Milljarða fjárfesting HB Granda bundin við bryggju Benedikt Bóas skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Engey RE 91 við bryggju á Akranesi. Unnið er dag og nótt við að koma nýstárlegum búnaði um borð. vísir/eyþór Engey RE 91, nýtt skip HB Granda, hefur ekki enn farið í eina einustu veiðiferð en stefnt er að því að skipið sigli út á morgun í sína fyrstu veiðiferð. Þegar skipið kom til hafnar í Reykjavík í byrjun apríl var tilkynnt að það færi á veiðar í lok þess mánaðar. Síðan hafa komið upp margvísleg vandamál enda er um borð byltingarkenndur vinnslubúnaður, sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. „Þetta er nýtt fyrir mönnum og hefur aldrei áður verið gert í heiminum þannig að menn gerðu sér kannski ekki grein fyrir umfanginu. En ég vona að við séum að komast fyrir vind núna og skipið haldi til veiða á fimmtudagskvöldið sem er mun síðar en gert var ráð fyrir,“ segir Vilhjálmur en skipið hefur farið tvo tilraunatúra. Fyrirtækið Skaginn 3X hannar búnaðinn og hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands fyrir hann. Tæknin grundvallast á nýjum aðferðum við meðhöndlun fisksins og aukinni sjálfvirkni í vinnslukerfinu sem flýtir aðgerð og frágangi á afla sem á að skila mun betri gæðum. Með nýrri myndavélatækni er hver einasti fiskur myndaður, tegundagreindur og stærðarflokkaður. Ingólfur Árnason, forstjóri Skagans 3X, segir að verkefnið sé risavaxið þróunarverkefni og þróunin muni halda áfram. Vilhjálmur bendir á að töfin sé óheppileg og hafi ýmisleg áhrif á HB Granda. „Við höfum þurft að halda hinum skipunum að veiðum og verið að fá heldur minni afla inn í hús en við áætluðum. Verst kemur þetta þó við áhöfnina sem verður af tekjum.“ Skipið er einn tæknivæddasti ísfisktogari landsins og er hluti af um sjö milljarða króna fjárfestingu HB Granda. Fyrir utan íburð í tækni er einnig íburður um borð sem HB Grandi vill frekar hafa á sjó en við höfn. „Þetta eru ekki bilanir heldur er verið að koma búnaðinum í virkni. Umfangið er meira en menn gerðu ráð fyrir og er að taka mun lengri tíma en var áætlað eins og forritun og hugbúnaður.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ný Engey sjósett Nýr ísfiskitogari, Engey RE, var sjósettur á þriðjudag. 3. mars 2016 07:00 Engey komin til Reykjavíkur 7. apríl 2017 19:15 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Engey RE 91, nýtt skip HB Granda, hefur ekki enn farið í eina einustu veiðiferð en stefnt er að því að skipið sigli út á morgun í sína fyrstu veiðiferð. Þegar skipið kom til hafnar í Reykjavík í byrjun apríl var tilkynnt að það færi á veiðar í lok þess mánaðar. Síðan hafa komið upp margvísleg vandamál enda er um borð byltingarkenndur vinnslubúnaður, sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. „Þetta er nýtt fyrir mönnum og hefur aldrei áður verið gert í heiminum þannig að menn gerðu sér kannski ekki grein fyrir umfanginu. En ég vona að við séum að komast fyrir vind núna og skipið haldi til veiða á fimmtudagskvöldið sem er mun síðar en gert var ráð fyrir,“ segir Vilhjálmur en skipið hefur farið tvo tilraunatúra. Fyrirtækið Skaginn 3X hannar búnaðinn og hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands fyrir hann. Tæknin grundvallast á nýjum aðferðum við meðhöndlun fisksins og aukinni sjálfvirkni í vinnslukerfinu sem flýtir aðgerð og frágangi á afla sem á að skila mun betri gæðum. Með nýrri myndavélatækni er hver einasti fiskur myndaður, tegundagreindur og stærðarflokkaður. Ingólfur Árnason, forstjóri Skagans 3X, segir að verkefnið sé risavaxið þróunarverkefni og þróunin muni halda áfram. Vilhjálmur bendir á að töfin sé óheppileg og hafi ýmisleg áhrif á HB Granda. „Við höfum þurft að halda hinum skipunum að veiðum og verið að fá heldur minni afla inn í hús en við áætluðum. Verst kemur þetta þó við áhöfnina sem verður af tekjum.“ Skipið er einn tæknivæddasti ísfisktogari landsins og er hluti af um sjö milljarða króna fjárfestingu HB Granda. Fyrir utan íburð í tækni er einnig íburður um borð sem HB Grandi vill frekar hafa á sjó en við höfn. „Þetta eru ekki bilanir heldur er verið að koma búnaðinum í virkni. Umfangið er meira en menn gerðu ráð fyrir og er að taka mun lengri tíma en var áætlað eins og forritun og hugbúnaður.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ný Engey sjósett Nýr ísfiskitogari, Engey RE, var sjósettur á þriðjudag. 3. mars 2016 07:00 Engey komin til Reykjavíkur 7. apríl 2017 19:15 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira