbcwashington @ARLnowDOTcom pic.twitter.com/8ipKEnkeiq— Adam Tuss (@AdamTuss) August 7, 2017
Tækni Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira