Undirskriftin staðfestir orð Bjarna Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. ágúst 2017 14:04 Því hefur verið haldið fram að Bjarni Benediktsson hafi verið starfandi innanríkisráðherra á þeim tíma sem tillagan um uppreista æru Robert Downey var tekin fyrir. Svo var þó ekki. Það var Ólöf Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, sem skrifaði undir tillöguna til forseta Íslands um að veita Robert Downey uppreist æru - en ekki Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Þetta er staðfest í afriti af tillögunni sem Bergur Þór Ingólfsson, faðir eins þolenda Róberts, birti á Facebook-síðu sinni í hádeginu. Þar má sjá undirskriftir þriggja einstaklinga, forsetans Guðna Th. Jóhannessonar, Ragnhildar Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu og fyrrnefndar Ólafar Nordal. Hugmyndir um að núverandi forsætisráðherra hafi verið yfir innanríkisráðuneytinu þegar tillagan um að veita Roberti uppreist æru virðist eiga rætur sínar í viðtali við Bjarna á RÚV fyrr í sumar. Bjarni var spurður út í hugsanlega ábyrgð sína á ákvörðuninni um að veita Roberti uppreist æru í frétt RÚV 16. júní. Þar kom fram að Bjarni hefði verið starfandi innanríkisráðherra á meðan Ólöf Nordal var í veikindaleyfi. „Nei, ég tók við niðurstöðu úr ráðuneytinu sem hafði bara fengið sína hefðbundnu meðferð,“ sagði Bjarni við RÚV þegar hann var spurður hvort hann hefði átt aðkomu að ákvörðuninni. Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni á vef RÚV kemur ekki fram í máli Bjarna að hann hafi verið starfandi innanríkisráðherra á þeim tíma þegar ákvörðunin var tekin. Í texta fréttarinnar kemur aðeins fram að hann hafi gegnt embættinu á meðan Ólöf var í veikindaleyfi. Bjarni hafnaði því í Facebook-færslu á miðvikudag að hafa verið starfandi innanríkisráðherra þegar ráðuneytið leiddi málið til lykta. Vísaði hann til leiðara Fréttablaðsins þar sem var fullyrt að Bjarni hafi skrifað upp á ákvörðunina sem sitjandi innanríkisráðherra. Tillöguna um uppreista æru Róberts, sem lögð var á borð forseta þann 16. september síðastliðinn, má sjá í færslu Bergs hér að neðan. Uppreist æru Tengdar fréttir Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey Bjarni Benediktsson segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar umdeild tillaga um að veita Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru í september í fyrra. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í morgun. 2. ágúst 2017 21:47 „Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42 „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. 29. júlí 2017 20:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Það var Ólöf Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, sem skrifaði undir tillöguna til forseta Íslands um að veita Robert Downey uppreist æru - en ekki Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Þetta er staðfest í afriti af tillögunni sem Bergur Þór Ingólfsson, faðir eins þolenda Róberts, birti á Facebook-síðu sinni í hádeginu. Þar má sjá undirskriftir þriggja einstaklinga, forsetans Guðna Th. Jóhannessonar, Ragnhildar Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu og fyrrnefndar Ólafar Nordal. Hugmyndir um að núverandi forsætisráðherra hafi verið yfir innanríkisráðuneytinu þegar tillagan um að veita Roberti uppreist æru virðist eiga rætur sínar í viðtali við Bjarna á RÚV fyrr í sumar. Bjarni var spurður út í hugsanlega ábyrgð sína á ákvörðuninni um að veita Roberti uppreist æru í frétt RÚV 16. júní. Þar kom fram að Bjarni hefði verið starfandi innanríkisráðherra á meðan Ólöf Nordal var í veikindaleyfi. „Nei, ég tók við niðurstöðu úr ráðuneytinu sem hafði bara fengið sína hefðbundnu meðferð,“ sagði Bjarni við RÚV þegar hann var spurður hvort hann hefði átt aðkomu að ákvörðuninni. Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni á vef RÚV kemur ekki fram í máli Bjarna að hann hafi verið starfandi innanríkisráðherra á þeim tíma þegar ákvörðunin var tekin. Í texta fréttarinnar kemur aðeins fram að hann hafi gegnt embættinu á meðan Ólöf var í veikindaleyfi. Bjarni hafnaði því í Facebook-færslu á miðvikudag að hafa verið starfandi innanríkisráðherra þegar ráðuneytið leiddi málið til lykta. Vísaði hann til leiðara Fréttablaðsins þar sem var fullyrt að Bjarni hafi skrifað upp á ákvörðunina sem sitjandi innanríkisráðherra. Tillöguna um uppreista æru Róberts, sem lögð var á borð forseta þann 16. september síðastliðinn, má sjá í færslu Bergs hér að neðan.
Uppreist æru Tengdar fréttir Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey Bjarni Benediktsson segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar umdeild tillaga um að veita Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru í september í fyrra. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í morgun. 2. ágúst 2017 21:47 „Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42 „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. 29. júlí 2017 20:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey Bjarni Benediktsson segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar umdeild tillaga um að veita Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru í september í fyrra. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í morgun. 2. ágúst 2017 21:47
„Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42
„Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. 29. júlí 2017 20:00