Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2017 07:55 Bjarni Benediktsson átti nokkra fundi með forseta Íslands í fyrra og mætti sömuleiðis til veislu að Bessastöðum ásamt þingmönnum. Vísir/Eyþór Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir um stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórnarsamstarfi sé slitið. Athyglisvert sé að þetta sé í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn fellur eftir kröftug mótmæli almennings. „Almennir leikmenn, kjósendur, mótmæla harðlega einhverjum gjörningi ríkisstjórnarinar og rísa upp. Í kjölfarið hrökklast ríkisstjórnin frá,“ segir Baldur. Árið 2009 sleit Samfylkingin samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn eftir fall bankanna haustið 2008 og hávær mótmæli um „vanhæfa ríkisstjórn“. Í fyrra hrökklaðist svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frá völdum eftir mótmæli í kjölfar Panamaskjalanna.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Kristinn Ingvarsson„Þessi mótmæli núna voru ekki á götum úti en mikill hiti og þungi í umræðunni. Ég upplifði umræðuna í samfélaginu og á samfélagsmiðlum þannig að hún minnti óþægilega mikið á stöðuna 2009, þó svo að málin séu gjörólík,“ segir Baldur. Bendir hann á þá staðreynd að frá árinu 2007 hafi aðeins ein ríkisstjórn náð að sitja út kjörtímabilið. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem tók við búinu árið 2009.„Eina ríkisstjórnin sem situr út kjörtímabilið er vinstri stjórn. Það eru tíðindi í íslenskum stjórnmálum,“ segir Baldur en í sögulegu samhengi hafa vinstri stjórnir átt erfiðara með að halda samstarfi gangandi en kollegar þeirra lengra til hægri.Baldur segir að í stöðunni sem upp sé komið sé hefðbundið að forsætisráðherra gangi á fund forseta Íslands og biðjist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forseti biðji þá forsætisráðherra um að sitja áfram í svokallaðri starfsstjórn. Það samþykki forsætisráðherra nær undantekningalaust og situr þar til ný stjórn er mynduð eða þar til eftir kosningar.„En munu ráðherrar Bjartrar framtíðar sitja í stjórn með Sjálfstæðisflokknum?“ spyr Baldur. Þau gætu ákveðið að ganga út en þá sé mögulegt að Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn sitji áfram í starfsstjórn þótt flokkarnir væru bara með 28 þingmenn. Þeir gætu starfað með stuðningi flokka á þingi. Baldur segir óvíst hvort flokkar vilji ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í augnablikinu.„Í augnablikinu er Sjálfstæðisflokkurinn dálítið eins og heit kartafla. Það er ekki hlaupið að því að mynda stjórn með honum. Hvað gerist á næstu dögum og vikum er ómögulegt að segja til um,“ segir Baldur. Í stöðunni gæti Sjálfstæðisflokkurinn myndað minnihlutastjórn eins til tveggja flokka sem njóti stuðnings einhvers þriðja flokks en svo er spurning hvað Bjarni Ben vilji gera.„Hann gæti metið stöðuna svo að hann vilji boða til kosninga.“Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni í allan dag.
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir um stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórnarsamstarfi sé slitið. Athyglisvert sé að þetta sé í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn fellur eftir kröftug mótmæli almennings. „Almennir leikmenn, kjósendur, mótmæla harðlega einhverjum gjörningi ríkisstjórnarinar og rísa upp. Í kjölfarið hrökklast ríkisstjórnin frá,“ segir Baldur. Árið 2009 sleit Samfylkingin samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn eftir fall bankanna haustið 2008 og hávær mótmæli um „vanhæfa ríkisstjórn“. Í fyrra hrökklaðist svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frá völdum eftir mótmæli í kjölfar Panamaskjalanna.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Kristinn Ingvarsson„Þessi mótmæli núna voru ekki á götum úti en mikill hiti og þungi í umræðunni. Ég upplifði umræðuna í samfélaginu og á samfélagsmiðlum þannig að hún minnti óþægilega mikið á stöðuna 2009, þó svo að málin séu gjörólík,“ segir Baldur. Bendir hann á þá staðreynd að frá árinu 2007 hafi aðeins ein ríkisstjórn náð að sitja út kjörtímabilið. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem tók við búinu árið 2009.„Eina ríkisstjórnin sem situr út kjörtímabilið er vinstri stjórn. Það eru tíðindi í íslenskum stjórnmálum,“ segir Baldur en í sögulegu samhengi hafa vinstri stjórnir átt erfiðara með að halda samstarfi gangandi en kollegar þeirra lengra til hægri.Baldur segir að í stöðunni sem upp sé komið sé hefðbundið að forsætisráðherra gangi á fund forseta Íslands og biðjist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forseti biðji þá forsætisráðherra um að sitja áfram í svokallaðri starfsstjórn. Það samþykki forsætisráðherra nær undantekningalaust og situr þar til ný stjórn er mynduð eða þar til eftir kosningar.„En munu ráðherrar Bjartrar framtíðar sitja í stjórn með Sjálfstæðisflokknum?“ spyr Baldur. Þau gætu ákveðið að ganga út en þá sé mögulegt að Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn sitji áfram í starfsstjórn þótt flokkarnir væru bara með 28 þingmenn. Þeir gætu starfað með stuðningi flokka á þingi. Baldur segir óvíst hvort flokkar vilji ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í augnablikinu.„Í augnablikinu er Sjálfstæðisflokkurinn dálítið eins og heit kartafla. Það er ekki hlaupið að því að mynda stjórn með honum. Hvað gerist á næstu dögum og vikum er ómögulegt að segja til um,“ segir Baldur. Í stöðunni gæti Sjálfstæðisflokkurinn myndað minnihlutastjórn eins til tveggja flokka sem njóti stuðnings einhvers þriðja flokks en svo er spurning hvað Bjarni Ben vilji gera.„Hann gæti metið stöðuna svo að hann vilji boða til kosninga.“Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni í allan dag.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira