Chevy Blazer snýr aftur árið 2019 Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2017 12:45 Hverjir muna ekki eftir honum þessum? Margir muna eftir Chevrolet Blazer jeppanum sem vinsæll var hérlendis á árum áður, en hefur var framleiddur hjá Chevrolet á árunum 1969 til 1999. Chevrolet ætlar að hefja framleiðslu Blazer aftur eftir 20 ára framleiðsluhlé árið 2019. Þar verður þó ekki fullvaxinn jeppi á ferð sem fær verður um að glíma við miklar torfærur því þessi bíll verður hugsaður til að glíma við samkeppnisbílana Nissan Murano og Ford Edge. Líklega mun nýr Blazer fá sama undirvagn og GMC Acadia og því fellur hann á milli stærðar Equinox og Traverse af Chevrolet bílum. GMC Acadia er næst besti sölubíll GMC á eftir Sierra pallbílnum og því áætlar Chevrolet að nýr Blazer af svipaðri stærð og Acadia muni geta náð fullt eins miklum vinsældum. Fyrir nostalgíusinnaða bílaáhugamenn, ekki síst aðdáendur jeppa, er því athyglivert að bæði ætlar Ford að framleiða nýjan Bronco og Chevrolet nýjan Blazer. Tími jeppanna í henni Ameríku er greinilega núna og fátt fær stöðvað síaukna sölu þeirra. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent
Margir muna eftir Chevrolet Blazer jeppanum sem vinsæll var hérlendis á árum áður, en hefur var framleiddur hjá Chevrolet á árunum 1969 til 1999. Chevrolet ætlar að hefja framleiðslu Blazer aftur eftir 20 ára framleiðsluhlé árið 2019. Þar verður þó ekki fullvaxinn jeppi á ferð sem fær verður um að glíma við miklar torfærur því þessi bíll verður hugsaður til að glíma við samkeppnisbílana Nissan Murano og Ford Edge. Líklega mun nýr Blazer fá sama undirvagn og GMC Acadia og því fellur hann á milli stærðar Equinox og Traverse af Chevrolet bílum. GMC Acadia er næst besti sölubíll GMC á eftir Sierra pallbílnum og því áætlar Chevrolet að nýr Blazer af svipaðri stærð og Acadia muni geta náð fullt eins miklum vinsældum. Fyrir nostalgíusinnaða bílaáhugamenn, ekki síst aðdáendur jeppa, er því athyglivert að bæði ætlar Ford að framleiða nýjan Bronco og Chevrolet nýjan Blazer. Tími jeppanna í henni Ameríku er greinilega núna og fátt fær stöðvað síaukna sölu þeirra.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent