Klúr kláraheiti kölluðu á hestanafnanefndina Benedikt Bóas skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Mósan ásamt Guðrúnu Þóru Björgvinsdóttur. MYND/KOLBRÚN HRAFNSDÓTTIR Jón Baldur Lorange, verkefnastjóri hjá MAST og WorldFeng skráningarkerfinu, segir að hestanafnanefndin hafi verið sett á laggirnar af illri nauðsyn. Nánast allir hestaeigendur nefni hrossin sín góðum og gildum íslenskum nöfnum en ekki allir. „Nöfnin eiga ekki að vera klúr eða skammstafanir og með ruddalegri meiningu. Það var farið að gefa hrossum slík nöfn og þá þarf að grípa inn í,“ segir hann. Fréttablaðið greindi frá hestanafnanefndinni í gær en í henni eiga tveir sæti. Annar er skipaður af ábyrgðarmanni hrossaræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og formanni skýrsluhaldsnefndar FEIF, alþjóðasamtaka íslenska hestsins. Nefndin hefur hafnað nafninu Mósunni á þeirri forsendu að nöfn með greini brjóta í bága við íslenska nafnahefð og vegna þess að sérnöfn eru í sjálfu sér nokkurs konar jafngildi orða með greini. Hesteigendur geta skráð nafn á hross sín í WorldFeng. Nafni á hrossi er hægt að breyta þangað til hrossið hefur verið sýnt í kynbótadómi eða tekið þátt í keppni sem er skráð í WorldFeng. Þá er ekki hægt að breyta nafni eftir að hrossið hefur eignast skráð afkvæmi. Hesteigendur geta haft nafnabanka WorldFengs til viðmiðunar við nafngjöf, en vilji þeir nefna hrossið öðru nafni er hægt að sækja um leyfi fyrir því. Sé nafnið samþykkt er því bætt í nafnabankann. Jón segir að ákveðið hafi verið að herða á nafnareglunum á síðasta aðalfundi FEIF sem fram fór í Helsinki í ár. „Eitt af einkennum íslenska hestsins er íslenska nafnið. Það eru 99,9 prósent sammála því að halda í íslenska nafnahefð. Auðvitað hefur það verið þannig í gegnum tíðina að hrossunum hafa verið gefin ýmis nöfn og þá endar það þannig að það þarf að setja reglur því það var verið að gefa nöfn út í loftið. Þess vegna var sett inn kerfi hjá WorldFeng með nafnabanka og þar er búið að lesa inn nafnið á íslensku þannig að framburðurinn heyrist. Við erum með þessu að halda íslenskunni á lofti,“ segir hann. Jón bendir á að útlendingar vilji hafa íslenskt nafn á íslenska hrossinu sínu og þetta hafi verið gert að stórum hluta að beiðni erlendis frá. „Þeir vilja ekki kaupa íslenskt hross með útlensku nafni. Nema Hollendingar, þeir hafa verið svolítið á móti þessu. Örfáir Íslendingar líka.“ Hann bendir einnig á að nafnanefndin tengist ekki stjórnvöldum á nokkurn hátt. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Landbúnaður Tengdar fréttir Nefnd um hestanöfn neitar nafni Mósunnar Bóndi á Skeggsstöðum fær ekki að nefna þriggja vetra merina sína Mósuna en frá febrúar hefur hestanafnanefnd úrslitavald um hvað hross megi heita. Atvinnuvegaráðuneytið skoðar nú á hvaða lagagrunni nefndin starfar. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Jón Baldur Lorange, verkefnastjóri hjá MAST og WorldFeng skráningarkerfinu, segir að hestanafnanefndin hafi verið sett á laggirnar af illri nauðsyn. Nánast allir hestaeigendur nefni hrossin sín góðum og gildum íslenskum nöfnum en ekki allir. „Nöfnin eiga ekki að vera klúr eða skammstafanir og með ruddalegri meiningu. Það var farið að gefa hrossum slík nöfn og þá þarf að grípa inn í,“ segir hann. Fréttablaðið greindi frá hestanafnanefndinni í gær en í henni eiga tveir sæti. Annar er skipaður af ábyrgðarmanni hrossaræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og formanni skýrsluhaldsnefndar FEIF, alþjóðasamtaka íslenska hestsins. Nefndin hefur hafnað nafninu Mósunni á þeirri forsendu að nöfn með greini brjóta í bága við íslenska nafnahefð og vegna þess að sérnöfn eru í sjálfu sér nokkurs konar jafngildi orða með greini. Hesteigendur geta skráð nafn á hross sín í WorldFeng. Nafni á hrossi er hægt að breyta þangað til hrossið hefur verið sýnt í kynbótadómi eða tekið þátt í keppni sem er skráð í WorldFeng. Þá er ekki hægt að breyta nafni eftir að hrossið hefur eignast skráð afkvæmi. Hesteigendur geta haft nafnabanka WorldFengs til viðmiðunar við nafngjöf, en vilji þeir nefna hrossið öðru nafni er hægt að sækja um leyfi fyrir því. Sé nafnið samþykkt er því bætt í nafnabankann. Jón segir að ákveðið hafi verið að herða á nafnareglunum á síðasta aðalfundi FEIF sem fram fór í Helsinki í ár. „Eitt af einkennum íslenska hestsins er íslenska nafnið. Það eru 99,9 prósent sammála því að halda í íslenska nafnahefð. Auðvitað hefur það verið þannig í gegnum tíðina að hrossunum hafa verið gefin ýmis nöfn og þá endar það þannig að það þarf að setja reglur því það var verið að gefa nöfn út í loftið. Þess vegna var sett inn kerfi hjá WorldFeng með nafnabanka og þar er búið að lesa inn nafnið á íslensku þannig að framburðurinn heyrist. Við erum með þessu að halda íslenskunni á lofti,“ segir hann. Jón bendir á að útlendingar vilji hafa íslenskt nafn á íslenska hrossinu sínu og þetta hafi verið gert að stórum hluta að beiðni erlendis frá. „Þeir vilja ekki kaupa íslenskt hross með útlensku nafni. Nema Hollendingar, þeir hafa verið svolítið á móti þessu. Örfáir Íslendingar líka.“ Hann bendir einnig á að nafnanefndin tengist ekki stjórnvöldum á nokkurn hátt.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Landbúnaður Tengdar fréttir Nefnd um hestanöfn neitar nafni Mósunnar Bóndi á Skeggsstöðum fær ekki að nefna þriggja vetra merina sína Mósuna en frá febrúar hefur hestanafnanefnd úrslitavald um hvað hross megi heita. Atvinnuvegaráðuneytið skoðar nú á hvaða lagagrunni nefndin starfar. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Nefnd um hestanöfn neitar nafni Mósunnar Bóndi á Skeggsstöðum fær ekki að nefna þriggja vetra merina sína Mósuna en frá febrúar hefur hestanafnanefnd úrslitavald um hvað hross megi heita. Atvinnuvegaráðuneytið skoðar nú á hvaða lagagrunni nefndin starfar. 24. ágúst 2017 06:00