Arsenal og Köln hafa verið kærð af UEFA, Knattspyrnusambandi, vegna atvika sem upp komu á meðan leik liðanna í Evrópudeildinni í gær stóð. Arsenal vann leikinn 3-1.
Um 20.000 stuðningsmenn Köln mættu til London þrátt fyrir að félaginu hafi aðeins verið úthlutað 2900 miðum á Emirates.
Leiknum seinkaði um klukkutíma og um tíma var óvíst hvort hann færi fram.
Köln fékk fjórar kærur, þ.á.m. vegna óláta stuðningsmanna og notkun flugelda og blysa í stúkunni. Arsenal var kært fyrir að loka fyrir stiga upp í stuðningsmannasvæði Köln.
Málið verður tekið fyrir 21. september næstkomandi.
