Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Lovísa Arnardóttir skrifar 15. nóvember 2025 12:25 Bakaríið Hygge var lokað í alls 245 daga á meðan beðið var eftir rekstrarleyfi. Vísir/Anton Brink Íbúar við Hverfisgötu 94 til 96 og Barónsstíg 6 hafa lagt fram stjórnvaldskæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og krefjast þess að starfsleyfi kaffihússins og bakarísins Hygge við Barónsstíg 6 verði afturkallað. Í kærunni er vísað til þess að sorphirðumál séu í ólestri og að mikil mengun sé frá rekstrinum. Íbúar segja að afturkalla eigi starfsleyfið því að skilyrði varðandi sorp og meðhöndlun úrgangs, meðal annars, hafi ekki verið uppfyllt við útgáfu leyfisins. Samkvæmt starfsleyfi er Hygge er heimilað að framleiða sætmeti og/eða brauðmeti á staðnum og/eða selja eða dreifa á aðra staði. Kæran er hér. Leyfið nær einnig til hitunar og eldunar á tilbúnu hráefni á staðnum, s.s. heitum samlokum og smáréttum, framleiðslu á súpum og forpökkuðum sultum, salötum, mauki og skálum til dreifingar á aðra staði. Starfsleyfið nær einnig til veisluþjónustu fyrir kaffihlaðborð. Í starfsleyfinu kemur fram að ekki megi vera starfsemi í rýminu eftir klukkan 23.30 á kvöldin. Fjallað var um það í sumar að eigendur bakarísins biðu í 245 daga eftir rekstrarleyfi. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í sumar sagði einn eigenda, Axel Þorsteinsson, að sorphirðumál hefðu verið ein ástæða þess að útgáfa leyfisins tafðist svo. „Þetta tafðist aftur. Þannig að í stuttu máli þá var þannig að þeir vildu ekki að upprunalega sorpið sem var þarna frá fyrrum veitingastað væri þarna sem það átti að vera. Þannig við þurftum að finna aðra lausn og við þurftum að koma því fyrir og þeir að koma og gefa grænt ljós. Þá mátti það allt í einu ekki vera þar og þeir hættu við. Þá þurftum við aftur að fara grafa eitthvað og þá allt í einu mátti upprunalega sorpið vera til staðar,“ sagði Axel í sumar. Ruslagerðið ekki nóg fyrir tvo veitingastaði Í stjórnvaldskærunni sem fjallað var um á fundi heilbrigðisnefndar borgarinnar fyrr í þessari viku. Þar er farið yfir forsögu máls og segir að þegar veitingastaðurinn Grazie Trattoria tók til starfa 2021 að Hverfsgötu 96 hafi verið útbúið sérstakt rými fyrir ruslið í porti bak við húsin en að aldrei hafi verið gert ráð fyrir því að annað slíkt rými yrði reist. Þá segir einnig að það sé ljóst að stærð ruslagerðisins dugi ekki fyrir Grazie því umgengni um það sé slæm og ítrekað hafi verið kvartað yfir því. Þá kemur fram að ákveðið hafi verið á húsfundi að nýting ruslagerðisins yrði ekki önnur nema með samþykki húsfundar og furða íbúar því sig á því að Grazie hafi heimilað öðrum leigutökum hússins að nota það. Bent er á að í umsögn heilbrigðiseftirlits komi fram að ruslagerðið sé ekki nægilega stórt fyrir bæði Grazie og Hygge og því sé ekki hægt að sameina sorpaðstöðu beggja fyrirtækja í því ruslagerði sem er til staðar. Það sé því engin sorpaðstaða fyrir Hygge og segja íbúar að það hefði átt að leiða til þess að umsókn Hygge hefði aldrei verið samþykkt. Íbúar krefjast þess vegna að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógildi ákvörðun heilbrigðiseftirlits s um að gefa út starfsleyfi. Loftræsismál í ólestri líka Í kærunni er einnig fjallað um loftræstimál og að þau séu í ólestri, frá rekstri bæði Grazie og Hygge berist veruleg mengun og að heilbrigðiseftirlit hafi staðfest lyktarmengun í sameign húsanna og frá útblæstri á svölum íbúðar 501, auk þess sem útblástur frá rýmunum hefur mengað verulega. Þá er einnig vísað til þess að rörin séu ekki í samræmi við lög og frágangurinn hafi leitt til mengunar og skerðingu loftgæða fyrir íbúa hússins. Í kæru segir enn fremur að útgáfa leyfisins og reksturinn sé afar íþyngjandi fyrir íbúa. Hún feli í sér aðra og mun umfangsmeiri hagnýtingu á séreignarrými en hafði áður verið áætlað. Reykjavík Bakarí Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Sorphirða Tengdar fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir tafir á útgáfu starfsleyfa veitingastaða ekki stranda hjá stofnuninni. Slíkar tafir megi rekja til skorts á gögnum frá rekstraraðilum eða til ákvörðunar byggingarfulltrúa. Hann vísar á bug þeim ásökunum að heilbrigðiseftirlitið setji fólk á svartan lista fyrir að tjá sig. 9. júlí 2025 16:32 Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur segist efast um að veitingamenn í Reykjavík óttist í mörgum tilvikum að styggja stjórnsýsluna. Hann segir heilbrigðiseftirlitið, sem mótmælti á sínum tíma íþyngjandi reglugerðarbreytingu um auglýsingaskyldu, starfa af heilindum. 16. júní 2025 10:36 Veitingamenn óttist að styggja embættismenn Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir að veitingamenn í Reykjavík hafi verið illa upplýstir um reglugerð sem hefur nýlega lagt steina í götur þeirra. Hann segir að þeir óttist margir að styggja stjórnsýsluna en veitingamenn lýsa erfiðum samskiptum við heilbrigðiseftirlitið. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að betur gengi ef eftirlitið væri einkavætt. 15. júní 2025 14:05 Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Íbúar segja að afturkalla eigi starfsleyfið því að skilyrði varðandi sorp og meðhöndlun úrgangs, meðal annars, hafi ekki verið uppfyllt við útgáfu leyfisins. Samkvæmt starfsleyfi er Hygge er heimilað að framleiða sætmeti og/eða brauðmeti á staðnum og/eða selja eða dreifa á aðra staði. Kæran er hér. Leyfið nær einnig til hitunar og eldunar á tilbúnu hráefni á staðnum, s.s. heitum samlokum og smáréttum, framleiðslu á súpum og forpökkuðum sultum, salötum, mauki og skálum til dreifingar á aðra staði. Starfsleyfið nær einnig til veisluþjónustu fyrir kaffihlaðborð. Í starfsleyfinu kemur fram að ekki megi vera starfsemi í rýminu eftir klukkan 23.30 á kvöldin. Fjallað var um það í sumar að eigendur bakarísins biðu í 245 daga eftir rekstrarleyfi. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í sumar sagði einn eigenda, Axel Þorsteinsson, að sorphirðumál hefðu verið ein ástæða þess að útgáfa leyfisins tafðist svo. „Þetta tafðist aftur. Þannig að í stuttu máli þá var þannig að þeir vildu ekki að upprunalega sorpið sem var þarna frá fyrrum veitingastað væri þarna sem það átti að vera. Þannig við þurftum að finna aðra lausn og við þurftum að koma því fyrir og þeir að koma og gefa grænt ljós. Þá mátti það allt í einu ekki vera þar og þeir hættu við. Þá þurftum við aftur að fara grafa eitthvað og þá allt í einu mátti upprunalega sorpið vera til staðar,“ sagði Axel í sumar. Ruslagerðið ekki nóg fyrir tvo veitingastaði Í stjórnvaldskærunni sem fjallað var um á fundi heilbrigðisnefndar borgarinnar fyrr í þessari viku. Þar er farið yfir forsögu máls og segir að þegar veitingastaðurinn Grazie Trattoria tók til starfa 2021 að Hverfsgötu 96 hafi verið útbúið sérstakt rými fyrir ruslið í porti bak við húsin en að aldrei hafi verið gert ráð fyrir því að annað slíkt rými yrði reist. Þá segir einnig að það sé ljóst að stærð ruslagerðisins dugi ekki fyrir Grazie því umgengni um það sé slæm og ítrekað hafi verið kvartað yfir því. Þá kemur fram að ákveðið hafi verið á húsfundi að nýting ruslagerðisins yrði ekki önnur nema með samþykki húsfundar og furða íbúar því sig á því að Grazie hafi heimilað öðrum leigutökum hússins að nota það. Bent er á að í umsögn heilbrigðiseftirlits komi fram að ruslagerðið sé ekki nægilega stórt fyrir bæði Grazie og Hygge og því sé ekki hægt að sameina sorpaðstöðu beggja fyrirtækja í því ruslagerði sem er til staðar. Það sé því engin sorpaðstaða fyrir Hygge og segja íbúar að það hefði átt að leiða til þess að umsókn Hygge hefði aldrei verið samþykkt. Íbúar krefjast þess vegna að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógildi ákvörðun heilbrigðiseftirlits s um að gefa út starfsleyfi. Loftræsismál í ólestri líka Í kærunni er einnig fjallað um loftræstimál og að þau séu í ólestri, frá rekstri bæði Grazie og Hygge berist veruleg mengun og að heilbrigðiseftirlit hafi staðfest lyktarmengun í sameign húsanna og frá útblæstri á svölum íbúðar 501, auk þess sem útblástur frá rýmunum hefur mengað verulega. Þá er einnig vísað til þess að rörin séu ekki í samræmi við lög og frágangurinn hafi leitt til mengunar og skerðingu loftgæða fyrir íbúa hússins. Í kæru segir enn fremur að útgáfa leyfisins og reksturinn sé afar íþyngjandi fyrir íbúa. Hún feli í sér aðra og mun umfangsmeiri hagnýtingu á séreignarrými en hafði áður verið áætlað.
Reykjavík Bakarí Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Sorphirða Tengdar fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir tafir á útgáfu starfsleyfa veitingastaða ekki stranda hjá stofnuninni. Slíkar tafir megi rekja til skorts á gögnum frá rekstraraðilum eða til ákvörðunar byggingarfulltrúa. Hann vísar á bug þeim ásökunum að heilbrigðiseftirlitið setji fólk á svartan lista fyrir að tjá sig. 9. júlí 2025 16:32 Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur segist efast um að veitingamenn í Reykjavík óttist í mörgum tilvikum að styggja stjórnsýsluna. Hann segir heilbrigðiseftirlitið, sem mótmælti á sínum tíma íþyngjandi reglugerðarbreytingu um auglýsingaskyldu, starfa af heilindum. 16. júní 2025 10:36 Veitingamenn óttist að styggja embættismenn Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir að veitingamenn í Reykjavík hafi verið illa upplýstir um reglugerð sem hefur nýlega lagt steina í götur þeirra. Hann segir að þeir óttist margir að styggja stjórnsýsluna en veitingamenn lýsa erfiðum samskiptum við heilbrigðiseftirlitið. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að betur gengi ef eftirlitið væri einkavætt. 15. júní 2025 14:05 Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
„Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir tafir á útgáfu starfsleyfa veitingastaða ekki stranda hjá stofnuninni. Slíkar tafir megi rekja til skorts á gögnum frá rekstraraðilum eða til ákvörðunar byggingarfulltrúa. Hann vísar á bug þeim ásökunum að heilbrigðiseftirlitið setji fólk á svartan lista fyrir að tjá sig. 9. júlí 2025 16:32
Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur segist efast um að veitingamenn í Reykjavík óttist í mörgum tilvikum að styggja stjórnsýsluna. Hann segir heilbrigðiseftirlitið, sem mótmælti á sínum tíma íþyngjandi reglugerðarbreytingu um auglýsingaskyldu, starfa af heilindum. 16. júní 2025 10:36
Veitingamenn óttist að styggja embættismenn Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir að veitingamenn í Reykjavík hafi verið illa upplýstir um reglugerð sem hefur nýlega lagt steina í götur þeirra. Hann segir að þeir óttist margir að styggja stjórnsýsluna en veitingamenn lýsa erfiðum samskiptum við heilbrigðiseftirlitið. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að betur gengi ef eftirlitið væri einkavætt. 15. júní 2025 14:05