Fjöldi Íslendinga í Flórída flýr undan Irmu Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2017 00:01 Frá Turnpike í Flórída, sem er ein af þremur aðalleiðum fylkisins, en umferðin þar hefur verið mjög þétt undanfarna tvo sólarhringa. Vísir/Getty „Ef einhver er í vandræðum og póstar á þessa síðu er ég alveg viss um að einhver myndi svara þeirra hjálparbeiðni,“ segir Pétur Már Sigurðsson, formaður félagsins Íslendingar í Flórída, um Facebook-síðuna sem félagið rekur. Fellibylurinn Irma stefnir nú hraðbyri á Flórídaskaga. Talið er að ytri bönd fellbylsins muni ná Miami annað kvöld en Pétur segir að vonast sé til að Irma verði farin af skaganum um hádegi næstkomandi mánudag. Staðan í Flórída er sú að allir sem eru við ströndina og við skerjagarð skagans er skipað að fara inn í landi og er engin undantekning frá því.Pétur Sigurðsson, formaður félagsins Íslendingar í Flórída.AðsendIrma mun ryðja á undan sér flóðbylgju sem getur náð allt að fjögurra metra hæð sem er hærra en lægstu hús. Þess vegna er skylda að yfirgefa strandlengjuna og fara inn í land og hafa fjöldi Íslendinga þurft að gera þar. Einhverjir hafa leitað á náðir Íslendingafélagsins í Flórída og þá hefur einnig verið hægt að fá aðstoð frá ræðismönnum á svæðinu. Pétur segir mjög erfitt að áætla hversu margir Íslendingar eru í Flórída þessa dagana. Til að mynda var um þrjátíu þúsund íbúum og 25 þúsund ferðamönnum í grennd við Miami skipað upp á meginlandi og segir Pétur næsta víst að fjöldi Íslenindga hafi verið þar. „Þeir Íslendingar sem ég þekki sem eru þarna suður frá fóru allir inn í land. Það eru einhver hundruð,“ segir Pétur. Hann bendir á að um nítján milljónir séu í Flórída og um fjórar til fimm milljónir séu á vegunum að reyna að koma sér í burtu. „Einhverstaðar sá ég að einhverjir voru búnir að vera 20 klukkutíma þar sem átti að vera nokkurra tíma leið,“ segir Pétur Már. Þrjár aðalleiðir eru í Flórída, Interstate 75, Interstate 95 og Turnpike. „Það er búið að vera bíll við bíl á þeim götum í tvo sólarhringa.“ Hann segir að brottflutningarnir gangi þó nokkuð vel og það megi þakka allsherjar almannavarnaæfingu sem var haldin í fylkinu fyrir nokkrum árum. „Sú æfing miðaðist við hvað við gerum í versta tilfelli, það er að segja ef stór fellibylur eins og Irma kemur upp skagann og hefur áhrif á allt heila fylkið,“ segir Pétur. Allar takmarkanir varðandi þungaflutninga og svefntíma bílstjóra hafa verið felldar niður tímabundið svo hægt sé að koma bensíni á bensínstöðvar og lagt áherslu á að nóg bensíns sé á bensínstöðvum í kringum þessar þrjár stofnbrautir. Pétur er búinn að búa á Flórída í 19 ár, en hann er með hús í Ventura í Orlando. Hann undirbýr sig vel fyrir fellibylji og keyptir sér rafstöð árið 2004 sem hefur komið honum vel. Hann passar upp á að eiga nóg eldsneyti á rafstöðina og sér til þess að eiga nóg af þurrmat ef hún skyldi bila. Hann passar upp á að eiga nóg af vatni, drykkjarvörum og rafhlöðum og reynir að vera undir það búinn að vera sjálfum sér nógur í allt að viku fyrir fellibyl á borð við Irmu. Fellibylurinn Irma Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
„Ef einhver er í vandræðum og póstar á þessa síðu er ég alveg viss um að einhver myndi svara þeirra hjálparbeiðni,“ segir Pétur Már Sigurðsson, formaður félagsins Íslendingar í Flórída, um Facebook-síðuna sem félagið rekur. Fellibylurinn Irma stefnir nú hraðbyri á Flórídaskaga. Talið er að ytri bönd fellbylsins muni ná Miami annað kvöld en Pétur segir að vonast sé til að Irma verði farin af skaganum um hádegi næstkomandi mánudag. Staðan í Flórída er sú að allir sem eru við ströndina og við skerjagarð skagans er skipað að fara inn í landi og er engin undantekning frá því.Pétur Sigurðsson, formaður félagsins Íslendingar í Flórída.AðsendIrma mun ryðja á undan sér flóðbylgju sem getur náð allt að fjögurra metra hæð sem er hærra en lægstu hús. Þess vegna er skylda að yfirgefa strandlengjuna og fara inn í land og hafa fjöldi Íslendinga þurft að gera þar. Einhverjir hafa leitað á náðir Íslendingafélagsins í Flórída og þá hefur einnig verið hægt að fá aðstoð frá ræðismönnum á svæðinu. Pétur segir mjög erfitt að áætla hversu margir Íslendingar eru í Flórída þessa dagana. Til að mynda var um þrjátíu þúsund íbúum og 25 þúsund ferðamönnum í grennd við Miami skipað upp á meginlandi og segir Pétur næsta víst að fjöldi Íslenindga hafi verið þar. „Þeir Íslendingar sem ég þekki sem eru þarna suður frá fóru allir inn í land. Það eru einhver hundruð,“ segir Pétur. Hann bendir á að um nítján milljónir séu í Flórída og um fjórar til fimm milljónir séu á vegunum að reyna að koma sér í burtu. „Einhverstaðar sá ég að einhverjir voru búnir að vera 20 klukkutíma þar sem átti að vera nokkurra tíma leið,“ segir Pétur Már. Þrjár aðalleiðir eru í Flórída, Interstate 75, Interstate 95 og Turnpike. „Það er búið að vera bíll við bíl á þeim götum í tvo sólarhringa.“ Hann segir að brottflutningarnir gangi þó nokkuð vel og það megi þakka allsherjar almannavarnaæfingu sem var haldin í fylkinu fyrir nokkrum árum. „Sú æfing miðaðist við hvað við gerum í versta tilfelli, það er að segja ef stór fellibylur eins og Irma kemur upp skagann og hefur áhrif á allt heila fylkið,“ segir Pétur. Allar takmarkanir varðandi þungaflutninga og svefntíma bílstjóra hafa verið felldar niður tímabundið svo hægt sé að koma bensíni á bensínstöðvar og lagt áherslu á að nóg bensíns sé á bensínstöðvum í kringum þessar þrjár stofnbrautir. Pétur er búinn að búa á Flórída í 19 ár, en hann er með hús í Ventura í Orlando. Hann undirbýr sig vel fyrir fellibylji og keyptir sér rafstöð árið 2004 sem hefur komið honum vel. Hann passar upp á að eiga nóg eldsneyti á rafstöðina og sér til þess að eiga nóg af þurrmat ef hún skyldi bila. Hann passar upp á að eiga nóg af vatni, drykkjarvörum og rafhlöðum og reynir að vera undir það búinn að vera sjálfum sér nógur í allt að viku fyrir fellibyl á borð við Irmu.
Fellibylurinn Irma Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira