Eiríkur Kristinn Íslandsmeistari í rallycrossi Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2017 09:10 Frá Rallycrossbraut Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar í Kapelluhrauni. Lokaumferð Íslandsmótsins í Rallycrossi var haldin um helgina á rallycross brautinni í Kapelluhrauni. Þrettán keppendur voru skráðir til leiks í þessa lokaumferð, sem fram fór í þremur flokkum. Í svokölluðum 2000 flokki sigraði Eiríkur Kristinn Kristjánsson og tryggði hann sér einnig Íslandsmeistaratitilinn árið 2017. Í öðru sæti varð Karl Halldór Eysteinsson og í þriðja sæti Jónas Sigurður Kristinnsson. Í 4x4 krónu flokki var mikil barátta. Guðmundur Elíasson, sem áður hefur verið að keppa í unglingaflokki með góðum árangri, færði sig í þann flokk eftir að enginn var skráður í unglingaflokk. Unglingaflokkur er fyrir 15-17 ára, en Guðmundur fékk bílpróf nýlega og má klára tímabilið í unglingaflokki en ákvað að reyna á þetta í stærri flokki og reynslan sem hann hefur fengið í unglingaflokki reyndist honum góð því hann kom sá og sigraði í 4x4 krónu flokknum eftir frábæran akstur. Þess má geta að faðir Guðmundar keppti í allt sumar í torfæru, þ.e. Elías Guðmundsson á Ótemjunni. Hann er að fara keppa í Bandaríkjunum í byrjun október og því nóg að gerast hjá þessari miklu mótorsportfjölskyldu. Trausti Guðfinnson varð annar en hann tryggði sér íslandsmeistaratitlinn í flokknum eftir sumarið. Í þriðja sæti varð svo Gunnlaugur Hjörvar Gunnlaugsson. Í opna flokknum sigraði örugglega Ágúst Aðalbjörnsson á Subaru. Hann sigraði í öllum 3 keppnunum sem giltu til Íslandsmeistara í ár og endaði hann sem Íslandsmeistari árið 2017 í Opna flokknum. Í öðru sæti varð Kári Sveinsson. Í opna flokknum er hægt að keyra á hvaða ökutæki sem er. Aðeins þarf að standast öryggiskröfur til að fá að keppa. Í unglingaflokki var enginn skráður í síðustu keppnina og þar að leiðandi endaði Arnar Freyr Viðarsson sem Íslandsmeistari. Hann sigraði í öllum keppnunum sem giltu til Íslandsmeistara. Guðmundur Elíasson endaði í örðu sæti í Íslandsmótinu og Tryggvi Ólafsson í þriðja sæti í Íslandsmótinu. Unglingurflokkur er frábær leið til að byrja í mótorsporti en unglingar frá 15 til 17 ára mega keppa í þessu flokki. Mikil og glæsilegt tilþrif sáust í rallycross keppnum sumarsins en rallycross menn ætla að enda árið með stæl og halda Redneck bikarmót í rallycross helgina 30. september til 1.október og keyrðar verða keppnir bæði laugardag og sunnudag. Á myndskeiðinu má sjá frá keppninni í 2000 flokki um helgina. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent
Lokaumferð Íslandsmótsins í Rallycrossi var haldin um helgina á rallycross brautinni í Kapelluhrauni. Þrettán keppendur voru skráðir til leiks í þessa lokaumferð, sem fram fór í þremur flokkum. Í svokölluðum 2000 flokki sigraði Eiríkur Kristinn Kristjánsson og tryggði hann sér einnig Íslandsmeistaratitilinn árið 2017. Í öðru sæti varð Karl Halldór Eysteinsson og í þriðja sæti Jónas Sigurður Kristinnsson. Í 4x4 krónu flokki var mikil barátta. Guðmundur Elíasson, sem áður hefur verið að keppa í unglingaflokki með góðum árangri, færði sig í þann flokk eftir að enginn var skráður í unglingaflokk. Unglingaflokkur er fyrir 15-17 ára, en Guðmundur fékk bílpróf nýlega og má klára tímabilið í unglingaflokki en ákvað að reyna á þetta í stærri flokki og reynslan sem hann hefur fengið í unglingaflokki reyndist honum góð því hann kom sá og sigraði í 4x4 krónu flokknum eftir frábæran akstur. Þess má geta að faðir Guðmundar keppti í allt sumar í torfæru, þ.e. Elías Guðmundsson á Ótemjunni. Hann er að fara keppa í Bandaríkjunum í byrjun október og því nóg að gerast hjá þessari miklu mótorsportfjölskyldu. Trausti Guðfinnson varð annar en hann tryggði sér íslandsmeistaratitlinn í flokknum eftir sumarið. Í þriðja sæti varð svo Gunnlaugur Hjörvar Gunnlaugsson. Í opna flokknum sigraði örugglega Ágúst Aðalbjörnsson á Subaru. Hann sigraði í öllum 3 keppnunum sem giltu til Íslandsmeistara í ár og endaði hann sem Íslandsmeistari árið 2017 í Opna flokknum. Í öðru sæti varð Kári Sveinsson. Í opna flokknum er hægt að keyra á hvaða ökutæki sem er. Aðeins þarf að standast öryggiskröfur til að fá að keppa. Í unglingaflokki var enginn skráður í síðustu keppnina og þar að leiðandi endaði Arnar Freyr Viðarsson sem Íslandsmeistari. Hann sigraði í öllum keppnunum sem giltu til Íslandsmeistara. Guðmundur Elíasson endaði í örðu sæti í Íslandsmótinu og Tryggvi Ólafsson í þriðja sæti í Íslandsmótinu. Unglingurflokkur er frábær leið til að byrja í mótorsporti en unglingar frá 15 til 17 ára mega keppa í þessu flokki. Mikil og glæsilegt tilþrif sáust í rallycross keppnum sumarsins en rallycross menn ætla að enda árið með stæl og halda Redneck bikarmót í rallycross helgina 30. september til 1.október og keyrðar verða keppnir bæði laugardag og sunnudag. Á myndskeiðinu má sjá frá keppninni í 2000 flokki um helgina.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent