Arna Kristín endurráðin framkvæmdastjóri Sinfó Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2017 10:09 Arna Kristín hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2013. Sinfóníuhljómsveit Íslands Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur endurráðið Örnu Kristínu Einarsdóttur framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar frá og með 1. september til fjögurra ára. Í tilkynningu frá Sinfóníunni kemur fram að Arna Kristín hafi gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2013. Áður var hún tónleikastjóri hljómsveitarinnar frá árinu 2007. „Þá starfaði hún sem flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og í Bretlandi um árabil. Arna Kristín er með meistaragráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst, einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og háskólagráður í þverflautuleik frá Indiana University í Bloomington í Bandaríkjunum og Royal Northern College of Music í Englandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigurbirni Þorkelssyni stjórnarformanni að stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar hafi átt gott og farsælt samstarf við Örnu Kristínu Einarsdóttur síðustu fjögur ár. „Arna Kristín er með skýra sýn á stefnu hljómsveitarinnar bæði hvað rekstur og listræn markmið varðar og hefur náð að styrkja stöðu hljómsveitarinnar.“ Arna Kristín segir það vera forréttindi að fá að leiða þann sterka hóp sem starfi hjá sveitinni. „Það þarf margar hendur til að reka eina sinfóníuhljómsveit, stofnun sem telur 100 manns, stendur fyrir meira en 100 viðburðum á ári og leikur fyrir nær fjórðung þjóðarinnar ár hvert. Ég er stoltust af því að hafa á síðustu fjórum árum náð að styrkja listræna stöðu hljómsveitarinnar með því að ná samstarfssamningum við listamenn á borð við Yan Pascal Tortelier aðalhljómsveitarstjóra, Osmo Vänskä aðalgesta- og heiðursstjórnanda og Daníel Bjarnason staðarlistamann. Þær listrænu áherslur og sá árangur sem hljómsveitin hefur náð við bestu aðstæður í Hörpu hefur skilað rekstrinum í jafnvægi og aukið áheyrendafjölda hljómsveitarinnar. Mest gleðst ég þó yfir jákvæðri afstöðu þjóðarinnar til hljómsveitarinnar. Ég finn mjög sterkt til ábyrgðar að vera treyst fyrir þessu dýrmæta fjöreggi þjóðarinnar sem henni hefur þótt svo vænt um og hún gætt svo vel að, allt frá stofnun árið 1950. Ég er líka svo heppin að tónlist er ástríða mín í lífinu og ég trúi svo heitt á mátt listarinnar fyrir allt samfélagið,“ segir Arna Kristín. Ráðningar Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur endurráðið Örnu Kristínu Einarsdóttur framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar frá og með 1. september til fjögurra ára. Í tilkynningu frá Sinfóníunni kemur fram að Arna Kristín hafi gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2013. Áður var hún tónleikastjóri hljómsveitarinnar frá árinu 2007. „Þá starfaði hún sem flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og í Bretlandi um árabil. Arna Kristín er með meistaragráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst, einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og háskólagráður í þverflautuleik frá Indiana University í Bloomington í Bandaríkjunum og Royal Northern College of Music í Englandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigurbirni Þorkelssyni stjórnarformanni að stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar hafi átt gott og farsælt samstarf við Örnu Kristínu Einarsdóttur síðustu fjögur ár. „Arna Kristín er með skýra sýn á stefnu hljómsveitarinnar bæði hvað rekstur og listræn markmið varðar og hefur náð að styrkja stöðu hljómsveitarinnar.“ Arna Kristín segir það vera forréttindi að fá að leiða þann sterka hóp sem starfi hjá sveitinni. „Það þarf margar hendur til að reka eina sinfóníuhljómsveit, stofnun sem telur 100 manns, stendur fyrir meira en 100 viðburðum á ári og leikur fyrir nær fjórðung þjóðarinnar ár hvert. Ég er stoltust af því að hafa á síðustu fjórum árum náð að styrkja listræna stöðu hljómsveitarinnar með því að ná samstarfssamningum við listamenn á borð við Yan Pascal Tortelier aðalhljómsveitarstjóra, Osmo Vänskä aðalgesta- og heiðursstjórnanda og Daníel Bjarnason staðarlistamann. Þær listrænu áherslur og sá árangur sem hljómsveitin hefur náð við bestu aðstæður í Hörpu hefur skilað rekstrinum í jafnvægi og aukið áheyrendafjölda hljómsveitarinnar. Mest gleðst ég þó yfir jákvæðri afstöðu þjóðarinnar til hljómsveitarinnar. Ég finn mjög sterkt til ábyrgðar að vera treyst fyrir þessu dýrmæta fjöreggi þjóðarinnar sem henni hefur þótt svo vænt um og hún gætt svo vel að, allt frá stofnun árið 1950. Ég er líka svo heppin að tónlist er ástríða mín í lífinu og ég trúi svo heitt á mátt listarinnar fyrir allt samfélagið,“ segir Arna Kristín.
Ráðningar Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira