Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega 11. ágúst 2017 23:23 Landssamtök sauðfjárbænda segja verðlækkunina samsvara 1.800 milljóna króna launalækkun fyrir stéttina. Það muni bætast við þær 600 milljónir sem bændur hafi tekið á sig í fyrra. Vísir/Vilhelm Íslenskir sauðfjárbændur segja stöðu þeirra vera grafalvarlega. Útlit er fyrir þriðjungs lækkun á afurðaverði í haust, eftir tíu prósenta lækkun í fyrra. Landssamtök sauðfjárbænda segja mikilvægt að bændur og stjórnvöld taki höndum saman til að leysa vandann sem fyrst. Bæði til skamms- og langs tíma. Samtökin segja verðlækkunina samsvara 1.800 milljóna króna launalækkun fyrir stéttina. Það muni bætast við þær 600 milljónir sem bændur hafi tekið á sig í fyrra. „Þriðjungur af kindakjötsframleiðslunni er fluttur úr landi og seldur á erlendum mörkuðum. Sú sala hefur ekki gengið sem skyldi að undanförnu vegna ytri aðstæðna sem íslenskir sauðfjárbændur hafa engu ráðið um. Útlit er fyrir að birgðir við upphaf sláturtíðar verði allt að 1.000 tonnum meiri en æskilegt væri,“ segir í tilkynningu frá samtökunum, sem Oddný Steina Valsdóttir, formaður, skrifar undir. Þá segir að helstu ástæðurnar séu viðskiptadeila vesturveldanna við Rússa, lokun Noregsmarkaðar, sem áður tók við um 600 tonnum á ári, og hátt gengi krónunnar. Þar að auki hafi fríverslunarsamningur Íslands og Kína enn ekki verið virkjaður fyrir lambakjöt, þó rúm þrjú ár séu frá því að samningurinn var undirritaður. „Þessi staða er grafalvarleg eins og bændur hafa bent á. Margra mánaða viðræður við stjórnvöld um viðbrögð við aðsteðjandi bráðavanda hafa því miður litlu skilað. Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt að nýgerðum búvörusamningi megi kenna um það hvernig komið er. Enn er áhrifa hans ekki farið að gæta í framleiðslu á kindakjöti. Vinna við endurskoðun er hafin og á að ljúka 2019. Að henni koma bændur með opnum hug. Fjármálaráðherra og ríkisstjórnin öll hefur öll færi á að koma sínum áherslum þar að, en hann hefur enn ekki lýst neinu efnislega um þær breytingar sem hann vill sjá.“ Samtökin segja einnig að verði vandinn ekki leystur án tafar sé hætt á verulegri byggðaröskun á næstu misserum. Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar Sjá meira
Íslenskir sauðfjárbændur segja stöðu þeirra vera grafalvarlega. Útlit er fyrir þriðjungs lækkun á afurðaverði í haust, eftir tíu prósenta lækkun í fyrra. Landssamtök sauðfjárbænda segja mikilvægt að bændur og stjórnvöld taki höndum saman til að leysa vandann sem fyrst. Bæði til skamms- og langs tíma. Samtökin segja verðlækkunina samsvara 1.800 milljóna króna launalækkun fyrir stéttina. Það muni bætast við þær 600 milljónir sem bændur hafi tekið á sig í fyrra. „Þriðjungur af kindakjötsframleiðslunni er fluttur úr landi og seldur á erlendum mörkuðum. Sú sala hefur ekki gengið sem skyldi að undanförnu vegna ytri aðstæðna sem íslenskir sauðfjárbændur hafa engu ráðið um. Útlit er fyrir að birgðir við upphaf sláturtíðar verði allt að 1.000 tonnum meiri en æskilegt væri,“ segir í tilkynningu frá samtökunum, sem Oddný Steina Valsdóttir, formaður, skrifar undir. Þá segir að helstu ástæðurnar séu viðskiptadeila vesturveldanna við Rússa, lokun Noregsmarkaðar, sem áður tók við um 600 tonnum á ári, og hátt gengi krónunnar. Þar að auki hafi fríverslunarsamningur Íslands og Kína enn ekki verið virkjaður fyrir lambakjöt, þó rúm þrjú ár séu frá því að samningurinn var undirritaður. „Þessi staða er grafalvarleg eins og bændur hafa bent á. Margra mánaða viðræður við stjórnvöld um viðbrögð við aðsteðjandi bráðavanda hafa því miður litlu skilað. Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt að nýgerðum búvörusamningi megi kenna um það hvernig komið er. Enn er áhrifa hans ekki farið að gæta í framleiðslu á kindakjöti. Vinna við endurskoðun er hafin og á að ljúka 2019. Að henni koma bændur með opnum hug. Fjármálaráðherra og ríkisstjórnin öll hefur öll færi á að koma sínum áherslum þar að, en hann hefur enn ekki lýst neinu efnislega um þær breytingar sem hann vill sjá.“ Samtökin segja einnig að verði vandinn ekki leystur án tafar sé hætt á verulegri byggðaröskun á næstu misserum.
Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar Sjá meira