Stefnan er sett á að fara út Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2017 06:00 Sigríður Lára Garðarsdóttir og Sóley Guðmundsdóttir lyfta Borgunarbikarnum. vísir/ernir ÍBV varð á laugardaginn bikarmeistari kvenna í annað sinn í sögu félagsins eftir 2-3 sigur á Stjörnunni á Laugardalsvelli. Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði sigurmark Eyjakvenna úr umdeildri vítaspyrnu þegar átta mínútur voru eftir af framlengingu. ÍBV er því bikarmeistari karla og kvenna 2017. Sannkallað bikarár í Eyjum. „Þetta var ógleymanlegt. Þetta er fyrsti titillinn minn,“ sagði Sigríður Lára hin kátasta í samtali við Fréttablaðið í gær. ÍBV lék einnig til úrslita í bikarkeppninni í fyrra. Þá fékk liðið á sig mark strax á upphafsmínútunni gegn Breiðabliki og endaði á því að tapa 3-1. Á laugardaginn var þessu öðruvísi farið. Aðeins voru liðnar fjórar mínútur af leiknum þegar Cloé Lacasse komst inn í sendingu Kristrúnar Kristjánsdóttur til baka, lék á Gemmu Fay og skoraði. ÍBV náði ekki að fylgja þessari draumabyrjun eftir og Stjarnan náði forystunni fyrir hálfleik. Stjörnukonur leiddu fram á 89. mínútu þegar Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði eftir sendingu frá Cloé. Sú síðarnefnda fiskaði svo vítið sem Sigríður Lára skoraði sigurmarkið úr.Duttu niður eftir frábæra byrjun „Við byrjuðum af þvílíkum krafti og uppskárum gott mark. Fyrsti hálftíminn var mjög góður en við duttum niður og fengum tvö mörk á okkur. Byrjunin á seinni hálfleik var ekki alveg nógu góð en svo kom aftur kraftur í okkur síðustu 20 mínúturnar,“ sagði Sigríður Lára og bætti við að hún hefði alltaf haft trú á því að Eyjakonur gætu komið til baka sem og þær gerðu. Sigríður Lára hrósar áðurnefndri Cloé Lacasse sem var maður leiksins á laugardaginn, enda kom hún að öllum þremur mörkum ÍBV; skoraði það fyrsta, lagði upp það annað og fiskaði svo vítið sem sigurmarkið kom úr. Þessi magnaði kanadíski leikmaður er driffjöðurinn í sóknarleik ÍBV og hefur skorað 16 mörk í 19 leikjum í deild og bikar í sumar. „Hún er rosalega góður leikmaður; dugleg og vinnusöm og frábær liðsfélagi. Við erum mjög ánægð að hafa hana,“ sagði Sigríður Lára um Cloé sem hefur spilað hér á landi undanfarin þrjú ár og skorað 41 mark í 60 leikjum í deild og bikar.Sigríður Lára á ferðinni í bikarúrslitaleiknum.vísir/ernirDýr jafntefli eftir EM-hléið ÍBV hafði unnið sjö leiki í röð í deild og bikar með markatölunni 17-1 þegar EM-hléið skall á. Liðið stimplaði sig hins vegar út úr toppbaráttunni í Pepsi-deildinni með því að gera jafntefli í fyrstu þremur leikjunum eftir EM-hléið. „Þegar maður lítur til baka er svekkjandi að hafa ekki náð að klára þessa leiki. Þetta var einbeitingarleysi hjá okkur,“ sagði Sigríður Lára. Þessi öfluga Eyjakona hefur átt ansi magnað ár. Hún átti aðeins einn landsleik að baki þegar árið 2017 gekk í garð en nú hefur hún spilað 10 landsleiki og farið á stórmót.Bjóst ekki við þessu „Ég verð að viðurkenna að ég sá þetta ekki fyrir þótt ég hafi sett mér það markmið að komast í landsliðshópinn og á EM. Það var stefnan en ég bjóst ekki við þessu,“ sagði Sigríður Lára sem kom inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í 1-1 jafntefli við Noreg á Algarve-mótinu í mars. Hún stökk nánast fullsköpuð inn í landsliðið og hefur spilað níu af 10 leikjum þess á árinu. „Ég ákvað að nýta tækifærið og sanna mig. Og ég hef greinilega gert það,“ sagði Sigríður Lára sem segist hafa lært mikið á EM, þótt úrslitin hafi verið slæm. „Þetta var hrikalega mikil reynsla, þvílík upplifun og lærdómsríkt. Að spila á þessu getustigi er eitthvað sem mann langar að gera.“ Sigríður Lára segir að hraðinn í landsleikjum gegn góðum liðum sé allt annar og meiri en í Pepsi-deildinni.Sigríður Lára í leik Íslands og Frakklands á EM.vísir/gettyAllt góðir leikmenn á EM „Maður þarf að venjast hraðanum. Hann er rosalega mikill. Það er gríðarlega mikill munur á því að spila landsleik og leik í Pepsi-deildinni. Leikmennirnir sem maður spilaði á móti á EM voru allir góðir á boltanum og allar sendingar nánast fullkomnar,“ sagði hin 23 ára gamla Sigríður Lára. En hvert er framhaldið hjá Slátraranum úr Eyjum, eins og landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson kallar Sigríði Láru? „Stefnan er klárlega að fara út,“ sagði Eyjakonan sem veit af áhuga að utan. „Það skýrist eftir tímabilið og kemur í ljós.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
ÍBV varð á laugardaginn bikarmeistari kvenna í annað sinn í sögu félagsins eftir 2-3 sigur á Stjörnunni á Laugardalsvelli. Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði sigurmark Eyjakvenna úr umdeildri vítaspyrnu þegar átta mínútur voru eftir af framlengingu. ÍBV er því bikarmeistari karla og kvenna 2017. Sannkallað bikarár í Eyjum. „Þetta var ógleymanlegt. Þetta er fyrsti titillinn minn,“ sagði Sigríður Lára hin kátasta í samtali við Fréttablaðið í gær. ÍBV lék einnig til úrslita í bikarkeppninni í fyrra. Þá fékk liðið á sig mark strax á upphafsmínútunni gegn Breiðabliki og endaði á því að tapa 3-1. Á laugardaginn var þessu öðruvísi farið. Aðeins voru liðnar fjórar mínútur af leiknum þegar Cloé Lacasse komst inn í sendingu Kristrúnar Kristjánsdóttur til baka, lék á Gemmu Fay og skoraði. ÍBV náði ekki að fylgja þessari draumabyrjun eftir og Stjarnan náði forystunni fyrir hálfleik. Stjörnukonur leiddu fram á 89. mínútu þegar Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði eftir sendingu frá Cloé. Sú síðarnefnda fiskaði svo vítið sem Sigríður Lára skoraði sigurmarkið úr.Duttu niður eftir frábæra byrjun „Við byrjuðum af þvílíkum krafti og uppskárum gott mark. Fyrsti hálftíminn var mjög góður en við duttum niður og fengum tvö mörk á okkur. Byrjunin á seinni hálfleik var ekki alveg nógu góð en svo kom aftur kraftur í okkur síðustu 20 mínúturnar,“ sagði Sigríður Lára og bætti við að hún hefði alltaf haft trú á því að Eyjakonur gætu komið til baka sem og þær gerðu. Sigríður Lára hrósar áðurnefndri Cloé Lacasse sem var maður leiksins á laugardaginn, enda kom hún að öllum þremur mörkum ÍBV; skoraði það fyrsta, lagði upp það annað og fiskaði svo vítið sem sigurmarkið kom úr. Þessi magnaði kanadíski leikmaður er driffjöðurinn í sóknarleik ÍBV og hefur skorað 16 mörk í 19 leikjum í deild og bikar í sumar. „Hún er rosalega góður leikmaður; dugleg og vinnusöm og frábær liðsfélagi. Við erum mjög ánægð að hafa hana,“ sagði Sigríður Lára um Cloé sem hefur spilað hér á landi undanfarin þrjú ár og skorað 41 mark í 60 leikjum í deild og bikar.Sigríður Lára á ferðinni í bikarúrslitaleiknum.vísir/ernirDýr jafntefli eftir EM-hléið ÍBV hafði unnið sjö leiki í röð í deild og bikar með markatölunni 17-1 þegar EM-hléið skall á. Liðið stimplaði sig hins vegar út úr toppbaráttunni í Pepsi-deildinni með því að gera jafntefli í fyrstu þremur leikjunum eftir EM-hléið. „Þegar maður lítur til baka er svekkjandi að hafa ekki náð að klára þessa leiki. Þetta var einbeitingarleysi hjá okkur,“ sagði Sigríður Lára. Þessi öfluga Eyjakona hefur átt ansi magnað ár. Hún átti aðeins einn landsleik að baki þegar árið 2017 gekk í garð en nú hefur hún spilað 10 landsleiki og farið á stórmót.Bjóst ekki við þessu „Ég verð að viðurkenna að ég sá þetta ekki fyrir þótt ég hafi sett mér það markmið að komast í landsliðshópinn og á EM. Það var stefnan en ég bjóst ekki við þessu,“ sagði Sigríður Lára sem kom inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í 1-1 jafntefli við Noreg á Algarve-mótinu í mars. Hún stökk nánast fullsköpuð inn í landsliðið og hefur spilað níu af 10 leikjum þess á árinu. „Ég ákvað að nýta tækifærið og sanna mig. Og ég hef greinilega gert það,“ sagði Sigríður Lára sem segist hafa lært mikið á EM, þótt úrslitin hafi verið slæm. „Þetta var hrikalega mikil reynsla, þvílík upplifun og lærdómsríkt. Að spila á þessu getustigi er eitthvað sem mann langar að gera.“ Sigríður Lára segir að hraðinn í landsleikjum gegn góðum liðum sé allt annar og meiri en í Pepsi-deildinni.Sigríður Lára í leik Íslands og Frakklands á EM.vísir/gettyAllt góðir leikmenn á EM „Maður þarf að venjast hraðanum. Hann er rosalega mikill. Það er gríðarlega mikill munur á því að spila landsleik og leik í Pepsi-deildinni. Leikmennirnir sem maður spilaði á móti á EM voru allir góðir á boltanum og allar sendingar nánast fullkomnar,“ sagði hin 23 ára gamla Sigríður Lára. En hvert er framhaldið hjá Slátraranum úr Eyjum, eins og landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson kallar Sigríði Láru? „Stefnan er klárlega að fara út,“ sagði Eyjakonan sem veit af áhuga að utan. „Það skýrist eftir tímabilið og kemur í ljós.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira