Fyrrum yfirmenn Fiat Chrysler kærðir fyrir fjárdrátt Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2017 09:07 Höfuðstöðvar Fiat Chrysler. Þrír fyrrum yfirmenn Fiat Chrysler bílasamstæðunnar hafa verið ákærðir fyrir að stela milljónum dollara úr sjóði fyrirtækisins sem ætlaður var til að standa straum af kostnaði við þjálfun starfsmanna. Einn þessara yfirmanna, Alphons Iacobelli, bar varaforstjóratitil. Hin tvö heita Monica Morgan, ekkja annars varaforstjóra Fiat Chrysler og Jerome Durden sem gegndi starfi fjármálaráðgjafa, en hann var ákærður fyrir yfirhylmingu. Rannsókn hefur leitt í ljós að Monica Morgan og þálifandi eiginmaður hennar og varaforstjóri, General Holiefield notuðu 1,2 milljónir dollara úr starfsþjálfunarsjóðnum í föt, skartgripi, hús og ferðalög. Til dæmis keyptu þau ferð með einkaflugvél sem kostaði 30.000 dollara. Iacobelli tók um eina milljón dollara úr sjóðnum til einkanota og gaf auk þess ekki upp þetta fé til skatts, svo hann þarf einnig að svara til saka til skattayfirvalda. Hann keypti til að mynda forláta Ferrari 458 Spider bíl fyrir fjármunina, leigði sér einkaflugvélar, lagfærði hús sitt og eyddi fé í margskonar annan munað. Öllum hefur þessum starfsmönnum verið vikið frá störfum frá Fiat Chrysler. Öll verða þau ákærð fyrir verknaði sína. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent
Þrír fyrrum yfirmenn Fiat Chrysler bílasamstæðunnar hafa verið ákærðir fyrir að stela milljónum dollara úr sjóði fyrirtækisins sem ætlaður var til að standa straum af kostnaði við þjálfun starfsmanna. Einn þessara yfirmanna, Alphons Iacobelli, bar varaforstjóratitil. Hin tvö heita Monica Morgan, ekkja annars varaforstjóra Fiat Chrysler og Jerome Durden sem gegndi starfi fjármálaráðgjafa, en hann var ákærður fyrir yfirhylmingu. Rannsókn hefur leitt í ljós að Monica Morgan og þálifandi eiginmaður hennar og varaforstjóri, General Holiefield notuðu 1,2 milljónir dollara úr starfsþjálfunarsjóðnum í föt, skartgripi, hús og ferðalög. Til dæmis keyptu þau ferð með einkaflugvél sem kostaði 30.000 dollara. Iacobelli tók um eina milljón dollara úr sjóðnum til einkanota og gaf auk þess ekki upp þetta fé til skatts, svo hann þarf einnig að svara til saka til skattayfirvalda. Hann keypti til að mynda forláta Ferrari 458 Spider bíl fyrir fjármunina, leigði sér einkaflugvélar, lagfærði hús sitt og eyddi fé í margskonar annan munað. Öllum hefur þessum starfsmönnum verið vikið frá störfum frá Fiat Chrysler. Öll verða þau ákærð fyrir verknaði sína.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent