Leiðrétta forsætisráðherra og segja enga niðurstöðu liggja fyrir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. september 2017 22:23 Bjarni Benediktsson segist hafa sínar upplýsingar frá Sjálfstæðismönnum í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. vísir/vilhelm „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekki lokið sinni umfjöllun um lög og framkvæmd uppreistar æru, það er bara þannig,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Hún segir að nefndin sé einungis búin að skoða mál Roberts Downey og að enn sé ekki komin niðurstaða í það mál.Á blaðamannafundi í Valhöll síðdegis í dag sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra: „Niðurstaða stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, eftir ítarlega athugun á málunum, var sú að það væri í sjálfu sér ekkert athugavert við það hvernig lög voru framkvæmd. Nefndin var ekki að taka til skoðunar þessi atriði sem ég var hérna að nefna áðan um það hvort menn hefðu fært lög til samræmis við nútímaviðhorf í samfélaginu en framkvæmdin sem slík stóðst skoðun Alþingis.“Svandís sagði á Facebooksíðu sinni að Bjarni hefði farið með rangt mál á blaðamannafundinum í dag.Vísir/ErnirSvandís Svavarsdóttir segir að þetta sé ekki sannleikanum samkvæmt: „Það er einfaldlega þannig að málið er enn þá til umfjöllunar í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Næsti fundur nefndarinnar er opinn fundur með Sigríði Á. Andersen þar sem við ætlum að fara yfir niðurstöðu úrskurðarnefndar upplýsingamála og þar ætlum við að krefja ráðherrann svara við því af hverju því beri ekki saman sem hún segir og úrskurðarnefndin.“ Í sama streng tekur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem segir að engin niðurstaða sé komin í málið. „Ég hjó strax eftir þessu,“ segir Lilja um málflutning Bjarna Benediktssonar og segir auk þess að þetta hafi komið sér á óvart.Lilja Alfreðsdóttir segir að málflutningur Bjarna hafi komið henni á óvart.Í samtali við Vísi segist Bjarni Benediktsson hafa fengið upplýsingar um málið frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Spurður út í það hvers vegna hann hafi sagt að niðurstaða lægi fyrir í málinu svarar Bjarni: „Ég hef það frá mínu fólki í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd að það hafi ekki komið fram neinar athugasemdir við það hvernig lögin hafa verið framkvæmd. Ég hef litið á það sem niðurstöðu.“ Bjarni segir auk þess: „Það kann vel að vera rétt hjá þér að það sé ekki komin einhver formleg niðurstaða en það er hins vegar rétt hjá mér að það er ekkert komið fram í meðferð þessa máls sem bendir til þess að það hafi eitthvað misjafnt farið fram í stjórnsýslunni í landinu.” Spurður að því hvers vegna hann hafi notast við orðið „málunum“ í fleirtölu þegar nefndin hafi einungis verið að fjalla um mál Roberts Downey svarar Bjarni: „Það eru fjölmörg atriði. Ég er að vísa til allra þeirra atriða sem eru tekin til skoðunar.“ Svandís Svavarsdóttir segir að rannsókn á máli Hjalta Sigurjóns Haukssonar sé ekki hafin.Hvenær má vænta niðurstöðu nefndarinnar? „Næsti fundur nefndarinnar, miðað við óbreytt ástand, ætti að vera á þriðjudaginn kemur og ég geri ráð fyrir að sá fundur verði haldinn, miðað við nýjustu fréttir, undir nýrri forystu.” Svandís segir að lokum að það sé mikilvægt að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd axli sína ábyrgð á því að skila niðurstöðu sem sé ásættanleg fyrir málið sjálft, fyrir þolendur brotanna og samfélagið í heild. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundurinn í Valhöll klukkan 16:30 Fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taki til máls á fundinum. 15. september 2017 15:44 Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
„Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekki lokið sinni umfjöllun um lög og framkvæmd uppreistar æru, það er bara þannig,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Hún segir að nefndin sé einungis búin að skoða mál Roberts Downey og að enn sé ekki komin niðurstaða í það mál.Á blaðamannafundi í Valhöll síðdegis í dag sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra: „Niðurstaða stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, eftir ítarlega athugun á málunum, var sú að það væri í sjálfu sér ekkert athugavert við það hvernig lög voru framkvæmd. Nefndin var ekki að taka til skoðunar þessi atriði sem ég var hérna að nefna áðan um það hvort menn hefðu fært lög til samræmis við nútímaviðhorf í samfélaginu en framkvæmdin sem slík stóðst skoðun Alþingis.“Svandís sagði á Facebooksíðu sinni að Bjarni hefði farið með rangt mál á blaðamannafundinum í dag.Vísir/ErnirSvandís Svavarsdóttir segir að þetta sé ekki sannleikanum samkvæmt: „Það er einfaldlega þannig að málið er enn þá til umfjöllunar í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Næsti fundur nefndarinnar er opinn fundur með Sigríði Á. Andersen þar sem við ætlum að fara yfir niðurstöðu úrskurðarnefndar upplýsingamála og þar ætlum við að krefja ráðherrann svara við því af hverju því beri ekki saman sem hún segir og úrskurðarnefndin.“ Í sama streng tekur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem segir að engin niðurstaða sé komin í málið. „Ég hjó strax eftir þessu,“ segir Lilja um málflutning Bjarna Benediktssonar og segir auk þess að þetta hafi komið sér á óvart.Lilja Alfreðsdóttir segir að málflutningur Bjarna hafi komið henni á óvart.Í samtali við Vísi segist Bjarni Benediktsson hafa fengið upplýsingar um málið frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Spurður út í það hvers vegna hann hafi sagt að niðurstaða lægi fyrir í málinu svarar Bjarni: „Ég hef það frá mínu fólki í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd að það hafi ekki komið fram neinar athugasemdir við það hvernig lögin hafa verið framkvæmd. Ég hef litið á það sem niðurstöðu.“ Bjarni segir auk þess: „Það kann vel að vera rétt hjá þér að það sé ekki komin einhver formleg niðurstaða en það er hins vegar rétt hjá mér að það er ekkert komið fram í meðferð þessa máls sem bendir til þess að það hafi eitthvað misjafnt farið fram í stjórnsýslunni í landinu.” Spurður að því hvers vegna hann hafi notast við orðið „málunum“ í fleirtölu þegar nefndin hafi einungis verið að fjalla um mál Roberts Downey svarar Bjarni: „Það eru fjölmörg atriði. Ég er að vísa til allra þeirra atriða sem eru tekin til skoðunar.“ Svandís Svavarsdóttir segir að rannsókn á máli Hjalta Sigurjóns Haukssonar sé ekki hafin.Hvenær má vænta niðurstöðu nefndarinnar? „Næsti fundur nefndarinnar, miðað við óbreytt ástand, ætti að vera á þriðjudaginn kemur og ég geri ráð fyrir að sá fundur verði haldinn, miðað við nýjustu fréttir, undir nýrri forystu.” Svandís segir að lokum að það sé mikilvægt að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd axli sína ábyrgð á því að skila niðurstöðu sem sé ásættanleg fyrir málið sjálft, fyrir þolendur brotanna og samfélagið í heild.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundurinn í Valhöll klukkan 16:30 Fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taki til máls á fundinum. 15. september 2017 15:44 Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundurinn í Valhöll klukkan 16:30 Fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taki til máls á fundinum. 15. september 2017 15:44
Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03