Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. september 2017 20:45 Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður til héraðssaksóknara. Hann er grunaður um að hafa dregið sér fé upp á um hálfan milljarð króna. Vísir/eyþór Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. Fjárhæðirnar hlaupa á hundruðum milljóna króna að sögn talsmanns fyrirtækisins en Magnús á að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga og dregið þannig að sér fé. Magnús er stofnandi kísilverksmiðju United Silicon og fyrrverandi forstjóri. Í byrjun árs fór Magnús úr stjórn félagsins vegna samstarfsörðugleika en stuttu síðar fóru vísbendingar um hina meintu refsiverðu háttsemi að koma í ljós. „Ný stjórn kemur að málinu nú í byrjun árs og þá er farið markvisst í að vinna að endurskipulagningu og ná tökum á fjárreiðum og rekstri félagsins. Smátt og smátt þá kemur í ljós að ýmislegt virðist ekki stemma. Það eru vísbendingar um að skjalafals hafi átt sér stað, það er að gefnir hafi verið út falsaðir reikningar sem ekki áttu rétt á sér,“ segir Karen Kjartansdóttir, talsmaður United Silicon, í samtali við fréttastofu.Grunaður um að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga Samkvæmt heimildum fréttastofu er Magnús grunaður um að hafa gefið út reikninga í nafni fyrirtækis, sem hét sama eða svipuðu nafni og það sem framleiddi búnað fyrir United Silicon. United Silicon taldi því að reikningarnir væru hluti af uppgjöri á samningi fyrirtækisins við búnaðarframleiðandann og greiddi þá í góðri trú. Þá á Magnús að hafa beitt miklum blekkingum til að reyna að leyna brotunum en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann grunaður um að hafa dregið sér rúman hálfan milljarð króna. Hún áréttar að Magnús hafi enga aðkomu haft að rekstri eða stjórnun félagsins síðan í mars. Það var stjórn United Silicon, í samráði við lögmann félagsins og aðstoðarmann í greiðslustöðvun, sem sendi Embætti héraðssaksóknara kæru vegna málsins um hádegisbil í dag. Kæran er byggð á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. „Því miður þá virðist okkur sem svo að það sé rökstuddur grunur fyrir því að þessi brot hafi átt sér stað í mjög langan tíma, jafnvel allt frá byrjun.“ Karen segir að farið hafi verið yfir málið með starfsmönnum og þeim greint frá stöðunni. Hinir ýmsu aðilar lagt fé í fyrirtækið, meðal annars lífeyrissjóðir, auk Arion banka sem afskrifaði tæpan milljarð sem bankinn átti í félaginu í sumar. „Þetta er auðvitað afskaplega sorglegt því þarna hafa fjölmargir aðilar farið af stað í góðri trú og af miklum metnaði og vitanlega grunaði engan að svona gæti farið.“ Karen segir að stjórn félagsins muni vinna með yfirvöldum að rannsókn málsins. „Það er fyrirtækinu fyrir bestu og í því eru allir hagsmunir fólgnir.“ Tengdar fréttir Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. Fjárhæðirnar hlaupa á hundruðum milljóna króna að sögn talsmanns fyrirtækisins en Magnús á að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga og dregið þannig að sér fé. Magnús er stofnandi kísilverksmiðju United Silicon og fyrrverandi forstjóri. Í byrjun árs fór Magnús úr stjórn félagsins vegna samstarfsörðugleika en stuttu síðar fóru vísbendingar um hina meintu refsiverðu háttsemi að koma í ljós. „Ný stjórn kemur að málinu nú í byrjun árs og þá er farið markvisst í að vinna að endurskipulagningu og ná tökum á fjárreiðum og rekstri félagsins. Smátt og smátt þá kemur í ljós að ýmislegt virðist ekki stemma. Það eru vísbendingar um að skjalafals hafi átt sér stað, það er að gefnir hafi verið út falsaðir reikningar sem ekki áttu rétt á sér,“ segir Karen Kjartansdóttir, talsmaður United Silicon, í samtali við fréttastofu.Grunaður um að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga Samkvæmt heimildum fréttastofu er Magnús grunaður um að hafa gefið út reikninga í nafni fyrirtækis, sem hét sama eða svipuðu nafni og það sem framleiddi búnað fyrir United Silicon. United Silicon taldi því að reikningarnir væru hluti af uppgjöri á samningi fyrirtækisins við búnaðarframleiðandann og greiddi þá í góðri trú. Þá á Magnús að hafa beitt miklum blekkingum til að reyna að leyna brotunum en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann grunaður um að hafa dregið sér rúman hálfan milljarð króna. Hún áréttar að Magnús hafi enga aðkomu haft að rekstri eða stjórnun félagsins síðan í mars. Það var stjórn United Silicon, í samráði við lögmann félagsins og aðstoðarmann í greiðslustöðvun, sem sendi Embætti héraðssaksóknara kæru vegna málsins um hádegisbil í dag. Kæran er byggð á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. „Því miður þá virðist okkur sem svo að það sé rökstuddur grunur fyrir því að þessi brot hafi átt sér stað í mjög langan tíma, jafnvel allt frá byrjun.“ Karen segir að farið hafi verið yfir málið með starfsmönnum og þeim greint frá stöðunni. Hinir ýmsu aðilar lagt fé í fyrirtækið, meðal annars lífeyrissjóðir, auk Arion banka sem afskrifaði tæpan milljarð sem bankinn átti í félaginu í sumar. „Þetta er auðvitað afskaplega sorglegt því þarna hafa fjölmargir aðilar farið af stað í góðri trú og af miklum metnaði og vitanlega grunaði engan að svona gæti farið.“ Karen segir að stjórn félagsins muni vinna með yfirvöldum að rannsókn málsins. „Það er fyrirtækinu fyrir bestu og í því eru allir hagsmunir fólgnir.“
Tengdar fréttir Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38