Fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta fékk uppreist æru Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2017 19:48 Sigurður Ágúst lauk afplánun fyrir dóminn árið 2012. vísir/stefán Sigurður Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður meistarflokks KR, var á meðal þeirra sem fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Þetta kemur fram í gögnum sem Vísir fékk send frá Dómsmálaráðuneytinu í dag. Sigurður Ágúst var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010. Hann fékk uppreist æru sama dag og kynferðisafbrotamennirnir Robert Downey og Hjalti Sigurjón Hauksson en umfjöllun um mál hinna tveggja síðarnefndu hefur verið áberandi síðustu mánuði.Dæmdur fyrir nauðgun árið 2009 Árið 2010 var Sigurður Ágúst Þorvaldsson dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga 17 ára stúlku í samkvæmi í nóvember 2009. Dómnum var áfrýjað en árið 2011 staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Vesturlands í málinu. Sigurður var sakfelldur fyrir að hafa afklætt stúlkuna þar sem hún lá áfengisdauð upp í rúmi eftir skemmtanahald, kysst og káfað á líkama hana og haft við hana samræði. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Sigurður Ágúst lauk afplánun fyrir dóminn árið 2012. Meðfylgjandi umsóknarbréfi hans um uppreist æru voru umsagnir tveggja manna, Inga Þórs Steinþórssonar og Grétars Daníels Pálssonar, sem vottuðu fyrir hegðun Sigurðar.Segir Sigurð Ágúst hafa verið til fyrirmyndar bæði innan og utan vallar Í umsögn Inga Þórs Steinþórssonar, sem starfar sem körfuboltaþjálfari Snæfells og þjálfaði Sigurð Ágúst, segir að Sigurður Ágúst hafi verið stór partur af liðinu og til fyrirmyndar bæði innan og utan vallar. Þá segir enn fremur að Sigurður Ágúst sé fjölskyldumaður sem sjái mjög eftir gjörðum sínum og vilji framar öllu einbeita sér að fjölskyldu sinni. „Ef hægt væri að skrifa bók um hvernig fólk á að koma sér aftur út í lífið þá er saga Sigurðar Ágústar kjörin til þess,“ skrifar Ingi Þór og mælir „eindregið með“ að Sigurður Ágúst fái uppreist æru.„Augljós eftirsjá og iðrun hjá honum vegna þessa“ Í bréfi Grétars Daníels Pálssonar, sem einnig veitir Sigurði Ágústi umsögn, segir að þeir Sigurður Ágúst hafi starfað hjá sama fyrirtæki og þekkist í gegnum félagsstörf. Grétar Daníel segir Sigurð Ágúst samviskusaman og traustsins verðan. Þá leggur hann áherslu á að Sigurður Ágúst sé fjölskyldumaður og sinni fjölskyldu sinni af ástúð. Grétar Daníel tekur enn fremur fram að Sigurður Ágúst iðrist gjörða sinna. „Við höfum átt viðræður um orsök og afleiðingar þess dóms sem hann hlaut og er augljós eftirsjá og iðrun hjá honum vegna þessa.“ Tillaga innanríkisráðuneytisins um að veita Sigurði Ágústi uppreist æru var samþykkt þann 16. september 2016, sama dag og Robert Downey og Hjalti Sigurjón Hauksson hlutu uppreist æru. Uppreist æru Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Sigurður Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður meistarflokks KR, var á meðal þeirra sem fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Þetta kemur fram í gögnum sem Vísir fékk send frá Dómsmálaráðuneytinu í dag. Sigurður Ágúst var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010. Hann fékk uppreist æru sama dag og kynferðisafbrotamennirnir Robert Downey og Hjalti Sigurjón Hauksson en umfjöllun um mál hinna tveggja síðarnefndu hefur verið áberandi síðustu mánuði.Dæmdur fyrir nauðgun árið 2009 Árið 2010 var Sigurður Ágúst Þorvaldsson dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga 17 ára stúlku í samkvæmi í nóvember 2009. Dómnum var áfrýjað en árið 2011 staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Vesturlands í málinu. Sigurður var sakfelldur fyrir að hafa afklætt stúlkuna þar sem hún lá áfengisdauð upp í rúmi eftir skemmtanahald, kysst og káfað á líkama hana og haft við hana samræði. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Sigurður Ágúst lauk afplánun fyrir dóminn árið 2012. Meðfylgjandi umsóknarbréfi hans um uppreist æru voru umsagnir tveggja manna, Inga Þórs Steinþórssonar og Grétars Daníels Pálssonar, sem vottuðu fyrir hegðun Sigurðar.Segir Sigurð Ágúst hafa verið til fyrirmyndar bæði innan og utan vallar Í umsögn Inga Þórs Steinþórssonar, sem starfar sem körfuboltaþjálfari Snæfells og þjálfaði Sigurð Ágúst, segir að Sigurður Ágúst hafi verið stór partur af liðinu og til fyrirmyndar bæði innan og utan vallar. Þá segir enn fremur að Sigurður Ágúst sé fjölskyldumaður sem sjái mjög eftir gjörðum sínum og vilji framar öllu einbeita sér að fjölskyldu sinni. „Ef hægt væri að skrifa bók um hvernig fólk á að koma sér aftur út í lífið þá er saga Sigurðar Ágústar kjörin til þess,“ skrifar Ingi Þór og mælir „eindregið með“ að Sigurður Ágúst fái uppreist æru.„Augljós eftirsjá og iðrun hjá honum vegna þessa“ Í bréfi Grétars Daníels Pálssonar, sem einnig veitir Sigurði Ágústi umsögn, segir að þeir Sigurður Ágúst hafi starfað hjá sama fyrirtæki og þekkist í gegnum félagsstörf. Grétar Daníel segir Sigurð Ágúst samviskusaman og traustsins verðan. Þá leggur hann áherslu á að Sigurður Ágúst sé fjölskyldumaður og sinni fjölskyldu sinni af ástúð. Grétar Daníel tekur enn fremur fram að Sigurður Ágúst iðrist gjörða sinna. „Við höfum átt viðræður um orsök og afleiðingar þess dóms sem hann hlaut og er augljós eftirsjá og iðrun hjá honum vegna þessa.“ Tillaga innanríkisráðuneytisins um að veita Sigurði Ágústi uppreist æru var samþykkt þann 16. september 2016, sama dag og Robert Downey og Hjalti Sigurjón Hauksson hlutu uppreist æru.
Uppreist æru Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira