Nánast ekkert ríki jafn háð ferðaþjónustu og Ísland Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. september 2017 08:00 Í nýrri spá Arion banka er gert ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 11 prósent á næsta ári, og að alls 2,5 milljónir ferðamanna heimsæki landið. vísir/pjetur Ferðaþjónustutekjur á hvern Íslending nema um 8.800 dölum og eru þær hæstu í heiminum, að Lúxemborg undanskilinni. Sem dæmi eru tekjur á hvern Íslending um sex sinnum hærri en á hvern Spánverja. Er þá ekki tekið tillit til farþegaflutninga. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri ferðaþjónustuúttekt greiningardeildar Arion banka sem kynnt verður í dag. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur í greiningardeild bankans, segir vægast sagt fáheyrt að ríki, hvað þá myntsvæði, sé jafn háð ferðaþjónustu og Ísland. „Það er mjög óalgengt að ferðaþjónusta hafi eins mikil áhrif á hagkerfið og gengi gjaldmiðils og hér. Yfirleitt spyrja menn hvaða áhrif gengið hafi á ferðaþjónustuna, en færri velta því fyrir sér hvaða áhrif ferðaþjónustan hefur á gengið. Það eru nokkuð skýrar vísbendingar um að einn af stærstu – ef ekki sá stærsti – drifkröftunum í gengisstyrkingu krónunnar síðustu misseri hafi verið ferðaþjónustan sjálf. Hún hefur verið aðaldrifkrafturinn í hagkerfinu.“ Greiningardeildin gerir ráð fyrir áframhaldandi fjölgun ferðamanna á næstu árum, en að hægja taki á vextinum. Í grunnsviðsmynd sérfræðinga bankans er gert ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 11 prósent á næsta ári, og að alls 2,5 milljónir ferðamanna heimsæki landið, og 8 prósent árið 2019. Til samanburðar var vöxturinn 38 prósent í fyrra. Að mati greiningardeildarinnar ræður flugframboð meira um fjölgun ferðamanna á næstu árum en gengisstyrking krónunnar. Bendir deildin á að árið 2005 hafi tvö flugfélög flogið allan ársins hring til landsins en í ár eru þau fimmtán talsins.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka.Samkvæmt grunnsviðsmynd greiningardeildarinnar má áætla að tekjur af erlendum ferðamönnum á árunum 2017 til 2020 nemi tæpum 2.400 milljörðum króna eða sem nemur allri landsframleiðslu Íslands í fyrra. Auk þess kemur fram í úttekt greiningardeildarinnar að hagvöxtur í fyrra hefði verið nær 4 prósentum, en ekki 7,4 prósent, ef ekki hefði verið fyrir aukin umsvif í ferðaþjónustunni. Var vægi ferðaþjónustunnar í útflutningi um 42 prósent í fyrra sem er um helmingi meira en sjávarútvegur og áliðnaður samanlagt.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Ferðaþjónustutekjur á hvern Íslending nema um 8.800 dölum og eru þær hæstu í heiminum, að Lúxemborg undanskilinni. Sem dæmi eru tekjur á hvern Íslending um sex sinnum hærri en á hvern Spánverja. Er þá ekki tekið tillit til farþegaflutninga. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri ferðaþjónustuúttekt greiningardeildar Arion banka sem kynnt verður í dag. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur í greiningardeild bankans, segir vægast sagt fáheyrt að ríki, hvað þá myntsvæði, sé jafn háð ferðaþjónustu og Ísland. „Það er mjög óalgengt að ferðaþjónusta hafi eins mikil áhrif á hagkerfið og gengi gjaldmiðils og hér. Yfirleitt spyrja menn hvaða áhrif gengið hafi á ferðaþjónustuna, en færri velta því fyrir sér hvaða áhrif ferðaþjónustan hefur á gengið. Það eru nokkuð skýrar vísbendingar um að einn af stærstu – ef ekki sá stærsti – drifkröftunum í gengisstyrkingu krónunnar síðustu misseri hafi verið ferðaþjónustan sjálf. Hún hefur verið aðaldrifkrafturinn í hagkerfinu.“ Greiningardeildin gerir ráð fyrir áframhaldandi fjölgun ferðamanna á næstu árum, en að hægja taki á vextinum. Í grunnsviðsmynd sérfræðinga bankans er gert ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 11 prósent á næsta ári, og að alls 2,5 milljónir ferðamanna heimsæki landið, og 8 prósent árið 2019. Til samanburðar var vöxturinn 38 prósent í fyrra. Að mati greiningardeildarinnar ræður flugframboð meira um fjölgun ferðamanna á næstu árum en gengisstyrking krónunnar. Bendir deildin á að árið 2005 hafi tvö flugfélög flogið allan ársins hring til landsins en í ár eru þau fimmtán talsins.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka.Samkvæmt grunnsviðsmynd greiningardeildarinnar má áætla að tekjur af erlendum ferðamönnum á árunum 2017 til 2020 nemi tæpum 2.400 milljörðum króna eða sem nemur allri landsframleiðslu Íslands í fyrra. Auk þess kemur fram í úttekt greiningardeildarinnar að hagvöxtur í fyrra hefði verið nær 4 prósentum, en ekki 7,4 prósent, ef ekki hefði verið fyrir aukin umsvif í ferðaþjónustunni. Var vægi ferðaþjónustunnar í útflutningi um 42 prósent í fyrra sem er um helmingi meira en sjávarútvegur og áliðnaður samanlagt.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira