Katrín Tanja vann en Sara missti forystuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. ágúst 2017 18:09 Katrín Tanja í greininni sem hún vann í dag. Mynd/Twitter-síða Crossfit Games Katrín Tanja Davíðsdóttir bar sigur úr býtum í „Strongman's Fear“, áttundu greininni í kvennaflokki á Crossfit-leikunum sem nú standa yfir í Bandaríkjunum. Fyrir sigurinn fær hún þrjú þúsund dollara í sinn hlut, janfvirði 315 þúsund króna. Katrín Tanja kláraði þrautina á 3:55 mínútum og var meira en 20 sekúndum fljótari en næsti keppandi, Tennil Reed-Beuerlin. Annie Mist Þórisdóttir kom svo næst á 4:21 mínútum en með þeim árangri skaust hún upp í þriðja sæti í heildarkeppninni. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, sem leiddi stigakeppnina fyrir þessa grein, varð að sætta sig við tíunda sæti á 5:19 mínútum og er hún dottin niður í fjórða sæti í heildarkeppninni. Það er mikil spenna á toppnum þar sem Beuerlin er á toppnum með 606 stig. Tia-Clair Toomey og Annie Mist koma svo jafnar að stigum í næstu sætum á eftir, með 592 stig. Ragnheiður Sara er svo næst með 584 stig. Katrín Tanja, ríkjandi meistari, er í sjötta sætinu með 576 stig og þokast nær efstu mönnum með sigrinum í síðustu grein. Þuríður Erla Helgadóttir er í 22. sæti í heildarkeppninni en hún hafnaði í 23. sæti í „Strongman's Fear“ á 6:40 mínútum. Björgvin Karl Guðmundsson er enn að berjast um verðlaunasæti í karlaflokki en hann datt úr þriðja sæti í það fimmta eftir síðustu grein, sem hann kláraði á 9:29 mínútum. Ríkjandi meistari, Mathew Fraser, er að rúlla upp stigakeppni karla en hann vann sína aðra grein á leikunum í dag og er nú með tæplega 100 stiga forystu á næsta mann í heildarkeppninni. Beina útsendingu frá keppni dagsins má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir bar sigur úr býtum í „Strongman's Fear“, áttundu greininni í kvennaflokki á Crossfit-leikunum sem nú standa yfir í Bandaríkjunum. Fyrir sigurinn fær hún þrjú þúsund dollara í sinn hlut, janfvirði 315 þúsund króna. Katrín Tanja kláraði þrautina á 3:55 mínútum og var meira en 20 sekúndum fljótari en næsti keppandi, Tennil Reed-Beuerlin. Annie Mist Þórisdóttir kom svo næst á 4:21 mínútum en með þeim árangri skaust hún upp í þriðja sæti í heildarkeppninni. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, sem leiddi stigakeppnina fyrir þessa grein, varð að sætta sig við tíunda sæti á 5:19 mínútum og er hún dottin niður í fjórða sæti í heildarkeppninni. Það er mikil spenna á toppnum þar sem Beuerlin er á toppnum með 606 stig. Tia-Clair Toomey og Annie Mist koma svo jafnar að stigum í næstu sætum á eftir, með 592 stig. Ragnheiður Sara er svo næst með 584 stig. Katrín Tanja, ríkjandi meistari, er í sjötta sætinu með 576 stig og þokast nær efstu mönnum með sigrinum í síðustu grein. Þuríður Erla Helgadóttir er í 22. sæti í heildarkeppninni en hún hafnaði í 23. sæti í „Strongman's Fear“ á 6:40 mínútum. Björgvin Karl Guðmundsson er enn að berjast um verðlaunasæti í karlaflokki en hann datt úr þriðja sæti í það fimmta eftir síðustu grein, sem hann kláraði á 9:29 mínútum. Ríkjandi meistari, Mathew Fraser, er að rúlla upp stigakeppni karla en hann vann sína aðra grein á leikunum í dag og er nú með tæplega 100 stiga forystu á næsta mann í heildarkeppninni. Beina útsendingu frá keppni dagsins má sjá í fréttinni hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Sjá meira