Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 20:22 Brynjar gefur lítið fyrir vantraust Viðreisnar á formennsku hans í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Vísir/Vilhelm Viðreisn getur leitað til umboðsmanns Alþingis telji flokkurinn þörf á að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra. Þetta segir Brynjar Níelsson sem segir enga þörf á að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsaki málið eins og Viðreisn vill. Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti ályktun í dag sem fól meðal annars í sér að embættisfærslur Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, og Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna málefna sem tengjast uppreist æru yrðu rannsakaðar fyrir kosningar. Í samtali við Vísi sagði Þorsteinn Víglundsson, sem verið hefur félagsmálaráðherra, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti að sjá um rannsóknina. Vísaði hann þó til gagnrýni á störf Brynjar sem formaður nefndarinnar í tengslum við uppreist æru og sagði að annar nefndarmaður ætti að taka að sér formennsku. Nefndin fór yfir hvernig staðið væri að uppreist æru hjá dómsmálaráðuneytinu í sumar. Þar voru gögn sem tengdust uppreist æru Roberts Downey lögð fyrir en þingmenn meirihlutans vildu ekki kynna sér þau.Þorsteinn Víglundsson segir að yfirlýsingar Brynjars um mál sem tengjast uppreist æru hafi ekki aukið traust til hans sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/ErnirSegir ályktun Viðreisnar vanhugsaðaBrynjar vísar þessari gagnrýni á bug í samtali við Vísi og segir enga þörf á rannsókn af þessu tagi. „Það liggur alveg fyrir hver embættisfærslan var. Það þarf ekkert að rannsaka það nánar. Svo geta menn bara haft einhverja skoðun á því,“ segir Brynjar. Þá bendir hann á að engin hefðbundin nefndarstörf verði fyrir kosningar. Þingnefndir muni aðeins fjalla um tiltekin mál ef samstaða næst um það. „Þetta er allt vanhugsað í einhverjum æsingi. Ég held að þau ættu að setjast aðeins niður og hugsa málin betur í Viðreisn. Þau geta beint þessu til umboðsmanns [Alþingis] ef þau vilja,“ segir hann. „Í mínum huga er þetta bara innihaldslaust raus í flokki sem er eiginlega með allt niðrum sig í þessu máli,“ segir Brynjar. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Viðreisn getur leitað til umboðsmanns Alþingis telji flokkurinn þörf á að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra. Þetta segir Brynjar Níelsson sem segir enga þörf á að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsaki málið eins og Viðreisn vill. Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti ályktun í dag sem fól meðal annars í sér að embættisfærslur Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, og Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna málefna sem tengjast uppreist æru yrðu rannsakaðar fyrir kosningar. Í samtali við Vísi sagði Þorsteinn Víglundsson, sem verið hefur félagsmálaráðherra, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti að sjá um rannsóknina. Vísaði hann þó til gagnrýni á störf Brynjar sem formaður nefndarinnar í tengslum við uppreist æru og sagði að annar nefndarmaður ætti að taka að sér formennsku. Nefndin fór yfir hvernig staðið væri að uppreist æru hjá dómsmálaráðuneytinu í sumar. Þar voru gögn sem tengdust uppreist æru Roberts Downey lögð fyrir en þingmenn meirihlutans vildu ekki kynna sér þau.Þorsteinn Víglundsson segir að yfirlýsingar Brynjars um mál sem tengjast uppreist æru hafi ekki aukið traust til hans sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/ErnirSegir ályktun Viðreisnar vanhugsaðaBrynjar vísar þessari gagnrýni á bug í samtali við Vísi og segir enga þörf á rannsókn af þessu tagi. „Það liggur alveg fyrir hver embættisfærslan var. Það þarf ekkert að rannsaka það nánar. Svo geta menn bara haft einhverja skoðun á því,“ segir Brynjar. Þá bendir hann á að engin hefðbundin nefndarstörf verði fyrir kosningar. Þingnefndir muni aðeins fjalla um tiltekin mál ef samstaða næst um það. „Þetta er allt vanhugsað í einhverjum æsingi. Ég held að þau ættu að setjast aðeins niður og hugsa málin betur í Viðreisn. Þau geta beint þessu til umboðsmanns [Alþingis] ef þau vilja,“ segir hann. „Í mínum huga er þetta bara innihaldslaust raus í flokki sem er eiginlega með allt niðrum sig í þessu máli,“ segir Brynjar.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09