Framleiðandi Firefox-vafrans tekur á gervifréttum Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2017 10:05 Mozilla telur gervifréttir ganga gegn markmiði sínu um að veraldarvefurinn sé opin auðlind fyrir almenning um allan heim. Vísir/AFP Hugbúnaðarfyrirtækið Mozilla sem stendur að baki Firefox-vefvafranum stefnir á samstarf við fyrirtæki og hagsmunahópa um hvernig hægt sé að ráða bót á dreifingu gervifrétta á netinu. Katharina Borchert, yfirmaður nýsköpunar hjá Mozilla, segir að barátta gegn gervifréttum sé náttúrulegt viðfangsefni fyrir fyrirtækið þar sem að villandi upplýsingar af þessu tagi gangi þvert á yfirlýst markmið þess um að netið sé alþjóðlegur upplýsingagrunnur fyrir almenning. „Ef okkur tekst ekki að draga úr þeirri andlegu byrði á fólk að þurfa að hafa stanslausar áhyggjur af því hvort að upplýsingar séu trúverðugar þá dregur það úr gildi opins internets fyrir alla sem taka þátt og veldur mörgum vandamálum í framtíðinni,“ segir Borchert við Business Insider.Rannsakaði útbreiðslu og áhrif gervifrétta í kringum kosningarVerkefni Mozilla nefnist Upplýsingatraustsfrumkvæði Mozilla (e. Mozilla Information Trust Inititative). Í tengslum við það ætlar fyrirtækið að birta skýrslu um áhrif gervifrétta á netverja. Mozilla rannsakaði fréttalestur notenda sem samþykktu að taka þátt á tímabili fyrir og eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Skýrslan mun sýna hversu útbreiddar gervifréttir voru og hvaða áhrif þær höfðu á hegðun fólks. Biður fyrirtækið önnur fyrirtæki um að fara yfir sín gögn til að hægt sé að auka skilning á gervifréttum enn frekar. Tilgangurinn er að netfyrirtæki geti komið sér saman um hvernig þau rannsaka gervifréttir og útbreiðslu þeirra. Tækni Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtækið Mozilla sem stendur að baki Firefox-vefvafranum stefnir á samstarf við fyrirtæki og hagsmunahópa um hvernig hægt sé að ráða bót á dreifingu gervifrétta á netinu. Katharina Borchert, yfirmaður nýsköpunar hjá Mozilla, segir að barátta gegn gervifréttum sé náttúrulegt viðfangsefni fyrir fyrirtækið þar sem að villandi upplýsingar af þessu tagi gangi þvert á yfirlýst markmið þess um að netið sé alþjóðlegur upplýsingagrunnur fyrir almenning. „Ef okkur tekst ekki að draga úr þeirri andlegu byrði á fólk að þurfa að hafa stanslausar áhyggjur af því hvort að upplýsingar séu trúverðugar þá dregur það úr gildi opins internets fyrir alla sem taka þátt og veldur mörgum vandamálum í framtíðinni,“ segir Borchert við Business Insider.Rannsakaði útbreiðslu og áhrif gervifrétta í kringum kosningarVerkefni Mozilla nefnist Upplýsingatraustsfrumkvæði Mozilla (e. Mozilla Information Trust Inititative). Í tengslum við það ætlar fyrirtækið að birta skýrslu um áhrif gervifrétta á netverja. Mozilla rannsakaði fréttalestur notenda sem samþykktu að taka þátt á tímabili fyrir og eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Skýrslan mun sýna hversu útbreiddar gervifréttir voru og hvaða áhrif þær höfðu á hegðun fólks. Biður fyrirtækið önnur fyrirtæki um að fara yfir sín gögn til að hægt sé að auka skilning á gervifréttum enn frekar. Tilgangurinn er að netfyrirtæki geti komið sér saman um hvernig þau rannsaka gervifréttir og útbreiðslu þeirra.
Tækni Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira