Nikolaj Coster-Waldau sem leikur Jamie Lannister í þáttunum Game Of Thrones hefur gefið upp að hann byrji aftur í tökum í október.
„Ég vissi hvað myndi gerast í fyrstu þremur þáttaröðunum. Eftir það höfum við tekið eina þáttaröð í einu. Maður fær handritið mánuði eða sex vikum áður en tökur hefjast, og þá veistu hvað gerist í þeirri þáttaröð. Við byrjum aftur í október, svo kannski fáum við handritin á næstu vikum og komumst að því. Ég er mjög forvitinn,“ sagði Nikolaj í viðtali við Collider.
HBO hefur ekki staðfest tökuáætlun eða frumsýningardag en þáttaröðin verður aðeins sex þættir.
Tökur á áttundu þáttaröð Game Of Thrones hefjast í október

Tengdar fréttir

Game of Thrones: Bastarðar og erfið verkefni
Þrátt fyrir að lítið hafi verið um hasar vörpuðu framleiðendurnir þó nokkrum stórum sprengjum.