Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. september 2017 09:00 Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Pressunnar. vísir/ernir Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Félagið á nú 23,3 prósenta hlut í Pressunni. Björn Ingi er útgefandi Pressunnar og Arnar framkvæmdastjóri félagsins. Eignarhlutur Dalsins, sem er í jafnri eigu þeirra Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Jóhanns G. Jóhannssonar og Róberts Wessmanns, fór á sama tíma úr 88,4 í 66,3 prósent. Eiga nú félög í eigu Björns Inga og Arnars um 31 prósent hlut í Pressunni. Eins og Markaðurinn greindi frá í síðustu viku var lánveitingum Dalsins til Pressunnar breytt í hlutafé og eignaðist félagið þannig ráðandi hlut í fjölmiðlafyrirtækinu. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Dalurinn lagði til umtalsverða fjármuni, sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna, en aðrir fjárfestar hættu við. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa skuldir Vefpressunnar og DV aukist undanfarna mánuði og nema heildarskuldir Pressusamstæðunnar nú rúmlega 700 milljónum króna. Eru vanskil við tollstjóra vegna opinberra gjalda og eins ógreidd gjöld í lífeyrissjóði og stéttarfélög yfir 400 milljónir króna. Í dag verður stefna félagsins Útvarðar ehf., sem er í eigu Þorsteins Guðnasonar, fyrrverandi stjórnarformanns DV, á hendur Pressunni tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Skuldar Pressan Útverði tugi milljóna króna. Síðar í mánuðinum verður gjaldþrotabeiðni tollstjórans á hendur Vefpressunni tekin fyrir í héraðsdómi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Fjölmiðlar Markaðir Tengdar fréttir Dalurinn festir kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu stjórnenda lyfjafélagsins Alvogen, hefur fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi. 21. júní 2017 23:30 Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Félagið á nú 23,3 prósenta hlut í Pressunni. Björn Ingi er útgefandi Pressunnar og Arnar framkvæmdastjóri félagsins. Eignarhlutur Dalsins, sem er í jafnri eigu þeirra Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Jóhanns G. Jóhannssonar og Róberts Wessmanns, fór á sama tíma úr 88,4 í 66,3 prósent. Eiga nú félög í eigu Björns Inga og Arnars um 31 prósent hlut í Pressunni. Eins og Markaðurinn greindi frá í síðustu viku var lánveitingum Dalsins til Pressunnar breytt í hlutafé og eignaðist félagið þannig ráðandi hlut í fjölmiðlafyrirtækinu. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Dalurinn lagði til umtalsverða fjármuni, sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna, en aðrir fjárfestar hættu við. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa skuldir Vefpressunnar og DV aukist undanfarna mánuði og nema heildarskuldir Pressusamstæðunnar nú rúmlega 700 milljónum króna. Eru vanskil við tollstjóra vegna opinberra gjalda og eins ógreidd gjöld í lífeyrissjóði og stéttarfélög yfir 400 milljónir króna. Í dag verður stefna félagsins Útvarðar ehf., sem er í eigu Þorsteins Guðnasonar, fyrrverandi stjórnarformanns DV, á hendur Pressunni tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Skuldar Pressan Útverði tugi milljóna króna. Síðar í mánuðinum verður gjaldþrotabeiðni tollstjórans á hendur Vefpressunni tekin fyrir í héraðsdómi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Fjölmiðlar Markaðir Tengdar fréttir Dalurinn festir kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu stjórnenda lyfjafélagsins Alvogen, hefur fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi. 21. júní 2017 23:30 Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Dalurinn festir kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu stjórnenda lyfjafélagsins Alvogen, hefur fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi. 21. júní 2017 23:30
Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00