Papco segir upp fólki vegna komu Costco Haraldur Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Papco segja heljarinnar salernispappírssölu í Costco. vísir/ernir Sala Papco á salernispappír og öðrum hreinlætisvörum hefur dregist saman um allt að 30 prósent frá opnun Costco í Garðabæ í maí. Fyrirtækið, sem er eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír, hefur síðan þá sagt sex starfsmönnum upp störfum eða einni fullmannaðri vakt í framleiðslu. „Staðan er sú að það er alveg heljarinnar sala búin að fara í gegnum Costco og það hefur mikil áhrif á okkur sem íslenskan framleiðanda. Þetta hefur áhrif á okkar framleiðslu og starfsemi og við höfum þurft að aðlagast þessu,“ segir Alexander Kárason, aðstoðarframkvæmdastjóri Papco, í samtali við Fréttablaðið.Alexander Kárason, aðstoðarframkvæmdastjóri Papco.vísir/ernirPapco selur vörur í heildsölu til verslana, fyrirtækja og stofnana. Um 35 manns vinna nú hjá fyrirtækinu. Costco hefur að sögn Alexanders ekki keypt vörur af Papco til smásölu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur sala á hreinlætisvörum í öðrum verslunum hér á landi dregist töluvert saman frá opnuninni í Kauptúni. „Það versta er að í Costco eru vörur seldar undir kostnaðarverði út úr búð. Það er eitthvað sem er ekki hægt að nálgast því pappírinn er náttúrulega á heimsmarkaðsverði eins og olía og stál. Samkeppni er fín og við höfum átt í mikilli samkeppni við innfluttan pappír síðustu ár og áratugi. Erlendi pappírinn hefur þannig stýrt verðlagningunni. Það sem er óskiljandi fyrir okkur er að pappírinn er töluvert ódýrari hjá Costco hér á landi heldur en hjá verslunum fyrirtækisins í Bretlandi,“ segir Alexander. Richard Kristinsson, framkvæmdastjóri Mjallar Friggjar, sem framleiðir uppþvottalög, þvottaefni og aðrar hreinlætisvörur, óttast ekki að koma Costco hafi langvarandi áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Við erum lítið á neytendamarkaði og að því leytinu til hefur þetta engin áhrif á okkur. Þetta hefur smávægileg áhrif þegar kemur að minni fyrirtækjum sem hafa verið að versla við okkur en fara og kaupa sambærilega vöru í Costco. Hins vegar hefur komið upp að pakkningastærðir og annað hjá Costco hentar ekki og þá hafa margir komið aftur til okkar. Langvarandi og stórvægileg áhrif gagnvart okkur verða því mjög lítil,“ segir Richard. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
Sala Papco á salernispappír og öðrum hreinlætisvörum hefur dregist saman um allt að 30 prósent frá opnun Costco í Garðabæ í maí. Fyrirtækið, sem er eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír, hefur síðan þá sagt sex starfsmönnum upp störfum eða einni fullmannaðri vakt í framleiðslu. „Staðan er sú að það er alveg heljarinnar sala búin að fara í gegnum Costco og það hefur mikil áhrif á okkur sem íslenskan framleiðanda. Þetta hefur áhrif á okkar framleiðslu og starfsemi og við höfum þurft að aðlagast þessu,“ segir Alexander Kárason, aðstoðarframkvæmdastjóri Papco, í samtali við Fréttablaðið.Alexander Kárason, aðstoðarframkvæmdastjóri Papco.vísir/ernirPapco selur vörur í heildsölu til verslana, fyrirtækja og stofnana. Um 35 manns vinna nú hjá fyrirtækinu. Costco hefur að sögn Alexanders ekki keypt vörur af Papco til smásölu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur sala á hreinlætisvörum í öðrum verslunum hér á landi dregist töluvert saman frá opnuninni í Kauptúni. „Það versta er að í Costco eru vörur seldar undir kostnaðarverði út úr búð. Það er eitthvað sem er ekki hægt að nálgast því pappírinn er náttúrulega á heimsmarkaðsverði eins og olía og stál. Samkeppni er fín og við höfum átt í mikilli samkeppni við innfluttan pappír síðustu ár og áratugi. Erlendi pappírinn hefur þannig stýrt verðlagningunni. Það sem er óskiljandi fyrir okkur er að pappírinn er töluvert ódýrari hjá Costco hér á landi heldur en hjá verslunum fyrirtækisins í Bretlandi,“ segir Alexander. Richard Kristinsson, framkvæmdastjóri Mjallar Friggjar, sem framleiðir uppþvottalög, þvottaefni og aðrar hreinlætisvörur, óttast ekki að koma Costco hafi langvarandi áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Við erum lítið á neytendamarkaði og að því leytinu til hefur þetta engin áhrif á okkur. Þetta hefur smávægileg áhrif þegar kemur að minni fyrirtækjum sem hafa verið að versla við okkur en fara og kaupa sambærilega vöru í Costco. Hins vegar hefur komið upp að pakkningastærðir og annað hjá Costco hentar ekki og þá hafa margir komið aftur til okkar. Langvarandi og stórvægileg áhrif gagnvart okkur verða því mjög lítil,“ segir Richard.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira