Finnst fráleitt að Hjalti hafi sjálfur skrifað bréfið sem faðir forsætisráðherra undirritaði Haraldur Guðmundsson skrifar 15. september 2017 06:00 Benedikt Sveinsson segist hafa þekkt Hjalta í gegnum kunningjafólk sitt. Hjalti hafi skrifað bréf sem Benedikt hafi svo skrifað undir. visir/hari „Það er fáránlegt að það sé í alvörunni staðreynd að ráðuneytið fái umsagnarbréf inn á sitt borð og það er ekki einu sinni kannað hvort viðkomandi hafi skrifað bréfið,“ segir kona sem sætti langvarandi kynferðisofbeldi af hálfu þáverandi stjúpföður síns, Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem fékk uppreist æru í fyrrahaust. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, bað í gær þá afsökunar sem eiga um sárt að binda vegna máls Hjalta eftir að Vísir greindi frá því að Benedikt hefði veitt meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru. Í yfirlýsingu Benedikts kom fram að Hjalti, sem hlaut fimm og hálfs árs dóm fyrir að hafa brotið gróflega og ítrekað gegn stjúpdóttur sinni frá því hún var fimm til sex ára ára og þangað til hún náði átján aldri, hefði komið með bréf, tilbúið til undirritunar, og Benedikt skrifað undir. Hann hefði litið á meðmæli sín sem góðverk við dæmdan barnaníðing. „Ég myndi ekki skrifa upp á eitthvað sem ég er ekki tilbúin til að bera ábyrgð á í kjölfarið. Að viðkomandi geti skilað inn gögnum frá hverjum sem er, að þú getir komið við niðri á Hlemmi á leiðinni í ráðuneytið að sækja um uppreist æru og fengið fólk til að kvitta undir fyrir þig, það er fáránlegt,“ segir konan. Hún fundaði í gær með Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í ráðuneyti hennar. Þar fékk hún að sjá þau gögn sem fylgdu umsókn Hjalta um uppreist æru og kynningu á verklagi ráðuneytisins við afgreiðslu hennar. „Ég sagði mjög lítið á fundinum og hlustaði en ráðherra útskýrði fyrir mér þetta ferli sem eiginlega ítrekaði hvað þetta var ofboðslega vélrænt og fáránlegt allt saman.“ Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Það er fáránlegt að það sé í alvörunni staðreynd að ráðuneytið fái umsagnarbréf inn á sitt borð og það er ekki einu sinni kannað hvort viðkomandi hafi skrifað bréfið,“ segir kona sem sætti langvarandi kynferðisofbeldi af hálfu þáverandi stjúpföður síns, Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem fékk uppreist æru í fyrrahaust. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, bað í gær þá afsökunar sem eiga um sárt að binda vegna máls Hjalta eftir að Vísir greindi frá því að Benedikt hefði veitt meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru. Í yfirlýsingu Benedikts kom fram að Hjalti, sem hlaut fimm og hálfs árs dóm fyrir að hafa brotið gróflega og ítrekað gegn stjúpdóttur sinni frá því hún var fimm til sex ára ára og þangað til hún náði átján aldri, hefði komið með bréf, tilbúið til undirritunar, og Benedikt skrifað undir. Hann hefði litið á meðmæli sín sem góðverk við dæmdan barnaníðing. „Ég myndi ekki skrifa upp á eitthvað sem ég er ekki tilbúin til að bera ábyrgð á í kjölfarið. Að viðkomandi geti skilað inn gögnum frá hverjum sem er, að þú getir komið við niðri á Hlemmi á leiðinni í ráðuneytið að sækja um uppreist æru og fengið fólk til að kvitta undir fyrir þig, það er fáránlegt,“ segir konan. Hún fundaði í gær með Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í ráðuneyti hennar. Þar fékk hún að sjá þau gögn sem fylgdu umsókn Hjalta um uppreist æru og kynningu á verklagi ráðuneytisins við afgreiðslu hennar. „Ég sagði mjög lítið á fundinum og hlustaði en ráðherra útskýrði fyrir mér þetta ferli sem eiginlega ítrekaði hvað þetta var ofboðslega vélrænt og fáránlegt allt saman.“
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45
Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34
Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45