Dúkur dreginn yfir umdeilda styttu í Charlottesville Kjartan Kjartansson skrifar 24. ágúst 2017 10:40 Styttan af Robert E. Lee í Frelsisgarðinum í Charlottesville er nú hulin svörtum dúk. Vísir/AFP Borgaryfirvöld í Charlottesville hafa hulið styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna, með svörtum dúk til að heiðra minningu konu sem hvítur þjóðernissinni drap þar fyrir tæpum tveimur vikum. Hópur hvítra þjóðernissinna safnaðist saman í Charlottesville í Virginíuríki laugardaginn 12. ágúst. Yfirlýst tilefni samkomu þeirra var mótmæli gegn áformum borgaryfirvalda um að fjarlægja styttuna af Lee. Fljótlega sauð upp úr á milli þeirra og mótmælenda sem andæfðu skoðunum þeirra og götuslagsmál brutust út.Einn hvítu þjóðernisöfgamannanna ók í gegnum hóp mótmælenda í göngugötu með þeim afleiðingum að 32 ára gömul kona lést og hátt í tuttugu aðrir særðust.Vilja fjarlægja stytturnar endanlegaBorgarráðið samþykkti samhljóða að hylja styttuna af Lee og Thomas „Stonewall“ Jackson, öðrum leiðtoga gömlu Suðurríkjanna, á fundi fyrr í vikunni. Borgarstarfsmenn breiddu svartan dúk yfir þær í gær við lófatak viðstaddra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Yfirvöld vilja fjarlægja stytturnar af þeim Lee og Jackson en geta það ekki á meðan dómstólar fjalla um kærur sem komu fram vegna þeirra áforma. Styttur og aðrir minnisvarðar um Suðurríkin eru umdeild í Bandaríkjunum. Talsmenn þeirra segja þá aðeins merki um stolt suðurríkjafólks. Fjölmargir telja þær hins vegar tákn um kynþáttahyggju og hatur. Samkoma hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville var sú stærsta í Bandaríkjunum í áratugi. Donald Trump forseti var gagnrýndur harðlega fyrir viðbrögð sín við henni, ekki síst þegar hann kenndi báðum fylkingum um ofbeldið þar. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Borgarstjórinn krefst þess að styttan fari Borgarstjóri Charlottesville segir minnisvarða um Þrælastríðið bjóða hættunni heim. 18. ágúst 2017 20:45 Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Borgaryfirvöld í Charlottesville hafa hulið styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna, með svörtum dúk til að heiðra minningu konu sem hvítur þjóðernissinni drap þar fyrir tæpum tveimur vikum. Hópur hvítra þjóðernissinna safnaðist saman í Charlottesville í Virginíuríki laugardaginn 12. ágúst. Yfirlýst tilefni samkomu þeirra var mótmæli gegn áformum borgaryfirvalda um að fjarlægja styttuna af Lee. Fljótlega sauð upp úr á milli þeirra og mótmælenda sem andæfðu skoðunum þeirra og götuslagsmál brutust út.Einn hvítu þjóðernisöfgamannanna ók í gegnum hóp mótmælenda í göngugötu með þeim afleiðingum að 32 ára gömul kona lést og hátt í tuttugu aðrir særðust.Vilja fjarlægja stytturnar endanlegaBorgarráðið samþykkti samhljóða að hylja styttuna af Lee og Thomas „Stonewall“ Jackson, öðrum leiðtoga gömlu Suðurríkjanna, á fundi fyrr í vikunni. Borgarstarfsmenn breiddu svartan dúk yfir þær í gær við lófatak viðstaddra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Yfirvöld vilja fjarlægja stytturnar af þeim Lee og Jackson en geta það ekki á meðan dómstólar fjalla um kærur sem komu fram vegna þeirra áforma. Styttur og aðrir minnisvarðar um Suðurríkin eru umdeild í Bandaríkjunum. Talsmenn þeirra segja þá aðeins merki um stolt suðurríkjafólks. Fjölmargir telja þær hins vegar tákn um kynþáttahyggju og hatur. Samkoma hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville var sú stærsta í Bandaríkjunum í áratugi. Donald Trump forseti var gagnrýndur harðlega fyrir viðbrögð sín við henni, ekki síst þegar hann kenndi báðum fylkingum um ofbeldið þar.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Borgarstjórinn krefst þess að styttan fari Borgarstjóri Charlottesville segir minnisvarða um Þrælastríðið bjóða hættunni heim. 18. ágúst 2017 20:45 Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41
Borgarstjórinn krefst þess að styttan fari Borgarstjóri Charlottesville segir minnisvarða um Þrælastríðið bjóða hættunni heim. 18. ágúst 2017 20:45
Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00