Nánast ekkert ríki jafn háð ferðaþjónustu og Ísland Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. september 2017 08:00 Í nýrri spá Arion banka er gert ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 11 prósent á næsta ári, og að alls 2,5 milljónir ferðamanna heimsæki landið. vísir/pjetur Ferðaþjónustutekjur á hvern Íslending nema um 8.800 dölum og eru þær hæstu í heiminum, að Lúxemborg undanskilinni. Sem dæmi eru tekjur á hvern Íslending um sex sinnum hærri en á hvern Spánverja. Er þá ekki tekið tillit til farþegaflutninga. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri ferðaþjónustuúttekt greiningardeildar Arion banka sem kynnt verður í dag. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur í greiningardeild bankans, segir vægast sagt fáheyrt að ríki, hvað þá myntsvæði, sé jafn háð ferðaþjónustu og Ísland. „Það er mjög óalgengt að ferðaþjónusta hafi eins mikil áhrif á hagkerfið og gengi gjaldmiðils og hér. Yfirleitt spyrja menn hvaða áhrif gengið hafi á ferðaþjónustuna, en færri velta því fyrir sér hvaða áhrif ferðaþjónustan hefur á gengið. Það eru nokkuð skýrar vísbendingar um að einn af stærstu – ef ekki sá stærsti – drifkröftunum í gengisstyrkingu krónunnar síðustu misseri hafi verið ferðaþjónustan sjálf. Hún hefur verið aðaldrifkrafturinn í hagkerfinu.“ Greiningardeildin gerir ráð fyrir áframhaldandi fjölgun ferðamanna á næstu árum, en að hægja taki á vextinum. Í grunnsviðsmynd sérfræðinga bankans er gert ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 11 prósent á næsta ári, og að alls 2,5 milljónir ferðamanna heimsæki landið, og 8 prósent árið 2019. Til samanburðar var vöxturinn 38 prósent í fyrra. Að mati greiningardeildarinnar ræður flugframboð meira um fjölgun ferðamanna á næstu árum en gengisstyrking krónunnar. Bendir deildin á að árið 2005 hafi tvö flugfélög flogið allan ársins hring til landsins en í ár eru þau fimmtán talsins.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka.Samkvæmt grunnsviðsmynd greiningardeildarinnar má áætla að tekjur af erlendum ferðamönnum á árunum 2017 til 2020 nemi tæpum 2.400 milljörðum króna eða sem nemur allri landsframleiðslu Íslands í fyrra. Auk þess kemur fram í úttekt greiningardeildarinnar að hagvöxtur í fyrra hefði verið nær 4 prósentum, en ekki 7,4 prósent, ef ekki hefði verið fyrir aukin umsvif í ferðaþjónustunni. Var vægi ferðaþjónustunnar í útflutningi um 42 prósent í fyrra sem er um helmingi meira en sjávarútvegur og áliðnaður samanlagt.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ferðaþjónustutekjur á hvern Íslending nema um 8.800 dölum og eru þær hæstu í heiminum, að Lúxemborg undanskilinni. Sem dæmi eru tekjur á hvern Íslending um sex sinnum hærri en á hvern Spánverja. Er þá ekki tekið tillit til farþegaflutninga. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri ferðaþjónustuúttekt greiningardeildar Arion banka sem kynnt verður í dag. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur í greiningardeild bankans, segir vægast sagt fáheyrt að ríki, hvað þá myntsvæði, sé jafn háð ferðaþjónustu og Ísland. „Það er mjög óalgengt að ferðaþjónusta hafi eins mikil áhrif á hagkerfið og gengi gjaldmiðils og hér. Yfirleitt spyrja menn hvaða áhrif gengið hafi á ferðaþjónustuna, en færri velta því fyrir sér hvaða áhrif ferðaþjónustan hefur á gengið. Það eru nokkuð skýrar vísbendingar um að einn af stærstu – ef ekki sá stærsti – drifkröftunum í gengisstyrkingu krónunnar síðustu misseri hafi verið ferðaþjónustan sjálf. Hún hefur verið aðaldrifkrafturinn í hagkerfinu.“ Greiningardeildin gerir ráð fyrir áframhaldandi fjölgun ferðamanna á næstu árum, en að hægja taki á vextinum. Í grunnsviðsmynd sérfræðinga bankans er gert ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 11 prósent á næsta ári, og að alls 2,5 milljónir ferðamanna heimsæki landið, og 8 prósent árið 2019. Til samanburðar var vöxturinn 38 prósent í fyrra. Að mati greiningardeildarinnar ræður flugframboð meira um fjölgun ferðamanna á næstu árum en gengisstyrking krónunnar. Bendir deildin á að árið 2005 hafi tvö flugfélög flogið allan ársins hring til landsins en í ár eru þau fimmtán talsins.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka.Samkvæmt grunnsviðsmynd greiningardeildarinnar má áætla að tekjur af erlendum ferðamönnum á árunum 2017 til 2020 nemi tæpum 2.400 milljörðum króna eða sem nemur allri landsframleiðslu Íslands í fyrra. Auk þess kemur fram í úttekt greiningardeildarinnar að hagvöxtur í fyrra hefði verið nær 4 prósentum, en ekki 7,4 prósent, ef ekki hefði verið fyrir aukin umsvif í ferðaþjónustunni. Var vægi ferðaþjónustunnar í útflutningi um 42 prósent í fyrra sem er um helmingi meira en sjávarútvegur og áliðnaður samanlagt.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira