Hundruð manna grófust undir aurflóði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Margir óðu út í drulluna í von um að bjarga ástvinum sínum. Það er hættulegt verk sé fólk ekki nægilega hávaxið til að standa upp úr forinni. vísir/afp Óttast er að hundruð hafi látist eftir að aurskriða fór yfir úthverfi Freetown, höfuðborg Síerra Leóne. Fjölmargar ólöglegar byggingar höfðu verið reistar á því svæði sem aurinn flæddi yfir. „Það er líklegt að hundruð liggi grafin undir framburðinum,“ segir Victor Foh, varaforseti landsins. „Þetta er skelfilegur atburður. Ég er algjörlega niðurbrotinn. Sem stendur vinnum við að því að girða svæðið af og koma fólki af vettvangi.“ „Hingað hafa komið yfir 300 lík og talan fer bara hækkandi,“ sagði Mohamed Sinneh, starfsmaður líkhúss í Freetown, við AFP fréttaveituna. Hann bætti því við að geymslur hússins væru yfirfullar. Tölur frá Rauða krossinum herma að að minnsta kosti 200 hafi farist. Næsta víst er talið að það sé vanáætlað. Hersveitir og björgunarlið hafa verið kallaðar út til að bjarga fólki úr rústum húsa sinna. Talið er ólíklegt að fólk sem lenti í flóðinu muni komast lífs af. Ríkissjónvarp landsins rauf útsendingu til að sýna frá björgunaraðgerðum. Myndirnar voru sláandi. Sumstaðar óð fólk aur upp að hálsi í örvæntingarfullri tilraun til að finna ástvini sem lentu undir forinni. Björgunaraðgerðir eru sérstaklega varasamar á svæðinu. Aurinn er þéttur ásjónar en sé fæti drepið óvarlega niður er mikil hætta á að hann geti gleypt mann. Flóð eru algeng í höfuðborginni en aðeins eru tvö ár síðan tíu fórust í höfuðborginni Freetown, sem er á vesturströnd Afríku, í flóðum. Um milljón manns býr í borginni en þúsundir töpuðu heimili sínu þá. Ljóst er að tjónið nú er enn meira því heilu hverfin hurfu af yfirborði jarðar í aurflóðinu. Ástæðu flóðsins má rekja til mikils úrhellis sem verið hefur í landinu undanfarna daga. Í ósamþykktum byggðum og fátækum hverfum er algengt að ástandi holræsa og vega sé ábótavant. Sumstaðar er ekki um það að ræða að slík mannvirki séu til staðar. Afleiðingin getur verið sú að regnvatn rennur ekki í rörum neðan jarðar heldur safnast saman ofanjarðar með fyrrgreindum afleiðingum. Birtist í Fréttablaðinu Síerra Leóne Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Sjá meira
Óttast er að hundruð hafi látist eftir að aurskriða fór yfir úthverfi Freetown, höfuðborg Síerra Leóne. Fjölmargar ólöglegar byggingar höfðu verið reistar á því svæði sem aurinn flæddi yfir. „Það er líklegt að hundruð liggi grafin undir framburðinum,“ segir Victor Foh, varaforseti landsins. „Þetta er skelfilegur atburður. Ég er algjörlega niðurbrotinn. Sem stendur vinnum við að því að girða svæðið af og koma fólki af vettvangi.“ „Hingað hafa komið yfir 300 lík og talan fer bara hækkandi,“ sagði Mohamed Sinneh, starfsmaður líkhúss í Freetown, við AFP fréttaveituna. Hann bætti því við að geymslur hússins væru yfirfullar. Tölur frá Rauða krossinum herma að að minnsta kosti 200 hafi farist. Næsta víst er talið að það sé vanáætlað. Hersveitir og björgunarlið hafa verið kallaðar út til að bjarga fólki úr rústum húsa sinna. Talið er ólíklegt að fólk sem lenti í flóðinu muni komast lífs af. Ríkissjónvarp landsins rauf útsendingu til að sýna frá björgunaraðgerðum. Myndirnar voru sláandi. Sumstaðar óð fólk aur upp að hálsi í örvæntingarfullri tilraun til að finna ástvini sem lentu undir forinni. Björgunaraðgerðir eru sérstaklega varasamar á svæðinu. Aurinn er þéttur ásjónar en sé fæti drepið óvarlega niður er mikil hætta á að hann geti gleypt mann. Flóð eru algeng í höfuðborginni en aðeins eru tvö ár síðan tíu fórust í höfuðborginni Freetown, sem er á vesturströnd Afríku, í flóðum. Um milljón manns býr í borginni en þúsundir töpuðu heimili sínu þá. Ljóst er að tjónið nú er enn meira því heilu hverfin hurfu af yfirborði jarðar í aurflóðinu. Ástæðu flóðsins má rekja til mikils úrhellis sem verið hefur í landinu undanfarna daga. Í ósamþykktum byggðum og fátækum hverfum er algengt að ástandi holræsa og vega sé ábótavant. Sumstaðar er ekki um það að ræða að slík mannvirki séu til staðar. Afleiðingin getur verið sú að regnvatn rennur ekki í rörum neðan jarðar heldur safnast saman ofanjarðar með fyrrgreindum afleiðingum.
Birtist í Fréttablaðinu Síerra Leóne Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Sjá meira