Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2017 07:30 Hjalti hlaut fimm og hálfs árs fangelsisdóm í Hæstarétti árið 2004 sem er þyngsti dómur í kynferðisbrotamáli sem fallið hefur hér á landi. vísir/gva Hjalti Sigurjón Hauksson skilaði inn þremur umsögnum með umsókn sinni um uppreist æru í maí í fyrra. Fréttastofa hefur fengið umsókn Hjalta afhenta frá dómsmálaráðuneytinu ásamt umsögnum aðilanna þriggja. Er ýmislegt sem bendir til þess að átt hafi verið við umsagnarbréfin. Hjalti fékk árið 2004 fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á stjúpdóttur sinni frá því hún var fimm ára og til sautján ára aldurs. Benedikt Sveinsson, einn eigenda Kynnisferða og faðir forsætisráðherra, var einn umsagnaraðila. Sveinn Matthíasson, næsti yfirmaður Hjalta hjá Kynnisferðum þann tíma sem hann starfaði þar, var annar. Haraldur Teitsson, yfirmaður hjá Teiti Jónassyni, var þriðji umsagnaraðili.Benedikt hefur þegar sagt að Hjalti hafi mætt með tilbúið bréf til hans sem hann hafi skrifað undir. Það hafi átt að vera lítið góðverk sem hafi snúist upp í harmleik fyrir brotaþola. Annar umsagnaraðili, Sveinn Matthíasson, kannast við að hafa skrifað undir bréf fyrir Hjalta en ekki í þeirri mynd sem því var skilað til ráðuneytisins og á allt öðrum forsendum.Benedikt Sveinsson er einn eigenda Reykjavík Excursions. Þar var Sveinn Matthíasson yfirmaður Hjalta Sigurjóns.Vísir/ErnirVonaði að hans mál yrði víti til varnaðar Innanríkisráðuneytið staðfesti móttöku umsóknar Hjalta Sigurjóns þann 10. júní 2016. Umsóknarbréf Hjalta er dagsett 9. júní og sömuleiðis fylgibréf þar sem hann lýsir því hvernig hann hafi ítrekað þurft að gjalda dóms síns eftir að hann lauk afplánun. Hann nefnir fjölmörg fyrirtæki sem hafi nýtt sér dóm hans gegn sér. Fóðurblandan, Kynnisferðir í þrígang, Snæland Grímsson, Teitur ehf., Olíudreifing, fyrirtæki sem þjónustar alzheimersjúklinga og Skeljungur. Samtals hefur þessi dómur götunnar margfaldað dæmda refsingu yfir mér ...Ég tek skýrt fram að ég tel alvarleika máls þessa vera svo mikinn að ég áskil mér rétt til að sækja rétt minn eftir lögformlegum leiðum. Af þeim ástæðum bið ég líka um að innanríkisráðherra verði gert kunnugt um þetta bréf. Þá segist hann vona að hans mál verði víti til varnaðar. Í umsóknarbréfinu sjálfu segir hann að umsögnum um hann verði skilað innan fárra daga.Bréfin sem undirrituð eru af Benedikt Sveinssyni og Sveini Matthíassyni eru eins uppsett og með sömu dagsetningu.Bréf Benedikts og Sveins líta eins út Athygli vekur að umsagnarbréf Benedikts og Sveins Matthíassonar eru nákvæmlega eins uppsett. Nafn umsagnaraðila er efst fyrir miðju, dagsetningin hægrijöfnuð og sú sama (22. júní 2016) og bæði bera fyrirsögnin „Til þeirra er málið varðar“. Leturgerðin er sú sama og neðst stendur „Virðingarfyllst“. Þar fyrir neðan er að finna undirskrift Benedikts á öðru blaðinu og Sveins á hinu. Sveinn gengst við því að hafa skrifað undir bréf fyrir Hjalta Sigurjón. Það hafi þó verið á þeim forsendum að Hjalti ætlaði að sækja um vinnu við akstur hjá olíudreifingarfyrirtæki. Á blaðinu sem hann skrifaði undir hafi verið að finna stuttan texta sem aðeins sneri að hæfni Hjalta til að aka bíl. Ekkert um hann sem persónu. Í umsögninni sem barst ráðuneytinu með undirskrift Sveins segir:Hér með staðfesti ég undirritaður að um tíma hafði ég með stjórn deildar innan Kynnisferða sem .... starfaði fyrir.Ég get af heilum huga staðfest að ... er mjög samviskusamur, vandvirkur og góður bílstjóri. Hann er í hópi bestu fagmanna á sínu sérsviði og væri óskandi að sem flestir gætu tekið hann sér til fyrirmyndar. Honum er að auki umhugað um heill og farsæld vinnuveitenda sinna og hag verkkaupa.Sem manneskja er hann einstaklega ljúflyndur, þægilegur og umgengnisgóður í hvívetna. Hann hefur líka jákvætt hugarfar og að sama skapi glaðværð sem smitar út frá sér og skapar gott og hlýlegt andrúmsloft.Sem fyrr segir þvertekur Sveinn fyrir að hafa skrifað undir bréf með öllum ofangreindum texta.Sigríður Andersen í fréttum Stöðvar 2 í vikunni.VísirLítið sem ekkert eftirlit með umsögnunum Sigríður Á. Anderson dómsmálaráðherra upplýsti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að eftirlit með umsögnum umsækjenda um uppreist æru væri lítið sem ekkert. Engu að síður er forsenda fyrir uppreist æru að umsækjendur skili a.m.k. tveimur umsögnum. „Það er alveg rétt. Ég hef gert athugasemd við það,“ sagði Sigríður Á. Andersen. „Öll skjöl sem ganga manna á milli eru tekin allajafna eins og þau eru. Menn treysta þeim og trúa,“ bætti ráðherra við. Hún hafi spurst nánar fyrir um þetta. „... og mér er sagt það að ef eitthvað er undarlegt í bréfunum, umsagnaraðilar mjög ungir þá er haft samband.“ Í þessu samhengi er athyglivert að dæmi er um að umsækjendur um uppreist æru leiti á óvenjulegar slóðir þegar kemur að umsögnum um sig. Þannig greindi Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins, frá því í Reykjavíkurbréfi sínu í gær að Robert Downey, dæmdur barnaníðingur sem sömuleiðis fékk uppreist æru í fyrra, óskaði eftir umsögn Davíðs með umsókn sinni. Það tók Davíð langan tíma að átta sig á því að hann kannaðist við Robert frá því í háskólanum, áður en Robert framdi brot sín.Bréfin tvö sem Haraldur á að hafa undirritað og bárust innanríkisráðuneytinu með umsókn Hjalta Sigurjóns um uppreist æru.Viðbótartexti um erfiðleika HjaltaAthygli vekur að í tilfelli Haraldar Teitssonar, framkvæmdastjóra hjá Teiti sem var þriðji umsagnaraðilinn, var tveimur bréfum skilað. Annað fylgdi umsögn um uppreist æru og hitt fylgibréfi Hjalta um ástæður þess að Kynnisferðir neyddust til að segja honum upp störfum. Bréfin eru dagsett sama daginn, þann 19. maí. Í öðru bréfinu stendur: Með þessu bréfi staðfesti ég það að .... starfaði hjá okkur sumarið 2015 sem bílstjóri. ... er mjög fær bílstjóri og vel liðinn af farþegum fékk mörg lof og meðmælabréf frá farþegum, hann var tjónalaus og gekk vel og snyrtilega um bílana okkar, öll samskipti voru góð. Ég get hiklaust mælt með ... sem bílstjóra. Við óskum alltaf eftir sakavottorði fyrir nýja bílstjóra og í upphafi vinnu skilaði ... því inn og ... Hitt bréfið, með undirskrift Haraldar, er nákvæmlega eins nema þar fylgir frekari texti um að Kynnisferðir hafi neyðst til að segja Hjalta upp störfum vegna hótana frá vefsíðunni Stöndum saman. Á vefsíðunni, sem er umdeild, hafa kynferðisbrotamenn verið nafngreindir og birtar myndir af þeim. Textinn sem bættist við síðara bréfið var eftirfarandi: Þegar Hjalti var búin að starfa hjá okkur í rúman mánuð fengum við hótanir frá hóp sem nefnist „Stöndum saman“ og þeir tjáðu okkur að ... og ef við hefðum hann í vinnu áfram þá myndu þeir gera allt til þess að fyrirtækið myndi skaðast af því, þessar hótanir stigmögnuðust þannig við sáum okkur ekki fært að hafa ... í áframhaldandi vinnu. Ekki hefur náðst í Harald undanfarna daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hjalti vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Vísi en þvertekur fyrir að umsagnarbréfin séu að nokkru leyti fölsuð. Hann hafi skrifað tvö bréf fyrir umsagnaraðila sína, það hafi verið fljótlegra enda hafi þeir ætlað að veita sér umsögn hvort eð er. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Dæmdur barnaníðingur ók grunnskólabörnum Ók börnum stjúpdóttur sem var dæmdur fyrir að brjóta á kynferðislega í tólf ár. 3. september 2017 10:00 Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 „Ég þarf að búa við þetta alla ævi“ Kona sem var misnotuð nær daglega af stjúpföður sínum segist í samtali við Vísi ekki skilja hvernig hægt sé að treysta ráðamönnum þjóðarinnar sem kvitti undir beiðni um uppreist æru sem byggi ekki á meiru en meðmælum vina viðkomandi, sem hljóti nafnleynd. 7. september 2017 18:45 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Hjalti Sigurjón Hauksson skilaði inn þremur umsögnum með umsókn sinni um uppreist æru í maí í fyrra. Fréttastofa hefur fengið umsókn Hjalta afhenta frá dómsmálaráðuneytinu ásamt umsögnum aðilanna þriggja. Er ýmislegt sem bendir til þess að átt hafi verið við umsagnarbréfin. Hjalti fékk árið 2004 fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á stjúpdóttur sinni frá því hún var fimm ára og til sautján ára aldurs. Benedikt Sveinsson, einn eigenda Kynnisferða og faðir forsætisráðherra, var einn umsagnaraðila. Sveinn Matthíasson, næsti yfirmaður Hjalta hjá Kynnisferðum þann tíma sem hann starfaði þar, var annar. Haraldur Teitsson, yfirmaður hjá Teiti Jónassyni, var þriðji umsagnaraðili.Benedikt hefur þegar sagt að Hjalti hafi mætt með tilbúið bréf til hans sem hann hafi skrifað undir. Það hafi átt að vera lítið góðverk sem hafi snúist upp í harmleik fyrir brotaþola. Annar umsagnaraðili, Sveinn Matthíasson, kannast við að hafa skrifað undir bréf fyrir Hjalta en ekki í þeirri mynd sem því var skilað til ráðuneytisins og á allt öðrum forsendum.Benedikt Sveinsson er einn eigenda Reykjavík Excursions. Þar var Sveinn Matthíasson yfirmaður Hjalta Sigurjóns.Vísir/ErnirVonaði að hans mál yrði víti til varnaðar Innanríkisráðuneytið staðfesti móttöku umsóknar Hjalta Sigurjóns þann 10. júní 2016. Umsóknarbréf Hjalta er dagsett 9. júní og sömuleiðis fylgibréf þar sem hann lýsir því hvernig hann hafi ítrekað þurft að gjalda dóms síns eftir að hann lauk afplánun. Hann nefnir fjölmörg fyrirtæki sem hafi nýtt sér dóm hans gegn sér. Fóðurblandan, Kynnisferðir í þrígang, Snæland Grímsson, Teitur ehf., Olíudreifing, fyrirtæki sem þjónustar alzheimersjúklinga og Skeljungur. Samtals hefur þessi dómur götunnar margfaldað dæmda refsingu yfir mér ...Ég tek skýrt fram að ég tel alvarleika máls þessa vera svo mikinn að ég áskil mér rétt til að sækja rétt minn eftir lögformlegum leiðum. Af þeim ástæðum bið ég líka um að innanríkisráðherra verði gert kunnugt um þetta bréf. Þá segist hann vona að hans mál verði víti til varnaðar. Í umsóknarbréfinu sjálfu segir hann að umsögnum um hann verði skilað innan fárra daga.Bréfin sem undirrituð eru af Benedikt Sveinssyni og Sveini Matthíassyni eru eins uppsett og með sömu dagsetningu.Bréf Benedikts og Sveins líta eins út Athygli vekur að umsagnarbréf Benedikts og Sveins Matthíassonar eru nákvæmlega eins uppsett. Nafn umsagnaraðila er efst fyrir miðju, dagsetningin hægrijöfnuð og sú sama (22. júní 2016) og bæði bera fyrirsögnin „Til þeirra er málið varðar“. Leturgerðin er sú sama og neðst stendur „Virðingarfyllst“. Þar fyrir neðan er að finna undirskrift Benedikts á öðru blaðinu og Sveins á hinu. Sveinn gengst við því að hafa skrifað undir bréf fyrir Hjalta Sigurjón. Það hafi þó verið á þeim forsendum að Hjalti ætlaði að sækja um vinnu við akstur hjá olíudreifingarfyrirtæki. Á blaðinu sem hann skrifaði undir hafi verið að finna stuttan texta sem aðeins sneri að hæfni Hjalta til að aka bíl. Ekkert um hann sem persónu. Í umsögninni sem barst ráðuneytinu með undirskrift Sveins segir:Hér með staðfesti ég undirritaður að um tíma hafði ég með stjórn deildar innan Kynnisferða sem .... starfaði fyrir.Ég get af heilum huga staðfest að ... er mjög samviskusamur, vandvirkur og góður bílstjóri. Hann er í hópi bestu fagmanna á sínu sérsviði og væri óskandi að sem flestir gætu tekið hann sér til fyrirmyndar. Honum er að auki umhugað um heill og farsæld vinnuveitenda sinna og hag verkkaupa.Sem manneskja er hann einstaklega ljúflyndur, þægilegur og umgengnisgóður í hvívetna. Hann hefur líka jákvætt hugarfar og að sama skapi glaðværð sem smitar út frá sér og skapar gott og hlýlegt andrúmsloft.Sem fyrr segir þvertekur Sveinn fyrir að hafa skrifað undir bréf með öllum ofangreindum texta.Sigríður Andersen í fréttum Stöðvar 2 í vikunni.VísirLítið sem ekkert eftirlit með umsögnunum Sigríður Á. Anderson dómsmálaráðherra upplýsti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að eftirlit með umsögnum umsækjenda um uppreist æru væri lítið sem ekkert. Engu að síður er forsenda fyrir uppreist æru að umsækjendur skili a.m.k. tveimur umsögnum. „Það er alveg rétt. Ég hef gert athugasemd við það,“ sagði Sigríður Á. Andersen. „Öll skjöl sem ganga manna á milli eru tekin allajafna eins og þau eru. Menn treysta þeim og trúa,“ bætti ráðherra við. Hún hafi spurst nánar fyrir um þetta. „... og mér er sagt það að ef eitthvað er undarlegt í bréfunum, umsagnaraðilar mjög ungir þá er haft samband.“ Í þessu samhengi er athyglivert að dæmi er um að umsækjendur um uppreist æru leiti á óvenjulegar slóðir þegar kemur að umsögnum um sig. Þannig greindi Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins, frá því í Reykjavíkurbréfi sínu í gær að Robert Downey, dæmdur barnaníðingur sem sömuleiðis fékk uppreist æru í fyrra, óskaði eftir umsögn Davíðs með umsókn sinni. Það tók Davíð langan tíma að átta sig á því að hann kannaðist við Robert frá því í háskólanum, áður en Robert framdi brot sín.Bréfin tvö sem Haraldur á að hafa undirritað og bárust innanríkisráðuneytinu með umsókn Hjalta Sigurjóns um uppreist æru.Viðbótartexti um erfiðleika HjaltaAthygli vekur að í tilfelli Haraldar Teitssonar, framkvæmdastjóra hjá Teiti sem var þriðji umsagnaraðilinn, var tveimur bréfum skilað. Annað fylgdi umsögn um uppreist æru og hitt fylgibréfi Hjalta um ástæður þess að Kynnisferðir neyddust til að segja honum upp störfum. Bréfin eru dagsett sama daginn, þann 19. maí. Í öðru bréfinu stendur: Með þessu bréfi staðfesti ég það að .... starfaði hjá okkur sumarið 2015 sem bílstjóri. ... er mjög fær bílstjóri og vel liðinn af farþegum fékk mörg lof og meðmælabréf frá farþegum, hann var tjónalaus og gekk vel og snyrtilega um bílana okkar, öll samskipti voru góð. Ég get hiklaust mælt með ... sem bílstjóra. Við óskum alltaf eftir sakavottorði fyrir nýja bílstjóra og í upphafi vinnu skilaði ... því inn og ... Hitt bréfið, með undirskrift Haraldar, er nákvæmlega eins nema þar fylgir frekari texti um að Kynnisferðir hafi neyðst til að segja Hjalta upp störfum vegna hótana frá vefsíðunni Stöndum saman. Á vefsíðunni, sem er umdeild, hafa kynferðisbrotamenn verið nafngreindir og birtar myndir af þeim. Textinn sem bættist við síðara bréfið var eftirfarandi: Þegar Hjalti var búin að starfa hjá okkur í rúman mánuð fengum við hótanir frá hóp sem nefnist „Stöndum saman“ og þeir tjáðu okkur að ... og ef við hefðum hann í vinnu áfram þá myndu þeir gera allt til þess að fyrirtækið myndi skaðast af því, þessar hótanir stigmögnuðust þannig við sáum okkur ekki fært að hafa ... í áframhaldandi vinnu. Ekki hefur náðst í Harald undanfarna daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hjalti vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Vísi en þvertekur fyrir að umsagnarbréfin séu að nokkru leyti fölsuð. Hann hafi skrifað tvö bréf fyrir umsagnaraðila sína, það hafi verið fljótlegra enda hafi þeir ætlað að veita sér umsögn hvort eð er.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Dæmdur barnaníðingur ók grunnskólabörnum Ók börnum stjúpdóttur sem var dæmdur fyrir að brjóta á kynferðislega í tólf ár. 3. september 2017 10:00 Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 „Ég þarf að búa við þetta alla ævi“ Kona sem var misnotuð nær daglega af stjúpföður sínum segist í samtali við Vísi ekki skilja hvernig hægt sé að treysta ráðamönnum þjóðarinnar sem kvitti undir beiðni um uppreist æru sem byggi ekki á meiru en meðmælum vina viðkomandi, sem hljóti nafnleynd. 7. september 2017 18:45 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Dæmdur barnaníðingur ók grunnskólabörnum Ók börnum stjúpdóttur sem var dæmdur fyrir að brjóta á kynferðislega í tólf ár. 3. september 2017 10:00
Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45
„Ég þarf að búa við þetta alla ævi“ Kona sem var misnotuð nær daglega af stjúpföður sínum segist í samtali við Vísi ekki skilja hvernig hægt sé að treysta ráðamönnum þjóðarinnar sem kvitti undir beiðni um uppreist æru sem byggi ekki á meiru en meðmælum vina viðkomandi, sem hljóti nafnleynd. 7. september 2017 18:45
Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45