Risar mætast í Hollandi Pétur Marinó Jónsson skrifar 2. september 2017 17:00 Vísir/Getty Eftir boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather tekur nú við hefðbundin dagskrá hjá UFC í kvöld. Þar mætast tveir ansi hávaxnir menn í aðalbardaganum á bardagakvöldi í Rotterdam. Fjórar vikur eru liðnar frá því UFC hélt sitt síðasta bardagakvöld. Öll spjót beindust að boxbardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor á meðan en nú þegar þeim bardaga er lokið fáum við venjulegt UFC bardagakvöld í kvöld. Í kvöld fer nefnilega fram UFC bardagakvöld í Ahoy höllinni í Rotterdam þegar þeir Stefan Struve og Alexander Volkov mætast í aðalbardaga kvöldsins. Íslendingar gætu kannast við höllina en þarna sigraði Gunnar Nelson Rússann Albert Tumenov í maí 2016. Hollendingurinn Stefan Struve fær væntanlega mikinn stuðning í Ahoy höllinni í kvöld. Það tók hann aðeins 16 sekúndur að rota Antonio Silva í sömu höll í fyrra og vonast hann eflaust eftir jafn góðum úrslitum í kvöld líkt og þá. Þrátt fyrir að vera bara 29 ára gamall er Struve afar reyndur bardagamaður en hann hóf atvinnuferilinn aðeins 17 ára gamall og verður þetta 37 MMA bardagi hans á ferlinum. Struve er helst þekktastur fyrir að vera hæsti bardagamaður sem barist hefur í UFC en hann er 213 cm á hæð. Til gamans má geta að Jon Jones er samt með tveggja cm lengri faðm en Struve þrátt fyrir að berjast einum þyngdarflokki neðar. Andstæðingur hans, Alexander Volkov, á í raun margt sameiginlegt með Struve. Volkov er 201 cm á hæð, einu ári yngri en Struve, með 34 MMA bardaga að baki og byrjaði ferilinn tvítugur að aldri. Það má því segja að þarna séu á ferð tveir svipaðir risar að mætast í þungavigtinni. Hæðin og faðmlengdin hefur þó ekki alltaf hjálpað Struve. Hann hefur oft átt í basli með að halda smærri andstæðingum sínum frá sér þrátt fyrir hæðarmun og sást það best í tapinu gegn Mark Hunt. Mark Hunt er 35 cm lægri en Struve en tókst samt að rota Hollendinginn. Auk Struve og Volkov eru nokkrir áhugaverðir bardagar á dagskrá. Má þar helst nefna viðureign Leon Edwards og Bryan Barbarena í veltivigtinni en það verður fyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins. Aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. Fjórir bardagar verða á dagskrá en bein útsending hefst kl 19. MMA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjá meira
Eftir boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather tekur nú við hefðbundin dagskrá hjá UFC í kvöld. Þar mætast tveir ansi hávaxnir menn í aðalbardaganum á bardagakvöldi í Rotterdam. Fjórar vikur eru liðnar frá því UFC hélt sitt síðasta bardagakvöld. Öll spjót beindust að boxbardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor á meðan en nú þegar þeim bardaga er lokið fáum við venjulegt UFC bardagakvöld í kvöld. Í kvöld fer nefnilega fram UFC bardagakvöld í Ahoy höllinni í Rotterdam þegar þeir Stefan Struve og Alexander Volkov mætast í aðalbardaga kvöldsins. Íslendingar gætu kannast við höllina en þarna sigraði Gunnar Nelson Rússann Albert Tumenov í maí 2016. Hollendingurinn Stefan Struve fær væntanlega mikinn stuðning í Ahoy höllinni í kvöld. Það tók hann aðeins 16 sekúndur að rota Antonio Silva í sömu höll í fyrra og vonast hann eflaust eftir jafn góðum úrslitum í kvöld líkt og þá. Þrátt fyrir að vera bara 29 ára gamall er Struve afar reyndur bardagamaður en hann hóf atvinnuferilinn aðeins 17 ára gamall og verður þetta 37 MMA bardagi hans á ferlinum. Struve er helst þekktastur fyrir að vera hæsti bardagamaður sem barist hefur í UFC en hann er 213 cm á hæð. Til gamans má geta að Jon Jones er samt með tveggja cm lengri faðm en Struve þrátt fyrir að berjast einum þyngdarflokki neðar. Andstæðingur hans, Alexander Volkov, á í raun margt sameiginlegt með Struve. Volkov er 201 cm á hæð, einu ári yngri en Struve, með 34 MMA bardaga að baki og byrjaði ferilinn tvítugur að aldri. Það má því segja að þarna séu á ferð tveir svipaðir risar að mætast í þungavigtinni. Hæðin og faðmlengdin hefur þó ekki alltaf hjálpað Struve. Hann hefur oft átt í basli með að halda smærri andstæðingum sínum frá sér þrátt fyrir hæðarmun og sást það best í tapinu gegn Mark Hunt. Mark Hunt er 35 cm lægri en Struve en tókst samt að rota Hollendinginn. Auk Struve og Volkov eru nokkrir áhugaverðir bardagar á dagskrá. Má þar helst nefna viðureign Leon Edwards og Bryan Barbarena í veltivigtinni en það verður fyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins. Aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. Fjórir bardagar verða á dagskrá en bein útsending hefst kl 19.
MMA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjá meira