Parísarbúar ætla að nota ÓL 2024 til að lífga við hrörlegasta hluta borgarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2017 18:00 Eiffel-turninn og fáni með merki Ólympíuleikanna. Vísir/Getty Parísarborg mun halda sumarólympíuleikana eftir sjö ár en þá verða liðin hundrað ár síðan að Ólympíuleikarnir fóru síðasta fram í borginni. París ætlar að nota þessa Ólympíuleika til að lífga við hrörlegasta hlut borgarinnar sem er í Seine-Saint-Denis hverfinu. Reuters segir frá. „La Joie est Libre!“ eða „Gleði framundan“ var forsíðuuppslátturinn íþróttablaðinu L'Equipe þegar ljóst var að Los Angeles borg myndi halda leikina 2028 og að París fengi því að halda Ólympíuleikana með hundrað ára millibili. Seine-Saint-Denis hverfið er fátækasti hluti Parísar en hverfið er norður og austur af miðbænum. Þar verða nú byggðar fleiri þúsund af nýjum íbúðum sem og ný sundmiðstöð. Í dag er þetta gráleitt útborgarhverfi sem er með mikið af yfirgefnum verkssmiðjum og þarna er mikil fátækt. Frakkar byggðu knattspyrnuleikvanginn Stade de France í hverfinu fyrir heimsmeistarakeppnina 1998 en hann er sjötti stærsti leikvangur Evrópu. Nú ætla Frakkar að stíga skrefinu lengra og nota þá miklu uppbyggingu sem er krafist af gestgjöfum Ólympíuleika til að taka vel til í höfuðborginni sinni. „Þetta er frábært tækifæri til að sýna að París er stærri en París,“ sagði Stephane Troussel við Reuters en hún er forseti Seine-Saint-Denis. Parísarbúar horfa til leikana í London en þar tókst mjög vel upp að byggja upp hrörleg hverfi í London. Nú ætla Frakkar að byggja upp Ólympíuþorpið í Seine-Saint-Denis og breyta því síðan í 3500 íbúðir eftir leikana. Stade de France verður Ólympíuleikvangurinn á leikunum 2024 og þá mun ný sundlaug verða byggð við hlið hans. Sundið og frjálsarnar fara því fram nánast á sama stað og það verður einnig stutt fyrir íþróttafólkið að fara í Ólympíuþorpið. Keppni mun fara fram út um alla Parísarborg enda nóg til að frábærum íþróttamannvirkjum í borginni. Heildarkostnaður vegna leikanna mun verða um sjö milljarða evra sem þykir ekki mikið í dag fyrir gestgjafa Ólympíuleikanna. Ólympíuleikar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Parísarborg mun halda sumarólympíuleikana eftir sjö ár en þá verða liðin hundrað ár síðan að Ólympíuleikarnir fóru síðasta fram í borginni. París ætlar að nota þessa Ólympíuleika til að lífga við hrörlegasta hlut borgarinnar sem er í Seine-Saint-Denis hverfinu. Reuters segir frá. „La Joie est Libre!“ eða „Gleði framundan“ var forsíðuuppslátturinn íþróttablaðinu L'Equipe þegar ljóst var að Los Angeles borg myndi halda leikina 2028 og að París fengi því að halda Ólympíuleikana með hundrað ára millibili. Seine-Saint-Denis hverfið er fátækasti hluti Parísar en hverfið er norður og austur af miðbænum. Þar verða nú byggðar fleiri þúsund af nýjum íbúðum sem og ný sundmiðstöð. Í dag er þetta gráleitt útborgarhverfi sem er með mikið af yfirgefnum verkssmiðjum og þarna er mikil fátækt. Frakkar byggðu knattspyrnuleikvanginn Stade de France í hverfinu fyrir heimsmeistarakeppnina 1998 en hann er sjötti stærsti leikvangur Evrópu. Nú ætla Frakkar að stíga skrefinu lengra og nota þá miklu uppbyggingu sem er krafist af gestgjöfum Ólympíuleika til að taka vel til í höfuðborginni sinni. „Þetta er frábært tækifæri til að sýna að París er stærri en París,“ sagði Stephane Troussel við Reuters en hún er forseti Seine-Saint-Denis. Parísarbúar horfa til leikana í London en þar tókst mjög vel upp að byggja upp hrörleg hverfi í London. Nú ætla Frakkar að byggja upp Ólympíuþorpið í Seine-Saint-Denis og breyta því síðan í 3500 íbúðir eftir leikana. Stade de France verður Ólympíuleikvangurinn á leikunum 2024 og þá mun ný sundlaug verða byggð við hlið hans. Sundið og frjálsarnar fara því fram nánast á sama stað og það verður einnig stutt fyrir íþróttafólkið að fara í Ólympíuþorpið. Keppni mun fara fram út um alla Parísarborg enda nóg til að frábærum íþróttamannvirkjum í borginni. Heildarkostnaður vegna leikanna mun verða um sjö milljarða evra sem þykir ekki mikið í dag fyrir gestgjafa Ólympíuleikanna.
Ólympíuleikar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira