Ó Reykjavík, ó Reykjavík Óttar Guðmundsson skrifar 19. ágúst 2017 06:00 Berlínarmúrinn féll haustið 1989 með brauki og bramli. Á næstu árum breyttist Berlín í stórt byggingasvæði. Gulir kranar spruttu upp úr jörðinni eins og gorkúlur á svæðum þar sem áður stóðu gaddavírsgirðingar og skriðdrekagildrur. Borgin var endurbyggð 45 árum eftir að styrjöldinni lauk. Embættismenn Reykjavíkurborgar hafa um árabil barist einarðlega gegn öllum breytingum. Fyrir einhverjum árum sótti ég um leyfi til að breyta útliti húss. Teikningarnar velktust um í borgarkerfinu eins og vegalausir túristar frá einu skrifborði til annars. Menn sögðu að útlit hússins félli ekki nægilega vel að gamalli götumynd, þakhallinn væri ekki réttur eða gluggarnir ekki nógu stórir. Ég fékk þá tilfinningu að heill her samviskusamra embættismanna gerði ekkert annað en að liggja yfir þessum teikningum með hallamál og reiknistokk. Nú eru aðrir tímar í Reykjavík og miðborgin minnir einna helst á Berlín á umbrotaárunum eftir 1990. Kranarnir eru orðnir jafnmargir og hraðahindranir á götunum. Gömul hús eru miskunnarlaust rifin til að rýma fyrir öðrum nýrri. Nú skiptir heildarmynd einstakra gatna engu máli og verktakar og hóteleigendur hafa tekið öll völd. Glerrammi er byggður utan um gamalt hús við Laugaveginn. Keimlíkar hótelbyggingar rísa af grunni úti um alla borg byggðar úr legókubbum. Borgin er að skipta um svip. Verið er að breyta miðborginni í lítið hótelþorp þar sem túristar geta skeggrætt málin hver við annan án þess að eiga á hættu að rekast á heimamenn. Næsta skref er að byggja risastórt Parísarhjól í tjörninni og rífa Iðnó og nærliggjandi hús. Borgaryfirvöld þurftu ekki heimsstyrjöld með tilheyrandi sprengjuárásum til að eyðileggja borgina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Berlínarmúrinn féll haustið 1989 með brauki og bramli. Á næstu árum breyttist Berlín í stórt byggingasvæði. Gulir kranar spruttu upp úr jörðinni eins og gorkúlur á svæðum þar sem áður stóðu gaddavírsgirðingar og skriðdrekagildrur. Borgin var endurbyggð 45 árum eftir að styrjöldinni lauk. Embættismenn Reykjavíkurborgar hafa um árabil barist einarðlega gegn öllum breytingum. Fyrir einhverjum árum sótti ég um leyfi til að breyta útliti húss. Teikningarnar velktust um í borgarkerfinu eins og vegalausir túristar frá einu skrifborði til annars. Menn sögðu að útlit hússins félli ekki nægilega vel að gamalli götumynd, þakhallinn væri ekki réttur eða gluggarnir ekki nógu stórir. Ég fékk þá tilfinningu að heill her samviskusamra embættismanna gerði ekkert annað en að liggja yfir þessum teikningum með hallamál og reiknistokk. Nú eru aðrir tímar í Reykjavík og miðborgin minnir einna helst á Berlín á umbrotaárunum eftir 1990. Kranarnir eru orðnir jafnmargir og hraðahindranir á götunum. Gömul hús eru miskunnarlaust rifin til að rýma fyrir öðrum nýrri. Nú skiptir heildarmynd einstakra gatna engu máli og verktakar og hóteleigendur hafa tekið öll völd. Glerrammi er byggður utan um gamalt hús við Laugaveginn. Keimlíkar hótelbyggingar rísa af grunni úti um alla borg byggðar úr legókubbum. Borgin er að skipta um svip. Verið er að breyta miðborginni í lítið hótelþorp þar sem túristar geta skeggrætt málin hver við annan án þess að eiga á hættu að rekast á heimamenn. Næsta skref er að byggja risastórt Parísarhjól í tjörninni og rífa Iðnó og nærliggjandi hús. Borgaryfirvöld þurftu ekki heimsstyrjöld með tilheyrandi sprengjuárásum til að eyðileggja borgina.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar