Fulltrúi VG lýsir einnig vantrausti á formennsku Brynjars Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 21:42 Svandís Svavarsdóttir segir nefndina ekki geta lokið málum sem varða uppreist æru undir formennsku Brynjars Níelssonar. Vísir/Eyþór Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, segir að nefndin geti ekki lokið málum sem varða uppreist æru undir formennsku Brynjars Níelssonar. Greint hefur verið frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ætli að fá heimild til að rjúfa þing á morgun. Gengið verði til kosninga 28. október. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Svandís að hægt verði að halda þingfundum áfram fram að kosningum og nefndarstarfi sömuleiðis. Nefnir hún að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi í nógu að snúast varðandi uppreist æru. „Í ljósi nýjustu vendinga og stjórnarslita verður að halda þeirri umfjöllun áfram og ljúka með fullnægjandi hætti. Ljóst er að það getur ekki verið undir forystu Brynjars Níelssonar,“ skrifar Svandís.Viðreisn krafðist rannsóknar á embættisfærslum ráðherraBrynjar hefur verið gagnrýndur fyrir hvernig hann stýrði umfjöllun nefndarinnar um uppreist æru í sumar. Fulltrúar meirihlutans kynntu sér ekki gögn sem voru lögð fyrir nefndina sem vörðuðu uppreist æru Roberts Downey, dæmds barnaníðings. Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra Viðreisnar, lýsti vantrausti á formennsku Brynjars í samtali við Vísi í kvöld. Ráðgjafaráð Viðreisnar hafði þá samþykkt ályktun um að nefndin myndi rannsaka embættisfærslur forsætisráðherra og Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sem leiddu til stjórnarslita. Brynjar hafnaði gagnrýninni í samtali við Vísi og sagði ályktun Viðreisnar vanhugsaða. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, segir að nefndin geti ekki lokið málum sem varða uppreist æru undir formennsku Brynjars Níelssonar. Greint hefur verið frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ætli að fá heimild til að rjúfa þing á morgun. Gengið verði til kosninga 28. október. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Svandís að hægt verði að halda þingfundum áfram fram að kosningum og nefndarstarfi sömuleiðis. Nefnir hún að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi í nógu að snúast varðandi uppreist æru. „Í ljósi nýjustu vendinga og stjórnarslita verður að halda þeirri umfjöllun áfram og ljúka með fullnægjandi hætti. Ljóst er að það getur ekki verið undir forystu Brynjars Níelssonar,“ skrifar Svandís.Viðreisn krafðist rannsóknar á embættisfærslum ráðherraBrynjar hefur verið gagnrýndur fyrir hvernig hann stýrði umfjöllun nefndarinnar um uppreist æru í sumar. Fulltrúar meirihlutans kynntu sér ekki gögn sem voru lögð fyrir nefndina sem vörðuðu uppreist æru Roberts Downey, dæmds barnaníðings. Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra Viðreisnar, lýsti vantrausti á formennsku Brynjars í samtali við Vísi í kvöld. Ráðgjafaráð Viðreisnar hafði þá samþykkt ályktun um að nefndin myndi rannsaka embættisfærslur forsætisráðherra og Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sem leiddu til stjórnarslita. Brynjar hafnaði gagnrýninni í samtali við Vísi og sagði ályktun Viðreisnar vanhugsaða.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09
Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22