Norðmönnum býðst fyrst allra EQC rafmagnsjeppi Benz Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2017 09:24 Mercedes Benz EQC rafmagnsjeppinn. Norðmönnum býðst nú, fyrst þjóða, að fyrirframpanta nýjan rafmagnsjeppa frá Mercedes Benz sem nefndur verður EQC. Það yrði alls ekki í fyrsta sinn sem norðmönnum býðst á undan öðrum þjóðum að tryggja sér fyrstu eintökin af nýjum og spennandi rafmagnsbílum. Noregur hefur feykimikla forystu á aðrar þjóðir hvað rafmagnsbílaeign varðar og bílaframleiðendur eru einkar viljugir að gefa norðmönnum forskot á sæluna. Mercedes Benz EQC er jeppi á stærð við Mercedes Benz GLC og hann mun komast 500 km á fullri rafhleðslu með sínar 70 kWh rafhlöður. EQC er með tvo 300 kW rafmótora og það dugar til að koma jeppanum á 100 km hraða á innan við 5 sekúndum. Norðmenn þurfa að fyrirframgreiða 20.000 norskar krónur til að tryggja sér eintak af jeppanum. Enginn má panta fleiri en einn bíl og samkvæmt því virðist verulega góð eftirspurn eftir jeppanum. Audi opnaði fyrir pantanir á nýjum E-Tron Quattro jeppa sínum í apríl síðastliðnum og þar gafst norðmönnum líka fyrstum allra að panta eintök og greiða fyrirfram 20.000 norskar krónur til að tryggja sér eintak. Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Lýsir algjöru öryggisleysi eftir blauta tusku í andlitið Innlent Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Innlent Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Innlent Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Innlent Stormur í kortunum Veður Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Innlent
Norðmönnum býðst nú, fyrst þjóða, að fyrirframpanta nýjan rafmagnsjeppa frá Mercedes Benz sem nefndur verður EQC. Það yrði alls ekki í fyrsta sinn sem norðmönnum býðst á undan öðrum þjóðum að tryggja sér fyrstu eintökin af nýjum og spennandi rafmagnsbílum. Noregur hefur feykimikla forystu á aðrar þjóðir hvað rafmagnsbílaeign varðar og bílaframleiðendur eru einkar viljugir að gefa norðmönnum forskot á sæluna. Mercedes Benz EQC er jeppi á stærð við Mercedes Benz GLC og hann mun komast 500 km á fullri rafhleðslu með sínar 70 kWh rafhlöður. EQC er með tvo 300 kW rafmótora og það dugar til að koma jeppanum á 100 km hraða á innan við 5 sekúndum. Norðmenn þurfa að fyrirframgreiða 20.000 norskar krónur til að tryggja sér eintak af jeppanum. Enginn má panta fleiri en einn bíl og samkvæmt því virðist verulega góð eftirspurn eftir jeppanum. Audi opnaði fyrir pantanir á nýjum E-Tron Quattro jeppa sínum í apríl síðastliðnum og þar gafst norðmönnum líka fyrstum allra að panta eintök og greiða fyrirfram 20.000 norskar krónur til að tryggja sér eintak.
Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Lýsir algjöru öryggisleysi eftir blauta tusku í andlitið Innlent Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Innlent Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Innlent Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Innlent Stormur í kortunum Veður Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Innlent