Umhverfisáhrif einnota kaffihylkja eins og Bónus selur gagnrýnd Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2017 11:30 Erfitt er að endurvinna einnota kaffihylki. Þau eru gjarnan úr blöndu áls og plasts og í þeim er oft lífrænn úrgangur. Vísir/AFP Einnota kaffihylki eins og þau sem Bónus selur nú eru sums staðar bönnuð. Milljarðar þeirra hafa verið framleiddir og er stór hluti þeirra urðaður eftir að þeim er hent í ruslið. Vísir sagði frá því í gær að Bónus hefði hafið sölu á hylkjum fyrir Nespresso-kaffivélar. Hylki Nespresso eru einnota og eru búin til úr áli. Flest önnur slík hylki á markaðinum eru úr plasti eða álfilmum. Mikil umræða hefur farið fram um umhverfisáhrif hylkjanna undanfarin ár enda hefur reynst erfitt að endurvinna þau.Útlæg hjá borgaryfirvöldum í HamborgYfirvöld í þýsku borginni Hamborg bönnuðu stofnunum sínum að kaupa hylki af þessu tagi, að því er kom fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um þau í fyrra. „Þessi einnota hylki valda óþarfa eyðslu á auðlindum og mynda úrgang sem inniheldur oft mengandi ál,“ sagði í skýrslu borgaryfirvalda. Nespresso, sem er hluti af svissneska Nestlé-veldinu, hefur ekki viljað gefa út hversu hátt hlutfall af notuðum hylkjum af þessu tagi er endurunnið en fyrirtækið rekur eigin endurvinnslu. Þess í stað hefur það lagt áherslu á endurvinnslugetu sína í opinberum svörum. Segist það geta endurunnið 80% notaðra hylkja. Fyrirtækið hefur jafnframt sagt að einnota hylkjunum sé ætlað að draga úr vatns- og kaffisóun og draga úr kolefnisfótspori hvers kaffibolla. Í umfjöllun The Guardian frá árinu 2015 kom fram að Nespresso hefði selt meira en 27 milljarða einnota hylkja til og með 2012.Framleiðendur hylkjanna verja þau og segja þau draga úr sóun þegar kaffi er lagað.Vísir/AFPGagnrýnt af fyrrverandi forstjóra NespressoÍ maí var greint frá því að Nespresso ætlaði að reyna að auðvelda breskum neytendum að endurvinna álhylkin vegna þrýstings umhverfisverndarsinna. Tilraunaverkefni hófst þá þar sem íbúar í hlutum London gátu fengið sérstakan poka undir notuð hylki fyrir endurvinnsluna sem yrðu svo sendir í endurvinnslustöð fyrirtækisins. Á meðal þeirra sem hafa verið gagnrýnir á Nespresso-hylkin er Jean-Paul Gaillard, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins sem hefur síðan stofnað eigið kaffifyrirtæki. „Þetta verður hörmung og það er kominn tími til að grípa til aðgerða vegna þess. Fólk ætti ekki að fórna umhverfinu fyrir þægindin,“ hafði ástralska fréttastöðin ABC eftir Gaillard í fyrra. Þar kom einnig fram að það tekur plast- og álhylkin á bilinu 150 til 500 ár að brotna niður eftir að þau hafa verið urðuð. Neytendur Tengdar fréttir Festi vill selja Nespresso hylkin 24. maí 2017 10:00 Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Einnota kaffihylki eins og þau sem Bónus selur nú eru sums staðar bönnuð. Milljarðar þeirra hafa verið framleiddir og er stór hluti þeirra urðaður eftir að þeim er hent í ruslið. Vísir sagði frá því í gær að Bónus hefði hafið sölu á hylkjum fyrir Nespresso-kaffivélar. Hylki Nespresso eru einnota og eru búin til úr áli. Flest önnur slík hylki á markaðinum eru úr plasti eða álfilmum. Mikil umræða hefur farið fram um umhverfisáhrif hylkjanna undanfarin ár enda hefur reynst erfitt að endurvinna þau.Útlæg hjá borgaryfirvöldum í HamborgYfirvöld í þýsku borginni Hamborg bönnuðu stofnunum sínum að kaupa hylki af þessu tagi, að því er kom fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um þau í fyrra. „Þessi einnota hylki valda óþarfa eyðslu á auðlindum og mynda úrgang sem inniheldur oft mengandi ál,“ sagði í skýrslu borgaryfirvalda. Nespresso, sem er hluti af svissneska Nestlé-veldinu, hefur ekki viljað gefa út hversu hátt hlutfall af notuðum hylkjum af þessu tagi er endurunnið en fyrirtækið rekur eigin endurvinnslu. Þess í stað hefur það lagt áherslu á endurvinnslugetu sína í opinberum svörum. Segist það geta endurunnið 80% notaðra hylkja. Fyrirtækið hefur jafnframt sagt að einnota hylkjunum sé ætlað að draga úr vatns- og kaffisóun og draga úr kolefnisfótspori hvers kaffibolla. Í umfjöllun The Guardian frá árinu 2015 kom fram að Nespresso hefði selt meira en 27 milljarða einnota hylkja til og með 2012.Framleiðendur hylkjanna verja þau og segja þau draga úr sóun þegar kaffi er lagað.Vísir/AFPGagnrýnt af fyrrverandi forstjóra NespressoÍ maí var greint frá því að Nespresso ætlaði að reyna að auðvelda breskum neytendum að endurvinna álhylkin vegna þrýstings umhverfisverndarsinna. Tilraunaverkefni hófst þá þar sem íbúar í hlutum London gátu fengið sérstakan poka undir notuð hylki fyrir endurvinnsluna sem yrðu svo sendir í endurvinnslustöð fyrirtækisins. Á meðal þeirra sem hafa verið gagnrýnir á Nespresso-hylkin er Jean-Paul Gaillard, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins sem hefur síðan stofnað eigið kaffifyrirtæki. „Þetta verður hörmung og það er kominn tími til að grípa til aðgerða vegna þess. Fólk ætti ekki að fórna umhverfinu fyrir þægindin,“ hafði ástralska fréttastöðin ABC eftir Gaillard í fyrra. Þar kom einnig fram að það tekur plast- og álhylkin á bilinu 150 til 500 ár að brotna niður eftir að þau hafa verið urðuð.
Neytendur Tengdar fréttir Festi vill selja Nespresso hylkin 24. maí 2017 10:00 Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56