Í 100 á 0,55 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 18. september 2017 09:51 Gissy virkjar aflið í þessu óvenjulega mótorhjóli. Frakkinn Francois Gissy fer ekki hefðbundnar leiðir þegar kemur að hans helsta áhugmáli, þ.e. smíði og leik á mótorhjólum. Hjól hans eru knúin þrýstilofti og vatni og frá þeim kemur engin mengun. Það kemur ekki í veg fyrir það að afl þeirra sé mikið. Það er í raun fáránlega mikið og hefur Gissy komist á 100 km hraða á 0,55 sekúndum. Það er fáheyrt og nánast ómögulegt á hjóli með hefðbundna brunavél. Þegar svo hratt er farið, eða öllu heldur þegar hröðunin er svo mikil er eins gott að halda sér vel því á þessum hraða myndar þetta ökutæki 5,14 g þrýsting, sem ökumaður þess þarf að glíma við. Gissy hefur komist á 333 km hraða á hjólinu á ekki lengri tíma en 4,8 sekúndum. Hreint magnaðar hröðunartölur þar líka. Hætt er samt við því að drægni hjólsins hans Gissy sé ekki ýkja mikið. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent
Frakkinn Francois Gissy fer ekki hefðbundnar leiðir þegar kemur að hans helsta áhugmáli, þ.e. smíði og leik á mótorhjólum. Hjól hans eru knúin þrýstilofti og vatni og frá þeim kemur engin mengun. Það kemur ekki í veg fyrir það að afl þeirra sé mikið. Það er í raun fáránlega mikið og hefur Gissy komist á 100 km hraða á 0,55 sekúndum. Það er fáheyrt og nánast ómögulegt á hjóli með hefðbundna brunavél. Þegar svo hratt er farið, eða öllu heldur þegar hröðunin er svo mikil er eins gott að halda sér vel því á þessum hraða myndar þetta ökutæki 5,14 g þrýsting, sem ökumaður þess þarf að glíma við. Gissy hefur komist á 333 km hraða á hjólinu á ekki lengri tíma en 4,8 sekúndum. Hreint magnaðar hröðunartölur þar líka. Hætt er samt við því að drægni hjólsins hans Gissy sé ekki ýkja mikið.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent